Bæjarráð

3066. fundur 11. nóvember 2021 kl. 08:15 - 09:29 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson varamaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson varamaður
  • Ásmundur Alma Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2003639 - Viðbrögð við Covid-19 faraldrinum

Farið yfir stöðu faraldursins hjá Kópavogsbæ.
Umræður.

Gestir

  • Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og framkvæmdastjóri almannavarna höfuðborgarsvæðisins - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1412337 - Markaðsstofa Kópavogs

Kynning á markaðsstofu Kópavogs.
Kynning.

Gestir

  • Björn Jónsson - mæting: 08:36

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2107256 - Traðarreitur eystri. Kæra vegna afgreiðslu bæjarstjórnar á tillögu að deiliskipulagi

Frá lögfræðideild, dags. 5. nóvember 2021, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 112/2020 þar sem kærð var ákvörðun bæjarstjórnar um að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir Traðarreit eystri.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2110849 - Akrakór 8A, 8B. Heimild til framsals lóðarréttinda

Frá lögfræðideild, dags. 8. nóvember 2021, lögð fram umsögn varðandi Akrakór 8A og 8B. Óskað er heimildar bæjarráðs til framsals lóðarréttinda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2111213 - Þjónustusamningur við Kópavogsbæ um viðhald á útilýsingu.

Frá lögfræðideild, dags. 9. nóvember 2021, lagt fram erindi um uppsögn á þjónustusamningi við Orkuveitu Reykjavíkur um viðhald á útilýsingu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að samningi við Orkuveituna um viðhald á útilýsingu verði sagt upp í samræmi við erindið.

Ýmis erindi

6.2111222 - Tilnefning varamanna í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins

Frá SSH, lagt fram erindi þar em óskað er eftir tilnefningu tveggja varamanna í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

7.2111221 - Erindi frá SSH. Óskað eftir umboði til undirritunar samkomulags sveitarfélaganna um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins

Frá SSH, lagt fram erindi þar sem óskað eftir fullu og ótakmörkuðu umboði sveitarstjóra til undirritunar samkomulags sveitarfélaganna um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

8.2110289 - Bókun 529. fundar stjórnar SSH. Áfangastaða- og markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins

Frá SSH, dags.8. nóvember 2021, lögð fram bókun um Áfangastaða- og markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins. Bókunin er send til kynningar og umræðu hjá aðildarsveitarfélögunum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2111164 - Fundargerð 459. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 15.10.2021

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:29.