Bæjarráð

3073. fundur 13. janúar 2022 kl. 08:15 - 10:33 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Helga Hauksdóttir varamaður
 • Karen E. Halldórsdóttir formaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
 • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Ýmis erindi

1.1911594 - Brú yfir Fossvog.

Kynning á úrslitum hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú.
Kynnt.

Gestir

 • Óskar Örn Jónsson forstöðumaður mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar - mæting: 08:15

Ýmis erindi

2.1909529 - Málefni Strætó bs.

Kynning frá framkvæmdastjóra Strætó bs.
Kynning.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fresta erindinu.

Gestir

 • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 08:40
 • Ragnheiður Einarsdóttir - mæting: 08:40
 • Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó - mæting: 08:40
 • Kristín Egilsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 08:40

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.18061018 - Strætóskýli, auglýsingar og rekstur.

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 14. desember 2021. Óskað er heimildar bæjarráðs til að hefja undirbúningsvinnu að endurnýjun á samkomulagi um uppsetningu og rekstur á strætóskýlum í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fresta erindinu.

Gestir

 • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 08:35

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2201231 - Urðarhvarf 12, afturköllun lóðar

Frá lögfræðideild, dags. 11. janúar 2022, lögð fram beiðni um heimild bæjarráðs til endurupptöku máls: Urðarhvarf 12.
Bæjarráð samþykkkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild til endurupptöku máls: Urðarhvarf 12.

Gestir

 • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 10:12

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2201169 - Breiðahvarf 12. Heimild til framsals lóðarleigusamnings

Frá lögfræðideild, dags. 10. janúar 2022, lögð fram beiðni fyrir hönd lóðarhafa Breiðahvarfs 12, Landris ehf., kt.550812-0100, um heimild til að framselja lóðina.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðið framsal.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2003639 - Viðbrögð við Covid-19 faraldrinum

Farið yfir stöðu faraldursins hjá Kópavogsbæ.
Umræður.

Gestir

 • Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri - mæting: 10:05

Ýmis erindi

7.2201133 - Bókun 534. fundar stjórnar SSH. Yfirfærsla vega frá ríki til sveitarfélaga

Frá stjórn SSH, dags. 6. janúar 2022, lögð fram bókun um skilavegi og yfirfærslu vega til sveitarfélaga.
Lagt fram.

Ýmis erindi

8.2201059 - Beiðni um styrk frá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins

Frá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins. dags. 29. desember 2021, lögð fram beiðni um styrk að upphæð kr. 500.000,- til fræðslu og forvarna.
Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu.

Fundargerðir nefnda

9.2112022F - Lista- og menningarráð - 135. fundur frá 06.01.2022

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2112001F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 148. fundur frá 21.12.2021

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2201002F - Velferðarráð - 95. fundur frá 10.01.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2201108 - Fundargerð 534. fundar stjórnar SSH frá 29.12.2021

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2201254 - Fundargerð 461. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 26.11.2021

Fundargerð í þremur liðum.
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

14.2201255 - Fundargerð 462. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 20.12.2021

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Ýmis erindi

15.2112504 - Bókun 532. fundar stjórnar SSH. Áfanga- og markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins

Tilnefning tveggja fulltrúa í stefnuráð sbr. gr. 2.3 í samstarfssamningi um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið, með skipunartíma til 30. maí 2022. Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarráðs á 1249. fundi bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að taka málið inn með afbrigðum.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að tilnefna eftirfarandi fulltrúa í stefnuráð, sbr. grein 2.3 í samstarfssamningi um samstarfsvettvang um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið:
Hjördís Ýr Johnson
Pétur H. Sigurðsson

Fundi slitið - kl. 10:33.