Frá lögfræðideld, dags. 3. maí 2022, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 2. maí 2022, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Senu ehf. kt.510205-1380, um tímabundið áfengisleyfi vegna árshátíðar Arion banka þann 7. mai 2022, frá kl. 19.00 til 01:00, Kórnum, að Vallakór 12-14, Kópavogi, kv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bókun:
"Undirrituð telur mikilvægt að Kópavogsbær kaupi áfram gögn frá Rannsókn og greiningu. Jafnframt að gögn í Mælaborði barna verði uppfærð. Mælaborði fékk alþjóðleg verðlaun Unicef fyrir framúrskarandi lausnir og nýsköpun í nærumhverfi barna. Tel mikilvægt að halda áfram að þróa hugbúnaðinn Nightingale sem upplýsingatæknideild Kópavogs hefur þróað."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir