Bæjarráð

3175. fundur 30. maí 2024 kl. 08:15 - 10:47 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Orri Vignir Hlöðversson formaður
 • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
 • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Helga Jónsdóttir aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.24051700 - Úthlutun Vatnsendahvarfs. 2. áfangi

Lögð fram að nýju drög að úthlutunarskilmálum vegna úthlutunar 2. áfanga Vatnsendahvarfs. Málinu var frestað á fundi bæjarráðs þann 16. maí sl.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bókun:
"Með samþykkt þessara úthlutunarskilmála eru virtar að vettugi skuldbindingar bæjarfélagsins lögum samkvæmt sem og í húsnæðisáætlun Kópavogsbæjar, aðalskipulagi Kópavogsbæjar og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins um framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði til að fullnægja búsetuþörfum allra félagshópa.

Afgreiðsla meirihlutans á úthlutunarskilmálunum tekur ekkert mið af þessum skuldbindingum og markmiðum, sem byggjast á þeirri reynslu að markaðurinn hefur ekki getað leyst þær fjölbreyttu þarfir sem ungir, tekjulágir, námsmenn og fleiri hópar samfélagsins hafa. Kópavogsbær hefur ekki staðið að almennri lóðaúthlutun í 9 ár en því miður tapast hér gullið tækifæri til að leiðrétta þá skekkju, sem orðið hefur með uppbyggingu fjárfesta á þróunarreitum þar sem arðsemiskrafa er leiðarljósið."

Bergljót Kristinsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Helga Jónsdóttir


Bókun:
"Í þessari úthlutun er nær eingöngu um par-, rað- og einbýlishús að ræða. Meiri- og minnihluta greinir á um leiðir að því marki hvernig sem flestir geti eignast þak yfir höfuðið. Hér er verið að auka framboð á lóðum í Kópavogi og slíkt framboð kemur öllum húsnæðismarkaðinum til góða. Mikið hefur verið kallað eftir auknu framboði íbúða á almennan markað og hér er brugðist við því ákalli."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson

Gestir

 • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24052331 - Til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir), 1114. mál

Frá bæjarlögmanni og sviðsstjóra menntasviðs. Umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Umræður

Gestir

 • Sindri Sveinsson, rekstrarstjóri menntasviðs - mæting: 08:45
 • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 08:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.23121195 - Tillögur starfshóps um húsnæðismál Slökkviliðs höfuborgarsvæðisins bs.

Erindi barst upphaflega frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins 19. desember 2023, með framkvæmdaáætlun um uppbyggingu slökkvistöðva á höfuðborgarsvæðinu. Í erindinu var óskað eftir lóðarvilyrði fyrir tiltekinni lóð í Tonahvarfi undir slökkvistöð. Erindið var tekið fyrir á 3157. fundi bæjarráðs og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarstjórn tók málið fyrir á 1291. fundi sínum og vísaði málinu að nýju til bæjarráðs til frekari efnismeðferðar.Málið er nú tekið fyrir að nýju og lögð fram beiðni umhverfissviðs um heimild bæjarráðs til þess að vinna málið áfram í samræmi við framlagt svar, dags. 28. maí 2024, sem miðar að því að undirbúa nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi og stækkun lóðar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðna heimild til þess að vinna málið áfram í samræmi við beiðni umhverfissviðs.

Ýmis erindi

4.24053362 - Úttekt og skoðun á verklagi og verkferlum við eftirlit bæjarráðs með stjórnsýslu og fjármálastjórn bæjarins

Lögð fram tillaga bæjarráðs um að hefja þegar í stað úttekt og skoðun á verklagi og verkferlum við eftirlit bæjarráðs með stjórnsýslu og fjármálastjórn bæjarins.
Bæjarráð gerir svofellda samþykkt samhljóða:

Bæjarráð samþykkir að hefja þegar í stað úttekt og skoðun á verklagi og verkferlum við eftirlit bæjarráðs með stjórnsýslu og fjármálastjórn bæjarins og við undirbúning og gerð ársreiknings. Til verksins verði fenginn utanaðkomandi sérfræðingur, sá hinn sami og vinnur að endurskoðun bæjarmálasamþykktar Kópavogs. Markmiðið er að skýra ábyrgð, hlutverk og verkefni og efla eftirlitshlutverk bæjarráðs. Skoðaðir verði kostir þess og gallar að koma á fót innri endurskoðun bæjarins og endurskoðunarnefnd í samræmi við ábendingar endurskoðanda. Samstaða er um að nánari útfærsla verkefnisins verði í erindisbréfi, sem fulltrúar meirihluta og minnihluta vinni með sérfræðingnum og lagt verði fyrir bæjarráð til samþykktar. Lagt verður upp með að nýtt fyrirkomulag verði samþykkt í haust og taki gildi fyrir gerð og endurskoðun ársreiknings Kópavogsbæjar fyrir árið 2024.

Ýmis erindi

5.24052465 - Umsókn um lóð við Kambaveg í Hvarfa hverfi

Lagt fram erindi Bergs verktaka, dags. 17. maí 2024, þar sem óskað er eftir úthlutun lóðar sem staðsett er sunnan Tónahvarfs 12 og Turnahvarfs 2 og norðan Kambsvegar. Tillaga bréfritara gengur út á að byggja á um 3000 m2 lóð tvö lágreist hús, samtals um 1200m2 að grunnfleti.
Bæjarráð hafnar erindinu með vísan til þess að ekki er skilgreind lóð á umbeðnu svæði.

Ýmis erindi

6.24052544 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030, 1036. mál

Frá atvinnuveganefnd Alþingis lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030, 1036. mál. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 5. júní 2024.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.

Fundargerðir nefnda

7.2405007F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 393. fundur frá 17.05.2024

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.24052665 - Fundargerð 394. fundar stjórnar Strætó frá 17.05.2024

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2405003F - Íþróttaráð - 142. fundur frá 23.05.2024

Fundargerð í 33 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2405012F - Leikskólanefnd - 163. fundur frá 23.05.2024

Fundagerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2405008F - Lista- og menningarráð - 164. fundur frá 24.05.2024

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2405010F - Velferðarráð - 133. fundur frá 27.05.2024

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.24053368 - Fundargerð 24. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 27.05.2024

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

14.24053113 - Ósk bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um mat á kjörgengi þeirra fulltrúa í fastanefndum bæjarstjórnar sem jafnframt eru starfsmenn stofnana bæjarins sem tilheyra undir viðkomandi nefnd

Lagt fram erindi frá Sigurbjörgu E. Egilsdóttur, bæjarfulltrúa Pírata, þar sem óskað er eftir því að fram fari mat, skv. 35. gr. bæjarmálasamþykktar, á kjörgengi þeirra fulltrúa í fastanefndum bæjarstjórnar sem jafnframt eru starfsmenn stofnana bæjarins sem heyra undir viðkomandi fastanefnd.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Fundi slitið - kl. 10:47.