Bæjarráð

3108. fundur 24. nóvember 2022 kl. 08:15 - 10:13 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Orri Vignir Hlöðversson formaður
 • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
 • Andri Steinn Hilmarsson, aðalmaður boðaði forföll og Elísabet Berglind Sveinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Helga Jónsdóttir aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
 • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2112247 - Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu

Kynning á stöðu samræmingar og aukinni flokkun úrgangsflokka við heimili.
Kynning

Gestir

 • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15
 • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.22114901 - Skipan í starfshóp Sorpu vegna endurvinnslustöðvar á Dalvegi

Frá Sorpu, dags 25.10.2022, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir tilnefningu í starfshóp vegna endurvinnslustöðvar á Dalvegi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu sviðsstjóra umhverfissviðs.

Ýmis erindi

3.22114510 - Innviðaráðuneytið vekur athygli á gerð leiðbeininga og fyrirmynd um þjónustustig.

Frá innviðaráðuneyti, dags. 21.11.2022, lagt fram til upplýsinga erindi um gerð leiðbeininga og fyrirmynd um þjónustustig.
Lagt fram.

Ýmis erindi

4.2209907 - Kópavogsbakki 13. Umsagnarbeiðni um staðsetningu ökutækjaleigu

Frá lögfræðideild, dags. 29.09.2022, lögð fram umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu í samræmi við beiðni Samgöngustofu frá 29.09.2022, þar sem óskað er umsagnar Kópavogsbæjar vegna staðsetningar ökutækjaleigu í sveitarfélaginu. Umsækjandi er Árni Þorsteinsson f.h. Elite Chauffer ehf., kt. 640522-1430. Samkvæmt 3. gr. laga um leigu skráningarskyldra ökutækja nr. 65/2015 og 5. og 6. gr. rgl. nr. 840/2015 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að aðkoma og fjöldi bílastæða henti fyrir væntanlega starfsemi og hvort staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um. Sótt er um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu með tvær bifreiðar að Kópavogsbakka 13, 200 Kópavogi.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að hafna erindinu með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Ýmis erindi

5.22114847 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 18.11.2022, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Fundargerðir nefnda

6.22114532 - Fundargerð 111. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 11.11.2022

Fundargerð 111. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 11.11.2022.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.2211012F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 356. fundur frá 11.11.2022

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2211013F - Velferðarráð - 110. fundur frá 21.11.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2211015F - Leikskólanefnd - 146. fundur frá 17.11.2022

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2211004F - Lista- og menningarráð - 146. fundur frá 17.11.2022

Fundargerð í 56 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

11.22114392 - Ósk bæjarfulltrúa Bergljótar Kristinsdóttur um að hafin verði vinna við uppsetningu á tímaramma og ferilsgreiningu á verkefninu Kópavogur - kolefnishlutlaust sveitarfélag

Frá bæjarfullrúa Bergljótu Kristinsdóttur, lögð fram tillaga um að hafin verði vinna við uppsetningu á tímaramma og ferilsgreiningu á verkefninu Kópavogur - kolefnishlutlaust sveitarfélag, sem byggir á lögum um loftslagsmál nr. 70/2012, sem tóku gildi 25. júní 2021 og drögum að Loftlagsstefnu og aðgerðaráætlun höfuðborgarsvæðisins í loftlagsmálum.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til vinnu við loftslagsstefnu.

Erindi frá bæjarfulltrúum

12.22114902 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um kynjahlutföll nefnda og ráða bæjarstjórnar Kópavogs

Frá bæjarfulltrúa Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, dags. 21.11.2022, lögð fram fyrirspurn um kynjahlutföll nefnda og ráða bæjarstjórnar Kópavogs.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar bæjarritara.

Fundi slitið - kl. 10:13.