Bæjarráð

3128. fundur 04. maí 2023 kl. 08:15 - 10:45 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson, aðalmaður boðaði forföll og Ásdís Kristjánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23042208 - Staða kjaraviðræðna

Mannauðsstjóri fer yfir stöðu kjaraviðræðna.
Kynning.

Gestir

  • Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2011157 - Jafnlaunakerfi Kópavogsbæjar

Mannauðsstjóri kynnir.
Kynning.

Gestir

  • Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.23042054 - Staða uppbyggingar nýs Kársnesskóla

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 25.04.2023, lagðar fram upplýsingar um stöðu uppbyggingar nýs Kársnesskóla, ásamt minnisblaði lögmanns Kópavogbæjar er varðar málefnið dags. 25.04.2023. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum 27. apríl og fól sviðsstjóra umhverfissviðs að taka saman frekari upplýsingar fyrir næsta fund. Nú lögð fram umbeðin gögn.



Trúnaðarmál.

Gestir

  • Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður - mæting: 09:00
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri - mæting: 09:00
  • Björg Baldursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla - mæting: 09:00
  • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 09:00
  • Stefán L. Stefánsson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 09:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2305168 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um minnisblað bæjarlögmanns um tillögu umhverfissviðs um grenndargáma

Frá lögfræðideild, dags. 2. maí 2023, lagt fram minnisblað um tillögu umhverfissviðs um grenndargáma að beiðni bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur.
Lagt fram.

Ýmis erindi

5.2304732 - Umsókn um stofnframlög vegna íbúðakaupa í Kópavogi 2023

Frá Brynju leigufélagi ses., dags. 11. apríl 2023, lögð fram umsókn um stofnframlög vegna íbúðakaupa í Kópavogi 2023.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn um stofnframlag í samræmi við erindi bréfritara.

Ýmis erindi

6.23042145 - Til umsagnar frumvarp til laga um kosningalög o.fl. (ýmsar breytingar), 945. mál

Frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, dags. 26. apríl 2023, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um kosningalög o.fl.(ýmsar breytingar), 945. mál.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

7.23042052 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.), 922. mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 25. apríl, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustuo.fl.), 922. mál.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

8.2305155 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026, 978. mál

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 28.04.2023, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026,978. mál.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

9.23042092 - Til umsagnar frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu, 956. mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 26. apríl 2023, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu, 956. mál.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

10.2305144 - Innviðaráðuneytið vekur athygli á frumvarpi um breytingar á kosningalögum

Frá innviðaráðuneyti, dags. 28.04.2023,lagt fram erindi þar sem vakin er athygli á að frumvarp um breytingar á kosningalögum er nú til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Í frumvarpinu eru lagðar til frekari breytingar á 133. gr. sveitarstjórnarlaga sem fjallar um íbúakosningar sveitarfélaga en regluverk þar að lútandi var einfaldað með lagabreytingu. Öll hafa tækifæri til að veita stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis umsögn um frumvarpið en ráðuneytið hvetur sveitarfélögin sérstaklega til að skoða málið og veita umsögn.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Fundargerðir nefnda

11.2304006F - Ungmennaráð - 39. fundur frá 26.04.2023

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2304016F - Lista- og menningarráð - 153. fundur frá 26.04.2023

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2304023F - Menntaráð - 113. fundur frá 02.05.2023

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2304018F - Íþróttaráð - 131. fundur frá 27.04.2023

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2305151 - Fundargerð 5. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna frá 03.03.2023

Fundargerð 5. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna frá 03.03.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2305153 - Fundargerð 6. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna frá 13.03.2023

Fundargerð 6. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna frá 13.03.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2305154 - Fundargerð 7. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna frá 04.04.2023

Fundargerð 7. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna frá 04.04.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2305306 - Fundargerð 369.fundar stjórnar Strætó frá 21.04.2023

Fundargerð 369.fundar stjórnar Strætó frá 21.04.2023.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

19.2305379 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Bergljótar Kristinsdóttur um hvort Kópavogsbær hyggst ganga til samninga við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að taka málið á dagskrá með afbrigðum.



Undirrituð óskar svara við því hvort Kópavogsbær hyggst að ganga til samninga við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks. Ef svarið er jákvætt er óskað eftir upplýsingum um áætlaðan fjölda sem samningurinn mun ná til og hvenær gera megi ráð fyrir niðurstöðu.



Bergljót Kristinsdóttir
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar sviðsstjóra velferðarsviðs.

Fundi slitið - kl. 10:45.