Bæjarráð

2556. fundur 08. júlí 2010 kl. 12:00 - 02:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1006240 - Kosningar í bæjarráð 2010 - 2014

Tilnefning varaáheyrnarfulltrúa í bæjarráð

Guðríður Arnardóttir tilnefnir Unu Maríu Óskarsdóttur varamann Ómars Stefánssonar sem áheyrnarfulltrúa í bæjarráð.

2.1006023 - Byggingarnefnd 29/6

1316. fundur

Bæjarráð frestar afgreiðslu liða 10 og 11.   Bæjarráð staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

3.1006024 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa 29/6

Fylgiskjal 5/2010

Staðfest.

4.1007003 - Atvinnu- og upplýsinganefnd 6/7

325. fundur

Afgreidd.

5.1007115 - Sjávarútvegssýningin 2011

Liður 5. Drög að samningi milli Mercatormedia, annars vegar og Kópavogsbæjar hins vegar, um að halda Íslensku sjávarútvegssýninguna í Fífunni og Smáranum 22. - 24. september 2011.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

6.1006011 - Félagsmálaráð 29/6

1286. fundur

Afgreidd.

7.1001150 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 28/6

151. fundur

Afgreidd.

8.1006022 - Íþrótta- og tómstundaráð 30/6

252. fundur

Afgreidd.

9.1007001 - Leikskólanefnd 6/7

8. fundur

Liður 2 - 1006499 Starfsmannamál.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu leikskólanefndar.

Fundargerðin afgreidd.

10.1006137 - Verksamningur um ræstingar

Liður 3. Leikskólanefnd leggur til að samningurinn verði samþykktur og óskar eftir upplýsingum um kostnað við ræstingu í Sólhvörfum, sem dæmi, fyrir samning.

Bæjarráð staðfestir samninginn.

11.1006018 - Lista- og menningarráð 28/6

360. fundur

Afgreidd.

12.1006019 - Skipulagsnefnd 29/6

1179. fundur

Afgreidd.

13.1006009 - Skipulagsnefnd 6/7

1180. fundur

Afgreidd.

14.1004260 - Elliðahvammur, starfsleyfi eggja- og kjúklingaframleiðslu

Skipulagsnefnd leggur til að umsögn sviðsstjóra dags. 6. maí 2010 og umsögn lögmanns skipulags- og umhverfissviðs, dags. 15. maí 2010, verði vísað til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

15.904140 - Álaþing 5, stækkun lóðar.

Skipulagsnefnd fellur frá samþykkt skipulagsnefndar frá 26. ágúst 2009, þar sem lóðarhafi hefur ekki uppfyllt skilyrði um greiðslu vegna stækkunar lóðarinnar.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

16.1004001 - Engjaþing 5 - 7, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

17.1006213 - Kópavogsbraut 6, bílskúr og stúdíó íbúð.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.  Ólafur Þór Gunnarson vék af fundi undir þessum lið,  Gunnar Ingi Birgisson situr hjá við afgreiðslu málsins.

18.1006494 - Kópavogsbær - Kópavogshæli

Skipulagsnefnd mælir með að leitað verði álits Húsfriðunarnefndar um varðveislu gamla Kópavogsbæjarins (Kópavogstún 14) og Kópavogshælis (Kópavogsgerði 9) og endurreisn þeirra.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

19.1006020 - Skólanefnd 30/6

13. fundur

20.1006452 - Skólaakstur úr Þingahverfi í Vatnsendaskóla

Liður 3. Skólanefnd mælir með að akstri verði haldið áfram þar til ráðin verði bót á göngustígum og lýsingu.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir því að sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs komi á næsta fund og geri grein fyrir málinu.

21.1007002 - Skólanefnd 5/7

14. fundur

22.1006341 - Ráðning í stöðu aðstoðarskólastjóra Kópavogsskóla

Tillaga skólanefndar í starf aðstoðarskólastjóra Kópavogsskóla.

Árni Þór Hilmarsson framkvæmdastjóri fræðslusviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir tillögu skólanefndar um  að ráða Ólínu Þorleifsdóttur í starf aðstoðarskólastjóra Kópavogsskóla. 

23.1007023 - Ráðning í stöðu aðstoðarskólastjóra Smáraskóla

Tillaga skólanefndar í starf aðstoðarskólastjóra Smáraskóla.

Bæjarráð samþykkir tillögu skólanefndar um að ráða Björgu Baldursdóttur í starf aðstoðarskólastjóra Smáraskóla.

24.1005149 - Stjórn Héraðsskjalasafns 27/5

61. fundur

Afgreidd.

25.1005149 - Stjórn Héraðsskjalasafns 11/6

62. fundur

Afgreidd.

26.1001154 - Stjórn skíðasvæða hbsv. 10/6

306. fundur

Varðandi lið 7.  Bæjarráð bendir á að málið er í farvegi m.a. hjá heilbrigðisnefndum og enn er eftir að afla ýmissa gagna og ítarlegri kostnaðaráætlunar áður en ákvörðun verður tekin.

27.1001156 - Stjórn Sorpu bs. 29/5

275. fundur

Afgreidd.

28.1001157 - Stjórn Strætó bs. 25/6

143. fundur

Afgreidd.

29.1001157 - Stjórn Strætó bs. 5/7

144. fundur

Fyrirspurn til bæjarstjóra. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um framtíðaráætlanir varðandi leið 28.  Skriflegt svar óskast á næsta fundi bæjarráðs.

30.1006016 - Umhverfisráð 24/6

490. fundur

Afgreidd.

31.1006021 - Umhverfisráð 28/6

491. fundur

Afgreidd.

32.701062 - Vatnsendablettur 45 (nú Elliðahvammsvegur 4). Stefna - bætur vegna eignarnáms á hluta af lóðinni Vbl

Frá bæjarlögmanni, dags. 8/7, umsögn um erindi Halldórs Halldórssonar varðandi Elliðahvammsveg 4, áður Vbl. 45. Ekki er mælt með að verða við erindinu.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarlögmanns.

33.1006303 - Vogatunga 97, bótakrafa á hendur Kópavogsbæ

Frá bæjarlögmanni, dags. 29/6, umsögn um bótakröfu Klemenzar Eggertssonar fh. Haraldar Sigurðssonar vegna vatnstjóns að Vogatungu 97. Lagt er til að kröfunni verði hafnað.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarlögmanns.

34.1007091 - Kópavogshöfn. Umsókn um leyfi til að reka veitingaskip

Frá bæjarlögmanni, dags. 7/7, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 29. júní 2010 þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Hrefnuveiðimanna, kt. 640506-1800, um rekstrarleyfi til að reka veitingaskip, Hrafnreyði KÓ 100 í Kópavogshöfn, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007. Um er að ræða ferðir frá Kópavogshöfn með ferðamenn og aðra hópa í 3 - 6 klst. ferðir og veitingar veittar á siglingu um Faxaflóa.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.  Samþykktin er með þeim fyrirvara að skilyrði fyrir rekstrarleyfi séu uppfyllt að öðru leyti. 

35.1005099 - Ósk um fjárveitingu vegna breytinga á leiðum

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 6/7, umsögn um erindi frá Strætó bs. þar sem óskað var eftir samþykki bæjarráðs fyrir fyrirhugaðri breytingu á leið 28 og fjárveitingu vegna þeirrar breytingar. Lagt er til að ákvörðun verði frestað fram yfir áramót.

Frestað.

36.1007131 - Drög að samningi milli Kópavogsbæjar og VÍS skv. tilboði 6. 7. 2010

Frá fjármála- og hagsýslustjóra og sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, lögð fram drög að samningi um tryggingar Kópavogsbæjar ásamt umsögn.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

37.1005129 - Vindakór 14. Nokkrar athugasemdir

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 6/7, umsögn, sem óskað var eftir í bæjarráði 20/5 sl. um erindi varðandi fráganginn í kringum Vindakór 14.

Lagt fram.

38.1005200 - Álfaheiði 1f og Álfaheiði 3, endurbætur við göngustíg

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 6/7, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 27/5, um erindi varðandi endurbætur við göngusstíg milli Álfaheiðar 1f og Álfaheiðar 3, ásamt tillögu að afgreiðslu erindisins.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

39.1003114 - Staða framkvæmda við Löngubrekku 2.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 4/7, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 23/6 varðandi eignarhald á eigninni Löngubrekku 2.

Lagt fram.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir skýringum og tillögum byggingarfulltrúa varðandi Löngubrekku 2.  Fulltrúi Framsóknarflokksins tekur undir bókunina.

40.1007117 - Reiðskemma á Kjóavöllum

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 6/7, óskað heimildar til að bjóða út jarðvegsskipti og fergingu á fyrirhuguðum byggingarstað. Einnig er óskað heimildar til að láta vinna gögn fyrir a´lútboð á reiðskemmunni.

Bæjarráð samþykkir heimild til útboðs.

41.1007102 - Fífuhvammsvegur / Arnarnesvegur hringtorg.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 5/7, óskað heimildar bæjarráðs til að bjóða út framkvæmdir við hringtorg á mótum Fífuhvammsvegar og Arnarnesvegar.

Bæjarráð samþykkir útboð með fyrirvara um að kostnaðarhlutdeild Vegagerðarinnar verði staðfest.

42.1005014 - Austurkór 35-41. Beiðni um lækkun á gjaldskrá vegna yfirtöku- og gatnagerðargjalda ásamt breytingu á

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 7/7, umsögn um erindi Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, varðandi fasteignagjöld af Austurkór 35-41, ásamt tillögu að afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

43.1006208 - Ungmenni í atvinnuleit 17 og 18 ára, velferðarvaktin

Frá skrifstofustjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dags. 1/7, umsögn um erindi velferðarvaktarinnar varðandi sumarvinnu ungmenna í sumar, ásamt upplýsingum um fjölda atvinnulausra, sem óskað var eftir í bæjarráði 23/6 sl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga eftir greiðslu Vinnumálastofnunar á framlagi vegna atvinnuþáttöku ungmenna og bendir á að Kópavogsbær hefur þegar ráðið öll þau ungmenni til starfa sem sóttu um.

44.911005 - Viðmið Kópavogsbæjar vegna fjölda barna í leikskólum Kópavogs, frestað í bæjarráði 29/4 sl.

Frá leikskólafulltrúa, dags. 5/7, kostnaðarútreikningar sem óskað var eftir í bæjarráði 29/4 sl.

Leikskólafulltrúi mætti á fundinn og fór yfir málið.  Bæjarráð hafnar tillögu leikskólanefndar sem frestað var í bæjarráði 29.4. sl.  Málið verður tekið upp við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

45.1007130 - Kórinn, starfslýsing forstöðumanns. Júní 2010.

Frá íþróttafulltrúa, lögð fram drög að starfslýsingu forstöðumanns íþróttamiðstöðvarinnar Kórsins.

Frestað.

46.905193 - Yfirfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaga

Félagsmálastjóri mætti til fundar og gerði grein fyrir samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um fjárhagsramma tilfærslu þjónustu við fatlaða

 Bæjarráð fagnar samkomulaginu og felur félagsmálastjóra að hefja undirbúning kynningarfunda fyrir kjörna fulltrúa og nefndarfólk um mánaðamótin ágúst-september.

47.1006428 - Úthlutun úr námsgagnasjóði 2010

Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 25/6, tilkynning um úthlutun úr námsgagnasjóði 2010

Lagt fram.

48.1003042 - Úthlutanir framlaga á árinu 2010

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 28/6, áætlanir og yfirlit um úthlutanir framlaga á árinu 2010.

Lagt fram.

49.1007060 - Námskeið um lýðræðismál

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, tölvupóstur dags. 2/7, óskað eftir upplýsingum varðandi mögulega þátttöku sveitarfélagsins í námskeiði um mótun lýðræðisstefnu, sem fyrirhugað er þann 6. september nk.

Bæjarstjóra falin afgreiðsla málsins.

50.1007054 - Svæðisskipulag, Sjúkrahús í Sólvallalandi Mosfellsbæ. Óveruleg breyting

Frá Mosfellsbæ, dags. 1/7, tillaga að óverulegri breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins - sjúkrahús í Sólvallalandi.

Vísað til skipulagsnefndar.

51.1007052 - Snjóframleiðsla á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins

Frá Skíðasambandi Íslands, dags. 25/6, varðandi snjóframleiðslu á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins.

Lagt fram og vísað til bæjarstjóra til umsagnar.

52.1002046 - Akstursþjónusta við blinda og sjónskerta íbúa Kópavogs.

Frá Blindrafélaginu, dags. 22/6, óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um málefni blindra og sjónskertra.

Vísað til félagsmálastjóra til umsagnar.

53.1007125 - Erindi frá íbúa í bænum varðandi sturtuklefa

Frá íbúa í bænum, dags. 1/7, óskað eftir að tæknideildin setji upp sturtuklefa með nuddi í íbúðinni sem hann leigir af Kópavogsbæ.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

54.1006467 - Evrópudeild karla í knattspyrnu. Breiðablik óskar eftir styrk vegna komu erlends liðs frá Skotlandi

Frá knattspyrnudeild Breiðabliks, dags. 29/6, óskað eftir að bærinn kosti opinbera málsverði með fulltrúum KSÍ og UEFA, þann fyrri í Turninum og seinni í Smáranum, einnig óskað eftir að bæjarstjóri eða formaður bæjarráðs verði viðstaddur þessa málsverði.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

55.1006333 - Hamingjuóskir og von um gott samstarf

Frá félagi sumarhúsaeigenda í Lækjarbotnalandi, dags. 21/6, óskað eftir samvinnu um skipulag á svæðinu í náinni framtíð.

Lagt fram.

56.1006332 - Heimsendi, hesthús. Beiðni um að frárennslislögn verði lögð að lóðarmörkum húsanna

Frá Klemenz Eggertssyni, hdl., fh. stjórnar Hesthúsaeigendafélagsins að Heimsenda, óskað eftir að frárennslislögn verði lögð að lóðarmörkum húsanna sunnan götunnar.

Vísað til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

57.910434 - Urðarhvarf 12. Lóðarskil.

Frá lögfræðistofunni Sóleyjargötu 17 sf., dags. 1/7, óskað eftir endurskoðun á endurgreiðslu vegna skila á lóðinni Urðarhvarfi 12.

Vísað til umsagnar skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

58.904054 - Lindasmári 27-47. Kvörtun vegna sorps frá fyrirtækjum í nágrenninu.

Frá Jóhannes Gunnarssyni, fh. íbúa Lindasmára 27-47, tölvupóstar varðandi rusl sem safnast á lóðunum og önnur mál í tengslum við byggingar o.fl. í nágrenninu og afgreiðslu mála hjá bænum.

Vísað til afgreiðslu sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

59.701193 - Suðvesturlínur frá Hellisheiði út á Reykjanes, breytt Aðalskipulag.

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl., dags. 3/7, óskað svara við fyrirspurnum í tengslum við flutning Hamraneslínu úr landi Vatnsenda.

Erindinu hefur þegar verið svarað.

60.1007050 - Þjóðskrá Íslands. Breyting á kjörskrá fyrir alþingiskosningar 2010 og fyrir kosningu forseta Ísland

Frá Þjóðskrá, dags. 29/6, tilkynning um að Ásgeir S. Þormóðsson verði tekinn á kjörskrá í Kópavogsbæ frá 1. desember 2010 til 1. desember 2014.

Lagt fram.

61.1006286 - Vatnsendablettur 130a. Vegna samkomulags frá 2002

Frá Sverri Sandholt, dags. 29/6, þar sem fallist er á eingreiðslu að upphæð kr. 4.460.000 vegna skerðingar á lóðinni Vatnsendabletti 130a.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

62.1007016 - Stefnumótun SORPU bs

Frá Sorpu bs., dags. 29/6, kynning á stefnumótunarvinnu fyrir fyrirtækið.

Lagt fram.

63.1007017 - Ársskýrsla Sorpu bs.

Ársskýrsla Sorpu bs. fyrir árið 2009.

Lögð fram.

64.1006166 - Ársskýrsla 2008-2009

Frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, ársskýrsla fyrir 2008 - 2009.

Lögð fram.

65.1007048 - Ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma 2009

Frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma, ársskýrsla fyrir árið 2009.

Lögð fram.

66.1007010 - Ársskýrsla Félagsþjónustu Kópavogs 2009

Frá félagsþjónustunni, ársskýrsla fyrir árið 2009.

Lögð fram. 

67.1006329 - Ársskýrsla Náttúrufræðistofu Kópavogs 2009

Frá Náttúrufræðistofu Kópavogs, ársskýrsla fyrir árið 2009.

Lögð fram.

68.805067 - Kattahald í Kópavogi

Lögð fram drög að reglum um kattahald í Kópavogi frá sept. 2009. Una María Óskarsdóttir óskar bókað að reglur verði samræmdar reglum um hundahald og lausaganga katta bönnuð.  Bæjarlögmanni falið að vinna áfram í málinu.

69.1006158 - Kjör fulltrúa á landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga

Kosning 7 fulltrúa á XXIV. landsþing Sambandsins

Frestað.

70.1007127 - Boðun XXIV.landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 5/7, tilkynning um fyrirhugað landsþing, sem haldið verður á Akureyri dagana 29. september til 1. október 2010.

Lagt fram.

Fundi slitið kl. 15.40

Fundi slitið - kl. 02:00.