Bæjarráð

3109. fundur 01. desember 2022 kl. 08:15 - 11:16 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.22114579 - Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið.

Kynning.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Jakob Sindri Þórsson - mæting: 08:15
  • Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH - mæting: 08:15
  • Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.22115380 - Minnisblað um verklag í myglumálum

Frá sviðsstjórum mennta- og umhverfissviðs, dags. 28.11.2022, lagt fram minnisblað um verklag í myglumálum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umhverfis- og menntasviði heimild til að halda óbreyttu verklagi þegar upp koma ofangreind verkefni í stofnunum bæjarins til að tryggja að unnt sé að bregðast hratt og fumlaust við aðstæðum, enda séu hlutaðeigandi nefndir upplýstar.

Gestir

  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 09:03
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:03

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.22114511 - Menntasvið-Starfshópur um starfsumhverfi leikskóla

Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra leikskóladeildar, dags. 15.11.2022, lögð fram tillaga að stofnun starfshóps um skipulag og starfsumhverfi leikskóla Kópavogsbæjar.
Bæjarráð frestar erindinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2208346 - Fyrirspurn er varðar biðlista eftir leikskólavist í Kópavogi

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 28.11.2022, lagt fram svar við fyrirspurn um biðlista eftir leikskólavist í Kópavogi.
Lagt fram.

Gestir

  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir - mæting: 09:27

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2209687 - Erindisbréf velferðarráðs.

Frá velferðarsviði, dags. 28. nóvember, lögð fram til samþykktar drög að breytingum á erindisbréfi velferðarráðs.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 09:57

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2209565 - Útboð - fjölnota vörubíll fyrir þjónustumiðstöð

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 22.11.2022, lögð fram beiðni um heimild bæjarráðs til töku tilboðs lægstbjóðanda í fjölnota vörubifreið fyrir þjónustumiðstöð umhverfissviðs.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur að veita umbeðna heimild til töku tilboðs lægstbjóðanda í fjölnota vörubifreið fyrir þjónustumiðstöð umhverfissviðs.

Gestir

  • Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 10:23

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2206361 - Umsókn um námsleyfi

Frá mannauðsdeild, dags. 23. nóvember, lögð fram umsögn um umsókn Herdísar Þórau Snorradóttur um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir að veita launað námsleyfi í allt að þrjá mánuði árið 2023 á meðan diplómanám í farsæld barna stendur yfir og þar til lokapróf klárast, í samráði við yfirmann. Launað námsleyfi er bundið því skilyrði að unnið sé áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu sem nemur þreföldu námsleyfinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2208033 - Umsókn um námsleyfi

Frá mannauðsdeild, dags. 23. nóvember, lögð fram umsögn um umsókn Ingunnar Mjallar Birgisdóttur um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir að veita launað námsleyfi í allt að þrjá mánuði árið 2023 á meðan nám í verkefnastjórn stendur yfir og þar til lokapróf klárast, í samráði við yfirmann. Launað námsleyfi er bundið því skilyrði að unnið sé áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu sem nemur þreföldu námsleyfinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.2208714 - Umsókn um námsleyfi

Frá mannauðsdeild, dags. 23. nóvember, lögð fram umsögn um umsókn
Sunnu Ólafsdóttur um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir að veita launað námsleyfi í allt að 40 daga árið 2023 á meðan fjölskyldumeðferðarnám stendur yfir og þar til lokapróf klárast, í samráði við yfirmann. Launað námsleyfi er bundið því skilyrði að unnið sé áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu sem nemur þreföldu námsleyfinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.2209023 - Umsókn um námsleyfi 2022 - skrif meistararitgerðar

Frá mannauðsdeild, dags. 22. nóvember, lögð fram umsögn um umsókn Sigríðar Bjargar Tómasdóttur um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir að veita launað námsleyfi í allt að tvo mánuði árið 2023 vegna skrifa meistararitgerðar í opinberri stjórnsýslu, í samráði við yfirmann. Launað námsleyfi er bundið því skilyrði að unnið sé áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu sem nemur þreföldu námsleyfinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.2208874 - Umsókn um námsleyfi

Frá mannauðsdeild, dags. 23. nóvember, lögð fram umsögn um umsókn Rakelar Aspar Björnsdóttur um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir að veita launað námsleyfi í allt að þrjá mánuði árið 2023 á meðan nám í iðjuþjálfunarfræði stendur yfir og þar til lokapróf klárast, í samráði við yfirmann. Launað námsleyfi er bundið því skilyrði að unnið sé áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu sem nemur þreföldu námsleyfinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

12.2210815 - Umsókn um námsleyfi

Frá mannauðsdeild, dags. 23. nóvember, lögð fram umsögn um umsókn Hrannar Sigríðar Steinsdóttur um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir að veita launað námsleyfi í allt að fimm mánuði árið 2023 á meðan nám í foreldra- og uppeldisfræðslu stendur yfir og þar til lokapróf klárast, í samráði við yfirmann. Launað námsleyfi er bundið því skilyrði að unnið sé áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu sem nemur þreföldu námsleyfinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

13.2208873 - Umsókn um námsleyfi

Frá mannauðsdeild, dags. 23. nóvember, lögð fram umsögn um umsókn Bergdísar Geirsdóttur um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir að veita launað námsleyfi í allt að fjóra mánuði árið 2023 á meðan meistaranám í leikskólakennarafræði stendur yfir og þar til lokapróf klárast, í samráði við yfirmann. Launað námsleyfi er bundið því skilyrði að unnið sé áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu sem nemur þreföldu námsleyfinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

14.22114972 - Umsókn um námsleyfi

Frá mannauðsdeild, dags. 23. nóvember, lögð fram umsögn um beiðni Soffíu Karlsdóttur um tilfærslu á áður samþykktu námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir að flytja þegar samþykkt launað námsleyfi í allt að þrjá mánuði frá haustönn 2022 yfir á vorönn 2023, á meðan nám í opinberri stjórnsýslu stendur yfir og þar til lokapróf klárast, í samráði við yfirmann. Launað námsleyfi er bundið því skilyrði að unnið sé áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu sem nemur þreföldu námsleyfinu og að unnt verði að haga leyfinu á þann hátt að ekki þurfi afleysingu.

Ýmis erindi

15.22114847 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

16.22115376 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, 63. mál.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 (gjaldstofn fasteignaskatts), 63. mál.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

17.22114973 - Alþjóðadagur fatlaðs fólks 3. desember

Frá Öryrkjabandalagi Íslands, dags. 23.11.2022, lagt fram erindi þar sem vakin er athygli á alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember.
Lagt fram.

Ýmis erindi

18.22114987 - Sameiginlegt umdæmisráð barnaverndarþjónustu í Kraganum

Frá SSH dags. 23.11.2022, lagt fram erindi um umdæmisráð barnaverndar höfuðborgarsvæðisins. Óskað er eftir því að framkvæmdastjóra sveitarfélagsins verði veitt ótakmarkað umboð til undirritunar eftirfarandi:

Samnings um rekstur umdæmisráðs barnaverndar.
Viðauka 1 við samning um rekstur umdæmisráðs barnaverndar.
Skipunarbréfa ráðsmanna.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Sigrún Þórarinsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 10:05

Fundargerðir nefnda

19.22115169 - Fundargerð 407. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 23.11.2022

Fundargerð 407. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 23.11.2022.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

20.2211018F - Íþróttaráð - 125. fundur frá 24.11.2022

Fundargerð í 55 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.2211019F - Skipulagsráð - 132. fundur frá 28.11.2022

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
  • 21.6 2210266 Urðarhvarf 12. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga Ragnars Magnússonar arkitekts fh. lóðarhafa dags. 12. október 2022 að breyttu deiliskipulagi Vatnsenda - Athafnasvæðis. Breytingin nær aðeins til lóðarinnar Urðarhvarfs 12.
    Í tillögunni felst að byggingarreitur hækkar úr 5 hæðum og kjallara í 6 hæðir og kjallara og byggingarreitur bílageymslu breytist og færist til suðurs að lóðarmörkum.
    Heildarbyggingarmagn eykst úr 3.800 m² í 8.500 m², þar af um 1.500 m² í niðurgrafinni bílageymlsu.
    Gert er ráð fyrir einu bílastæði á hverja 50 m² í atvinnuhúsnæði og einu stæði á hverja 100 m² í geymslum í allt 130 stæði þar af um 50 stæðum í niðurgrafinni bílageymslu. Stærð lóðar Urðarhvarfs 12 er skv. fasteignaskrá 4.664 m². Nýtingarhlutfall er 0,9 og verður 1.83. Áður en aðalteikningar verða lagðar fyrir byggingarfulltrúa til afgreiðslu er gerð krafa um að byggingaráform verði lögð fyrir skipulagsráð til afgreiðslu.
    Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag sem samþykkt var í bæjarstjórn 25. september 2001 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 15. janúar 2001 m.s.br.
    Á fundi skipulagsráðs 17. október 2022 var afgreiðslu frestað.
    Meðfylgjandi: Uppfærður uppdráttur dags. 17. nóvember 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 132 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 21.13 2209780 Tónahvarf 12. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju umsókn Gunnars Sigurðssonar arkitekts, ódagsett, f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 12 við Tónahvarf.
    Í breytingunni felst stækkun byggingarreits um 3 x 6,4 metra á suðausturhluta lóðarinnar, um alls 19 m² þar sem komið verður fyrir inntaks- og lagnarými jarðhæð. Í breytingunni fellst einnig hækkun byggingarreits um 2 metra miðlægt á lóðinni svo tæknibúnaður geti staðið ofan efsta kóta.
    Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 23. júní.
    Á fundi skipulagsráð 3. október 2022 var samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Tónahvarfs 7, 9, 10, Turnahvarfs 2 og 4.
    Kynningartíma lauk 18. nóvember 2022, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 132 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

22.2211006F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 158. fundur frá 24.11.2022

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.
  • 22.2 2211281 Óskað eftir sveitarfélögum til þátttöku við að þróa aðlögunaraðgerðir vegna loftlagsbreytinga
    Frá Byggðastofnun dags. 2.11.2022. óskað eftir aðkomu nokkurra sveitarfélaga við að móta aðferðafræði fyrir sveitarfélög til þess að bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga. Erindi vísað til umhverfis- og samgöngunefndar af stjórnsýslusviði 8. nóvember 2022 Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 158 Umhverfis- og samgöngunefnd hefur áhuga á að Kópavogur taki þátt í verkefninu. Vísað til bæjarráðs til afgreiðslu. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fundargerðir nefnda

23.22115336 - Fundargerð 40. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 21.11.2022

Fundargerð 40. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 21.11.2022.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.22115335 - Fundargerð 40. eigendafundar stjórnar Strætó frá 21.11.2022

Fundargerð 40. eigendafundar stjórnar Strætó frá 21.11.2022.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

25.22115357 - Fundargerð 362. fundar stjórnar Strætó frá 18.11.2022

Fundargerð 362. fundar stjórnar Strætó frá 18.11.2022.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

26.22115396 - Fundargerð ársfundar byggðarsamlaganna frá 18.11.2022

Fundargerð ársfundar byggðarsamlaganna frá 18.11.2022.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

27.22115395 - Fundargerð 46. aðalfundar stjórnar SSH frá 18.11.2022

Fundargerð 46. aðalfundar stjórnar SSH frá 18.11.2022.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

28.22115519 - Fundargerð 9. fundar Heilbrigðisnefndar Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 28.11.2022

Fundargerð 9. fundar Heilbrigðisnefndar Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 28.11.2022.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

29.2011589 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um stöðu gerðar viðbragðsáætlunar til að draga úr loftmengun

Frá bæjarfulltrúa Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, fyrirspurn um stöðu gerðar viðbragðsáætlunar til að draga úr loftmengun
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 11:16.