Bæjarráð

3064. fundur 28. október 2021 kl. 08:15 - 09:46 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Hauksdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1908269 - Urðarhvarf 12. Afturköllun lóðar.

Frá bæjarlögmanni dags. 19 október 2021, lögð fram beiðni um afturköllun lóðarinnar Urðarhvarf 12.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2103354 - Smiðjuvegur 13 A - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideld, dags. 15. október 2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Kiwanisklúbbsins Eldey, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 205.580,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. kr. 205.580,-

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2106395 - Vatnsendablettur 69a - Fagraþing 2A. Ráðstöfun á lóðinni

Frá lögfræðideild, dags. 22. október 2021, lögð fram umsögn um Vatnsendablett 69a.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2109929 - Vallakór, Kórinn íþróttahús, Par 3 ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 22. október 2021, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 28. september 2021, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Par 3 ehf., kt. 630410-0960, um tímabundið áfengisleyfi vegna tónleika Andrea Boccelli 27. nóvember 2021 frá kl. 18:00-23:00, í Kórnum íþróttahúsi, Vallarkór, 201 Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2107295 - Smáratorg 3, Gaming Arena ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 22. október 2021, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 25. október 2021, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Gaming Arena ehf., kt. 440121-0470 um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Smáratorgi 3, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2110077 - Smiðjuvegur 38e. Umsagnarbeiðni um staðsetningu ökutækjaleigu

Frá lögfræðideild, dags. 22. október 2021, lögð fram umsögn um rekstur og staðsetningu ökutækjaleigu í samræmi við beiðni Samgöngustofu frá 4. október 2021. Umsækjandi er Einar Sigursteinn Bergþórsson, kt. 281080-4749, f.h. Blika ehf., kt. 610717-1280. Sótt er um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu með allt að fjórum bifreiðum að Smiðjuvegi 38e. Samkvæmt 3. gr. laga um leigu skráningarskyldra ökutækja nr. 65/2015 og 5. og 6. gr. rgl. nr. 840/2015 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að aðkoma og fjöldi bílastæða henti fyrir væntanlega starfsemi og hvort staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir að veita neikvæða umsögn fyrir ökutækjaleigu með fjórar bifreiðar að Smiðjuvegi 38e en að jákvæð umsögn verði veitt fyrir tveimur bifreiðum.

Ýmis erindi

7.2110590 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. 2022 til samþykktar

Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 20. október 2021, lögð fram til samþykktar gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
Bæjarráð samþykkur með fimm atkvæðum framlagða gjaldskrá.

Ýmis erindi

8.2110289 - Bókun 529. fundar stjórnar SSH. Áfangastaða- og markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins

Frá SSH, dags. 11. október 2021, lögð fram að nýju bókun varðandi áfangastaða- og markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins.
Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum 14. október 2021.
Kynning.

Gestir

  • Inga Hlín Pálsdóttir verkefnastjóri - mæting: 08:50

Ýmis erindi

9.2110727 - Tilkynning um ágóðahlutagreiðslu 2021

Frá Brunabótafélagi Íslands ehf., dags. 22. október 2021, lögð fram tilkynning um ágóðahlutagreiðslu 2021.
Lagt fram.

Gestir

  • Margrét Friðriksdóttir, stjórnarmaður Brunabótafélags Íslands - mæting: 09:39

Ýmis erindi

10.2110748 - Tillaga að friðlýsingu Bessastaðaness

Frá Umhverfisstofnun, dags. 22. október 2021, lögð fram kynning á tillögu að friðlýsingu Bessastaðaness. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 10. desember 2021.
Lagt fram.

Ýmis erindi

11.2110774 - Ósk um tilnefningu fulltrúa sveitarfélags vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Frá Félagsmálaráðuneytinu, dags. 25. október 2021, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir því að Kópavogsbær tilnefni fulltrúa vegna vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Óskað er eftir því að tilnefning bersist fyrir 1. nóvember 2021.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

12.2110019F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 329. fundur frá 22.10.2021

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2110015F - Leikskólanefnd - 135. fundur frá 21.10.2021

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2109029F - Ungmennaráð - 25. fundur frá 20.10.2021

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2109021F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 146. fundur frá 19.10.2021

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.
  • 15.5 2110009 Glaðheimar, loftgæðamælir
    Lögð fram umsögn umhverfisfulltrúa um val á loftgæðamæli og umfjöllun um loftgæði á Glaðheimum vestur dags. 4. október 21 ásamt verðtilboði í loftgæðamæli frá Heilbrigðiseftirliti Hafnafjarðar og Kópavogssvæði dags. 4. október 21. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 146 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu um kaup á Airpointer loftgæðamæli. Kostnaðarliðum vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir framlagt erindi.

Fundargerð

16.2110018F - Velferðarráð - 92. fundur frá 25.10.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
  • 16.3 1712764 Þjónustusamningur vegna áfangaheimilis
    Núgildandi þjónustusamningur við Samhjálp, drög að áframhaldandi samningi og greinargerð deildarstjóra dags. 20.10.21 lögð fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 92 Velferðarráð samþykkti framlögð samningsdrög fyrir sitt leyti með fyrirvara um uppfærslu samningsupphæðar skv. launavísitölu.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

17.2110532 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 05.10.2021

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2110533 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 14.10.2021

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2110528 - Fundargerð 530. fundar stjórnar SSH frá 15.10.2021

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.2110490 - Fundargerð 457. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 08.10.2021

Lögð fram fundargerð 457. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 08.10.2021
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.2110491 - Fundargerð 458. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 13.10.2021

Lögð fram fundargerð 458. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 13.10.2021.

Bókun bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur á fundi bæjarrráðs þann 21. október 2021:
"Undirrituð óskar eftir að fulltrúi Sorpu bs. komi á fund bæjarráðs og geri grein fyrir samkomulagi við fv. framkvæmdastjóra."
Umræður.

Gestir

  • Haraldur Flosason Sorpa bs. - mæting: 08:15
  • Eva B. Helgadóttir lögmaður - mæting: 08:15
  • Jón Viggó Gunarsson framkvæmdastjóri SORPU bs. - mæting: 08:15

Fundargerðir nefnda

22.2110541 - Fundargerð 34. eigendafundar stjórnar Strætó frá 15.10.2021

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:46.