Frá deildarstjóra gatnadeildar, lögð fram tillaga að hámarkshraðaáætlun Kópavogsbæjar. Tillagan var samþykkt í umhverfis- og samgöngunefnd þann 19.12.2023 og vísað til skipulagsráðs og bæjarráðs til samþykktar. Skipulagsráð tók tillöguna fyrir á fundi sínum þann 05.02.2024 og var eftirfarandi bókað:
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að hámarkshraðaáætlun Kópavogsbæjar með þremur atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Kristins D. Gissurarsonar. Gunnar Sær Ragnarsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.