Bæjarráð

3170. fundur 11. apríl 2024 kl. 08:15 - 12:33 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2402871 - Okkar Kópavogur 2024 - 2027

Frá verkefnastjóra íbúatengsla, kynning á verkefninu Okkar Kópavogur sem fram fer í fimmta sinn árin 2024-2025.
Kynnt.

Gestir

  • Sigrún María Kristinsdóttur verkefnastjóri íbúatengsla - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24031219 - Málefni Kóraskóla

Sviðsstjóri menntasviðs og deildarstjóri grunnskóladeildar fara yfir málefni Kóraskóla.
Umræður.

Gestir

  • Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, mannauðsstjóri - mæting: 09:10
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 09:10
  • Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar - mæting: 09:10

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2312266 - Aðstöðumál frjálsíþróttadeildar Breiðabliks

Frá sviðsstjórum mennta- og umhverfissviðs, lögð fram umsögn um erindi Breiðabliks um aðstöðumál frjálsíþróttadeildar.
Lagt fram.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 09:50
  • Gunnar Guðmundsson deildarstjóri - mæting: 09:50

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.23112060 - Keppnisvöllur við Kórinn. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs dags. 12. mars 2024 að breytingu á deiliskipulaginu, Hörðuvellir - Heilsu-, íþrótta- og fræðasetur samþykkt í bæjarstjórn 19. júlí 2005 með síðari breytingum og Hörðuvellir Miðsvæði, samþykkt í bæjarstjórn 28. ágúst 2014 en heildarskipulag sem er í gildi á svæðinu er deiliskipulag Hörðuvalla samþykkt 24. júlí 2003. Tillagan er unnin af VA arkitektum fyrir umhverfissvið. Afmörkun deiliskipulagsbreytingarinnar er lóð Vallakórs 12-16 en þar er íþróttaaðstaða HK ásamt Kóraskóla. Lóðin er um 6.89 hektarar að stærð. Í breytingunni felst að breyta núverandi knattvelli norðan við Kórinn þannig að hann uppfylli kröfur KSÍ til knattleikja í efstu deild en þar er kveðið á um lágmarksfjölda áhorfenda í sætum með yfirbyggðu þaki auk aðstöðu fyrir fjölmiðla og flóðlýsingu. Tillagan gerir ráð fyrir yfirbyggðri áhorfendastúku, tengibyggingu á milli stúku og núverandi fjölnota íþróttahúss. Í kringum keppnisvöllinn er öryggissvæði samkvæmt stöðlum KSÍ sem heimilt er að girða af. Í tengibyggingunni er gert ráð fyrir skrifstofum og starfsemi tengdri íþróttasvæðinu s.s. veislusal, hóparými, félagsrými o.fl. Fyrirhuguð aukning byggingarmagns á lóðinni er samtals 6.400 m², þar af 2.120 m² fyrir tengibyggingu. Heildarbyggingarmagn á lóðinni verður samtals 40.500 m² og nýtingarhlutfall 0,59. Lóðin er stækkuð á þann hátt að norðausturhorn hennar færist til að rýmka fyrir nýjum byggingarreit fyrir yfirbyggða áhorfendastúku og til þess að snúa sjálfum vellinum þannig að áhorfendastúkan verði fyrir miðju vallarins. Lóðin er stækkuð til norðurs og austurs um 1200 m² eða 0,12 ha.

Bæjarráð tók málið fyrir 21. mars og vísaði málinu til frekari undirbúnings hjá bæjarstjóra. Nú lagt fram að nýju.
Bæjarráð felur sviðsstjórum umhverfissviðs, fjármálasviðs og menntasviðs að vinna áfram nánari þarfa-, útgjalda- og kostnaðargreiningu á sviðsmynd 1.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:00
  • Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar - mæting: 10:00
  • Auður D. Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi - mæting: 10:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.23092222 - Tilfærsla verkefna og safnkosts Héraðsskjalasafns Kópavogs

Frá bæjarlögmanni, dags. 09.04.2024, lagt fram minnisblað vegna yfirfærslu safnkosts Héraðsskjalsafns Kópavogs til Þjóðskjalasafns Íslands. Lagt er til við bæjarráð að fallið verði frá tillögu 11 sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar þann 25. apríl 2023.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum með vísan til minnisblaðs bæjarlögmanns að leggja til við bæjarstjórn að fallið verði frá samþykkt bæjarstjórnar frá 25. apríl 2023 á tillögu nr. 11. vegna breytinga á stjórnsýslu menningarmála. Theodóra S. Þorsteinsdóttir og Helga Jónsdóttir situr hjá.

Bæjarráð felur forstöðumanni menningarmála að ræða við Sögufélag Kópavogs um áhrif breytingana á starfsemi félagsins þ.m.t. aðstöðu félagsins.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir leggur til að málinu verði vísað til umsagnar lista- og menningarráðs. Tillagan er felld með þrem atkvæðum gegn atkvæði Theodóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Helgu Jónsdóttur.

Bókun frá Helgu Jónsdóttur:
,,Undirrituð hefur óskað eftir greinargerð sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um ferlið í stjórnsýslu þessa máls frá því að meirihlutinn tók ákvörðun um að leggja héraðsskjalasafnið niður 25. apríl 2023. Beinist beiðnin m.a. að gildi samþykkta fyrir Héraðsskjalasafnið og hvenær störfum safnsins telst lokið, réttarstöðu starfsmanna safnsins og stöðu þeirra, safnkostinum og ráðstöfun hans sem og samskiptum við samstarfsaðila eins og Sögufélagið. Nauðsynlegt er að slík greinargerð liggi fyrir áður en undirrituð getur tekið afstöðu til málsmeðferðar.
Helga Jónsdóttir"

Bókun:
"Undirritaðar óska eftir frestun og:

Óska eftir kostnaðaráætlun vegna bæði flutnings safnkostsins og varðveislu hans í Þjóðskjalasafni
Óska eftir upplýsingum um hver áform eru um þau gögn sem tilheyra munasafni og handbókasafni sem heyra undir Héraðsskjalasafn Kópavogs.
Óska eftir upplýsingum um umfang þeirra gagna sem hefur borist Héraðsskjalasafni Kópavogs síðan yfirlit um safnkost var tekið saman fyrir rúmu ári.
Óska eftir uppfærðri afhendingaráætlun gagna frá Héraðsskjalasafni Kópavogs til Þjóðskjalasafns.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir"

Tillögu að frestun máls er hafnað með þremur atkvæðum. Ósk um gögn og upplýsingar er vísað til afgreiðslu bæjarritara.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 11:15
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri vék af fundi kl. 12:15

Ýmis erindi

6.24041093 - Reiðstígur um Vatnsendahlíð austur

Frá Hestamannafélaginu Spretti, dags. 31.03.2024, lagt fram erindi varðandi reiðstíg um austurhluta Vatnsendahlíðar.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Fylgiskjöl:

Ýmis erindi

7.24041043 - Aðalfundur betri samgangna ohf 2024

Frá stjórn Betri samgangna ohf. dags. 05.04.2024, lagt fram fundarboð vegna aðalfundar 2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2404005F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 390. fundur frá 05.04.2024

Fundargerð í fjórum liðum.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnnar.

Fundargerðir nefnda

9.24041050 - Fundargerð 494. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 05.03.2024

Fundargerð 494. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 05.03.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.24032894 - Fundargerð 946. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.03.2024

Fundargerð 946. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.03.2024. Lögð fram að nýju með fylgigögnum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

11.24041168 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um starfshætti yfirkjörstjórnar Kópavogs

Frá bæjarfulltrúa Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur lögð fram eftirfarandi fyrirspurn:

Undirrituð óskar eftir upplýsingum um starfshætti yfirkjörstjórnar Kópavogs. Hvernig er aðgengi varafulltrúa að gögnum og fundargerðum háttað og eru til staðar starfsreglur kjörstjórnar?

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til bæjarritara.

Fundi slitið - kl. 12:33.