Frá lögfræðideild, dags. 24.08.2023, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 23.08.2023, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kópavogsbæjar, kt. 700169-3759, um tímabundið áfengisleyfi og tækifærisleyfi til að mega halda árshátíð Kópavogsbæjar þann 30. september 2023 frá kl. 18:30-01:00, í íþróttahúsinu að Dalsmára 5, 201 Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Lagt fram. Bæjarstjóra falið að leggja fram endurskoðað skipurit á næsta fundi bæjarráðs.