Bæjarráð

3100. fundur 22. september 2022 kl. 08:15 - 11:01 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Orri Vignir Hlöðversson formaður
 • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
 • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Helga Jónsdóttir aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2008898 - Betri samgöngur - kynning.

Kynning á verkefnum Betri samgangna.
Kynning.

Gestir

 • Þröstur Guðmundsson, forstöðumaður verkefna og áætlana - mæting: 08:15
 • Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2209565 - Útboð - fjölnota vörubíll fyrir þjónustumiðstöð

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 19.09.2022, lögð fram beiðni um heimild til útboðs á innkaupum á fjölnota vörubíl og sölu á núverandi vörubíl fyrir þjónustumiðstöð.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur umbeðna heimild til útboðs.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2209152 - Vallarkór 12-14, Kórinn, Kópavogsbær. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifæris- og vínveitingaleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 15.09.2022, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 07.09.2022, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kópavogsbæjar, kt. 700169-3759, um tímabundið áfengisleyfi og tækifærisleyfi til að mega halda árshátíð Kópavogsbæjar þann 1. október 2022 frá kl. 18:00-02:00, í íþróttahúsinu Kórnum, að Vallakór 12-14, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Ýmis erindi

4.2209613 - Húsnæðisáætlun 2022

Frá bæjarritara, dags. 20. september 2022, lögð fram drög að húsnæðisáætlun fyrir Kópavogsbæ.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

 • Ásthildur Helgadóttir - mæting: 09:21
 • Ingólfur Arnarson, fjármálasviði - mæting: 09:21

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2202018 - Frá kærunefnd útboðsmála. Kæra vegna ákvörðunar um val á þátttakendum í fyrra þrepi hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú

Frá kærunefnd útboðsmála, lagður fram úrskurður í máli nr. 3-2022.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2201805 - Ályktun skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi. Bygging íþróttahúss við Menntaskólann í Kópavogi.

Frá sviðsstjórum menntasviðs og umhverfissviðs, dags. 9. september 2022, lögð fram umsögn um ályktun Skólanefndar MK varðandi byggingu íþróttahúss.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við tillögur sviðsstjóra menntasviðs og umhverfissviðs.

Ýmis erindi

7.2209563 - Tillaga kjörnefndar að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026

Frá kjörnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. september 2022, lögð fram tillaga að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga kjörtímabilið 2022-2026.
Lagt fram.

Bókun:
"Bæjarráð Kópavogs gagnrýnir harðlega að ekki sé lagt til að Kópavogsbær, sem næst stærsta sveitarfélag landsins og stærsta sveitarfélag kjördæmisins með 37% íbúa, eigi fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Verði tillagan að veruleika verður þetta þriðja kjörtímabilið í röð sem Kópavogsbær á ekki fulltrúa í stjórninni. Fulltrúar Kópavogsbæjar munu greiða atkvæði gegn tillögunni."

Ýmis erindi

8.2209456 - Boð um þátttöku í samráði - Drög að upplýsingastefnu stjórnvalda

Frá Forsætisráðuneytinu, dags. 14. september 2022, lögð fram drög að upplýsingastefnu stjórnvalda til kynningar og samráðs í samráðsgátt. Athugasemdafrestur er veittur til 9. október 2022.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

Fundargerðir nefnda

9.2208020F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 351. fundur frá 06.09.2022

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2209016F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 352. fundur frá 16.09.2022

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2209003F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 89. fundur frá 14.09.2022

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2208013F - Lista- og menningarráð - 143. fundur frá 15.09.2022

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2209529 - Fundargerð 544. fundar stjórnar SSH frá 12.09.2022

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2209007F - Leikskólanefnd - 144. fundur frá 15.09.2022

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2208022F - Skipulagsráð - 127. fundur frá 19.09.2022

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.
 • 15.5 2208338 Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Breyting á aðalskipulagi. Skipulagslýsing.
  Lögð fram með tilvísun í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga skipulagsdeildar að skipulagslýsingu dags. 15. september 2022 vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir Vatnsendahvarf.
  Breytingarnar eru gerðar í tengslum við vinnu deiliskipulags fyrir svæðið í samræmi við ábendingar og umsagnir sem hafa borist. Í aðalskipulagsbreytingunni er afmörkun landnotkunarreita fyrir íbúðasvæði, opin svæði og samfélagsþjónustu breytt, fellt er út svæði fyrir verslun og þjónustu í útjaðri íbúðarsvæðisins og sú þjónusta sem þar var fyrirhuguð færð miðsvæðis inn í hverfið nálægt skóla og leikskóla, auk þess sem staðsetning minjasvæðis er leiðrétt.
  Einnig lagt fram minnisblað menntasviðs vegna fjölgunar nemenda, dags. 1. sept. 2022.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 127 Skipulagsráð samþykkir að framlögð skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 verð kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 15.6 2208241 Leikskóli við Skólatröð. Skipulagslýsing.
  Lögð fram tillaga skipulagsdeildar í samvinnu við Ask arkitekta, að skipulagslýsingu dags. í september 2022, með tilvísun í 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir nýtt deiliskipulag leikskóla við Skólatröð. Niðurstaða Skipulagsráð - 127 Skipulagsráð samþykkir að framlögð skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 15.8 2208035 Jöklalind 10. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju tillaga Garðars Snæbjörnssonar arkitekts fh. lóðarhafa dags. 20. júní 2022 að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Jöklalind. Á lóðinni er í gildi deiliskipulagið "Vesturhluti Fífuhvammslands - Íbúðasvæði norðan Fífuhvammsvegar," samþykkt í bæjarstjórn 15. ágúst 1995 m.s.br. og staðfest af skipulagsstjóra ríkisins 12. september 1995. Í breytingunni felst að breyta og stækka núverandi byggingarreit til austurs um 38,6 m² og koma þar fyrir tveggja herbergja aukaíbúð 52 m² að stærð, á einni hæð. Aðkoma að umræddri íbúð er á suðurhlið.
  Uppdrættir í mælikvarða 1:100 og 1:500 ásamt greinargerð dags. 22. júní 2022.
  Á fundi skipulagsráðs 5. september 2022 var framlagðri tillögu hafnað með sex atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 13. september var erindinu vísað til skipulagsráðs til frekari rýni.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 127 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst, með sex atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.
  Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

16.2209012F - Íþróttaráð - 123. fundur frá 19.09.2022

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.
 • 16.3 2208756 Ósk um leyfi fyrir merkingum á mannvirkjum í rekstri Breiðabliks
  Lagt fram erindi frá Aðalstjórn Breiðabliks, ódagsett, þar sem félagið óskar eftir að fá að merkja þau íþróttamannvirki bæjarins sem eru í rekstri félagsins með nöfnum styrktaraðila. Niðurstaða Íþróttaráð - 123 Íþróttaráð samþykkir að Breiðablik verði heimilt að merkja þau íþróttamannvirki sem eru í rekstri Breiðabliks nöfnum styrktaraðila félagsins. Mannvirkin heita eftir sem áður sínum upprunalegu nöfnum og merkingar skulu vera í sátt við skipulag og umhverfi sitt og í takt við ímynd, ásýnd og stefnu Kópavogsbæjar.

  Íþróttaráð vísar erindinu til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarstjóra.

Fundargerðir nefnda

17.2209013F - Menntaráð - 101. fundur frá 20.09.2022

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.
Bæjarráð samþykkir að fella niður reglulegan fund sinn fimmtudaginn 29. september 2022 vegna landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fer á Akureyri.

Fundi slitið - kl. 11:01.