Bæjarráð

2696. fundur 08. ágúst 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1307008 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 30. júlí

89. fundur

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu  byggingarfulltrúa.

2.1307591 - Beiðni um launað námsleyfi

Frá sviðsstjóra, dags. 31. júlí, umsókn um 6 mánaða launað námsleyfi á vorönn 2014.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra og starfsmannastjóra til umsagnar.

3.1307405 - Hlíðasmári 15, Diner. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá laganema f.h. bæjarlögmanns, lagt fram erindi Sýslumannsins í Kópavogi dags. 19. júlí, þar sem óskað er eftir umsögn um X-strengur ehf., kt. 480212-1180, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veitingastað í flokki II, á staðnum Diner, að Hlíðasmára 15, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

4.1307565 - Smiðjuvegur 2, Hrói höttur. Beiðni um umsögn

Frá laganema f.h. bæjarlögmanns, lagt fram erindi Sýslumannsins í Kópavogi, dags. 30. júlí, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Horfinn heimur ehf., kt. 691208-1920, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veitingastofu og greiðasölu í flokki I, á staðnum Hrói Höttur, að Smiðjuvegi 2, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að

staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

5.1305482 - Hjóla og göngutenging milli Kársness og Nauthólsvíkur - Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7. ágúst, umsögn um tillögu um hjóla- og göngutengingu milli Kársness og Nauthólsvíkur.

Lagt fram.

Ólafur Þór Gunnarsson þakkar framlagt svar.

6.1307527 - Umsókn um námsleyfi

Frá leikskólakennara, dags. 23. júlí, óskað eftir 9 mánaða launuðu námsleyfi veturinn 2014 - 2015.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs og starfsmannastjóra til umsagnar.

7.1307403 - Viðtalstímar bæjarfulltrúa - haust 2013

Frá bæjarritara, tillaga að viðtalstímum bæjarfulltrúa haustið 2013.

Lagt fram.

8.1308061 - Lausir gámar. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð óskar eftir minnisblaði byggingarfulltrúa um reglur um gáma á lóðum og yfirlit yfir stöðu gáma á lóðum í bænum.

Ólafur Þór Gunnarsson"

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

9.1308062 - Góður árangur Breiðabliks í Evrópudeildinni. Ályktun bæjarráðs.

"Bæjarráð Kópavogs fagnar árangri Breiðabliks í Evrópudeildinni í knattspyrnu en undrast að ekki hafi verið tekið tillit til óska Breiðabliks um breytt leikjafyrirkomulag.  Með því má segja að liðinu hafi verið refsað fyrir góðan árangur."

10.1308063 - Auðar íbúðir. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirritaður óskar eftir yfirliti yfir auðar íbúðir í bænum, sem eru í eigu íbúðalánasjóðs eða fjármálastofnana.

Hjálmar Hjálmarsson"

11.1308065 - Reglur um úthlutun félagslegs húsnæðis. Bókun frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður óskar eftir því að félagsmálaráð endurskoði reglur vegna úhlutunar félagslegs leiguhúsnæðis.

Hjálmar Hjálmarsson"

Fundi slitið - kl. 10:15.