Bæjarráð

3089. fundur 12. maí 2022 kl. 08:15 - 10:02 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Margrét Friðriksdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.22021294 - Menntasvið-fjölgun leikskólarýma

Frá sviðsstjórun umhverfissviðs og menntasviðs, dags. 10. maí 2022, lögð fram tillaga að kaupum fasteignarnnar Furugrund 3. Tillögunni fylgir verðmat á húsnæðinu. Jafnframt er lagt fram frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 10. maí 2022, viðauki við fjárhagsáætlun 2022. Viðaukinn er vegna kaupa á fasteigininni Furugrund 3.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum kaup á húsnæðinu í samræmi við framlögð gögn.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson fjjármála- og hagsýslustjóri - mæting: 08:15
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2204145 - Tilraunaverkefni í átt að breyttu og betra úrgangstjórnunarkerfi

Frá sviðsstjóra umhverfisviðs, dags. 9. maí 2022, lögð fram umsögn um erindi Pure North Recycling ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfissviðs að ganga til samninga við Pure North Recycling ehf. um tilraunaverkefni í átt að breyttu og betra úrgangsstjórnunarkerfi.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:24

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2205012 - Skógræktarfélag Kópavogs - endurnýjun samstarfssamnings.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 9. maí 2022, lögð fram drög að endurnýjuðum samstarfssamningi við Skógræktarfélag Kópavogs ásamt ársreikningum félagsins fyrir árin 2019, 2020 og 2021.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlögð drög að endurnýjuðum samstarfssamningi við Skógræktarfélag Kópavogs svo breyttan.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:33

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.22021256 - Smárahvammsvegur endurgerð götu og umf. ljósa

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 9. maí 2022, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs að leitað verði samninga við Smith og Norlands ehf. um kaup á umferðarljósum á Fífuhvammsveg og Smárahvammsveg. Einnig er óskað heimildar bæjarráðs að leita samninga við lægstbjóðandi verktaka, Sjörnugarða ehf.
Fundarhlé hófst kl. 9:27, fundi fram haldið kl. 9:50

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita heimild til að leita samninga við lægstbjóðandi verktaka, Stjörnugarða ehf. um endurgerð Smárahvammsvegar.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur að veita heimild að leitað verði samninga við Smith og Norlands ehf. um kaup á umferðarljósum á gatnamótum Fífuhvammsvegar og Smárahvammsvegar.

Bókun:
"Undirrituð harmar mjög að útboðsmál skuli ekki vera komin í lag hjá Kópavogsbæ árið 2022. Hér er um tvö aðskilin útboð að ræða, enda auglýst í sitthvoru lagi. Þegar erindið um útboð á Smárahvammmsvegi var samþykkt fylgdu engin gögn um útboðið á umferðarljósabúnaði í málinu. Undirrituð lýsir því yfir að það er algjörlega á ábyrgð þeirra sem samþykkja málið, ef til kæru kemur."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir - mæting: 08:41
  • Stefán L. Stefánsson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:41

Ýmis erindi

5.2205595 - Skýrsla um brotthvarf úr framhaldsskólum

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. maí 2022, lögð fram skýrsla unnin af félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og mennta- og barnamálaráðuneyti.
Lagt fram.

Ýmis erindi

6.2205641 - Kosningar fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026

Frá Sambandi íslenkra sveitarfélaga, dags. 6. maí 2022, lagt fram erindi varðandi kosningar fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026. Bent er á mikilvægi þess að sveitarfélög tilnefni landsþingsfulltrúa á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar.
Lagt fram.

Ýmis erindi

7.2205604 - Orlof húsmæðra 2022 - Framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. maí 2022, lagt fram erindi varðandi framlög sveitarfélaga til orlofsnefnda.
Lagt fram.

Ýmis erindi

8.2110295 - Breyting á reglugerð 1212-2015 vegna reikningskila sveitarfélaga

Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 5. maí 2022, lagt fram erindi varðandi breytingu á reglugerð 1212-2015 vegna reikningskila sveitarfélaga.
Lagt fram.

Ýmis erindi

9.2205642 - Stuðningur við sveitarfélög vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu

Frá mennta- og barnamálaráðuneyti, dags. 6. maí 2022, lagt fram erindi varðandi stuðning sveitarfélaga vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs.

Ýmis erindi

10.2202179 - Bæjarfulltrúi Theódóra S. Þorsteinsdóttir óskar eftir að fá kynningu á stöðunni á mælaborði barna

Lagt fram svar frá mennta- og barnamálaráðuneyti við fyrirspurn bæjarfulltrúa um mælaborð barna.
Lagt fram.

Bókun:
"Ráðuneytið svarar ekki spurningunni um opinber innkaup"
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Fundargerðir nefnda

11.2205002F - Velferðarráð - 102. fundur frá 09.05.2022

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2205614 - 3. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 26.04.2022

Fundagerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2205611 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 28.02.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2205612 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 21.03.2022

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2205613 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 30.03.2022

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2205606 - Fundargerð 539. fundar stjórnar SSH frá 02.05.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2205299 - Fundargerð 465. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 11.03.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2205300 - Fundargerð 466. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 01.04.2022

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2205289 - Fundargerð 355. fundar stjórnar Strætó frá 29.04.2022

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:02.