Bæjarráð

3121. fundur 09. mars 2023 kl. 08:15 - 10:54 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2212466 - Lántökur Kópavogsbæjar 2023 - Framhaldsmál

Frá deildarstjóra hagdeildar, dags. 7. mars 2023, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að taka allt að 1,5 milljarða að láni, í samræmi við fjárhagsáætlun 2023, til að fjármagna
framkvæmdir og að einhverju leiti endurfjármagna framkvæmdalán bæjarins á árinu
2023.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2303310 - Hörðuvallaskóli

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 7. mars 2023, lögð fram tillaga að skipulagsbreytingu við Hörðuvallaskóla.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar menntaráðs.

Gestir

  • Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar - mæting: 09:22
  • Sindri Sveinsson, rekstrarstjóri menntasviðs - mæting: 09:22
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 09:22

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2212425 - Endurnýjun kjarasamningsumboðs og samkomulag um launaupplýsingar

Frá mannauðsstjóra, dags. 7. mars, lagt fram samkomulag um sameiginlega ábyrgð vegna gagnalóns þar sem upplýsingum úr launakerfi Kópavogsbæjar verður, með milligöngu Origo miðlað í miðlægt gagnalón á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Gagnalónið er liður í söfnun upplýsingar um laun og önnur starfskjör starfsfólks sveitarfélaga sem undirbúnings m.a. fyrir kjaraviðræður.
Bæjarráð frestar erindinu.

Gestir

  • Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri - mæting: 08:42

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.23011551 - Markaðsstofa Kópavogs ses.

Frá lögfræðideild, dags. 7. mars 2023, lagt fram minnisblað um Markaðsstofu Kópavogs ses.
Lagt fram.

Ýmis erindi

5.23021571 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf, 25. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 28.02.2023, lagt fram til umsagnar tillala til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf, 25. mál.


Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

6.2303066 - Bréf frá Eftirlitsnefnd vegna fjárhagsáætlunar 2023

Frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 01.03.2023, lagt fram erindi vegna fjárhagsáætlunar 2023. Óskað er eftir því að bréfið verði lagt fyrir í sveitarstjórn til afgreiðslu.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, deildarstjóri hagdeildar - mæting: 08:33

Ýmis erindi

7.23021114 - Bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga. Orkuskipti og útfösun jarðefnaeldsneytis

Frá Samtökum orkusveitarfélaga, lögð fram bókun stjórnar um orkuskipti og útfösun jarðefnaeldsneytis.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fundargerðir nefnda

8.2303075 - Fundargerð 411. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 28.02.2023

Fundargerð 411. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 28.02.2023.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

9.2303148 - Fundargerð 476. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 24.01.2023

Fundargerð 476. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 24.01.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2303149 - Fundargerð 477. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 14.02.2023

Fundargerð 477. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 14.02.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2303206 - Fundargerð 366. fundar stjórnar Strætó frá 24.02.2023

Fundargerð 366. fundar stjórnar Strætó frá 24.02.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2303385 - Fundargerð 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.02.2023

Fundargerð 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.02.2023.
Lagt fram.

Theódóra S. Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 10:20.

Fundargerðir nefnda

13.2302019F - Skipulagsráð - 138. fundur frá 06.03.2023

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
  • 13.7 22115502 Hrauntunga 91. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 25. nóvember 2022 þar sem umsókn Ellerts Más Jónssonar f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs.
    Á lóðinni er raðhús á tveimur hæðum byggt árið 1966, alls 214,3 m² að flatarmáli. Ekki er í gildi deiliskipulag á lóðinni. Í breytingunni felst að byggt verði við húsið skýli yfir hluta svala á eftir hæð, 24,8 m² að flatarmáli. Byggingarmagn eykst úr 214,3 m² í 239,1 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,36 í 0,4. Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100, 1:500 dags. 20. október 2022.
    Á fundi skipulagsráðs 5. desember 2022 var afgreiðslu frestað, vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 8. desember 2022.
    Á fundi skipulagsráðs 19. desember 2022 var afgreiðslu frestað. Þá lagt fram minnisblað lögfræðideildar um höfundarrétt dags. 13. janúar 2023. Á fundi skipulagsráðs 16. janúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 24. febrúar 2023, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 138 Skipulagsráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur og Hákons Gunnarssonar í ljósi þeirra fordæma sem eru á svæðinu og að engar athugasemdir hafi borist úr grenndarkynningu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 13.9 2212442 Urðarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Baldurs Ólafs Svavarssonar arkitekts dags. 6. desember 2022 fh. lóðarhafa Urðarhvarfs 10, tillaga að breyttu deiliskipulagi. Almennt er vísað í gildandi deiliskipulag Vatnsenda ? Athafnasvæði samþykkt í bæjarstjórn 25. september 2001 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 15. janúar 2002 með seinni breytingu sem birt var í B- deild Stjórnartíðinda 5. nóvember 2021 gerir ráð fyrir breyttum lóðamörkum og stækkar lóð í 5.915 m².
    Í tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Urðarhvarf 10 felst aukning á byggingarmagni á lóð úr 3.800 m² í 5.900 m² þar af um 2.200 m² í kjallara. Nýtingarhlutfall eykst úr 0.65 í 1.
    Ytri byggingarreitur breytist og færist til vesturs um 3 metra vegna stoðveggjar sem þegar hefur verið byggður á lóðarmörkum Urðarhvarfs 8 og 10. Byggingarreitur kjallara stækkar til suðurs og verður hann að hluta til á tveimur hæðum. Gert verður ráð fyrir 134 stæðum á lóð þar af 34 stæðum í niðurgrafinni bílageymslu. Gert verður ráð fyrir 40 reiðhjólum á lóð og þar af verði helmingur hjóla í lokuðu rými í kjallara eða á lóð. Klæðning og byggingarefni verði umhverfisvottuð. Á fundi skipulagsráðs 19. desember 2022 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 2. mars 2023, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 138 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 13.10 2210266 Urðarhvarf 12. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Ragnars Magnússonar arkitekts fh. lóðarhafa dags. 12. október 2022 að breyttu deiliskipulagi Vatnsenda - Athafnasvæðis. Breytingin nær aðeins til lóðarinnar Urðarhvarfs 12. Í tillögunni felst að byggingarreitur hækkar úr 5 hæðum og kjallara í 6 hæðir og kjallara og byggingarreitur bílageymslu breytist og færist til suðurs að lóðarmörkum.
    Heildarbyggingarmagn eykst úr 3.800 m² í 8.500 m², þar af um 1.500 m² í niðurgrafinni bílageymslu.
    Gert er ráð fyrir einu bílastæði á hverja 50 m² í atvinnuhúsnæði og einu stæði á hverja 100 m² í geymslum í allt 130 stæði þar af um 50 stæðum í niðurgrafinni bílageymslu. Stærð lóðar Urðarhvarfs 12 er skv. fasteignaskrá 4.664 m². Nýtingarhlutfall er 0,9 og verður 1.83. Áður en aðalteikningar verða lagðar fyrir byggingarfulltrúa til afgreiðslu er gerð krafa um að byggingaráform verði lögð fyrir skipulagsráð til afgreiðslu. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag sem samþykkt var í bæjarstjórn 25. september 2001 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 15. janúar 2001 m.s.br.
    Á fundi skipulagsráðs 17. október 2022 var afgreiðslu frestað. Á fundi skipulagsráðs 28. nóvember 2022 var lagður fram uppfærður uppdráttur dags. 17. nóvember 2022 og samþykkt var að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 2. mars 2023, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 138 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

14.2303002F - Menntaráð - 110. fundur frá 07.03.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2303504 - Fundargerð 11. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 06.03.2023

Fundargerð 11. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 06.03.2023.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:54.