Bæjarráð

3219. fundur 19. júní 2025 kl. 08:15 - 10:25 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Thelma Bergmann Árnadóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23042054 - Staða uppbyggingar nýs Kársnesskóla

Bæjarráð óskaði á fundi sínum 15.05.2025 eftir að fá upplýsingar um áfallinn kostnað og áætlaða lokaniðurstöðu vegna verksins á næsta fund bæjarráðs. Nú lagðar fram upplýsingar um áætlaða lokaniðurstöðu verksins.
Kynning og umræður.

Bókun;
"Undirrituð óskar eftir því að fá rökstuðning fyrir því hvers vegna uppgjörið er trúnaðarmál."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir


Fundarhlé hófst kl. 10:13, fundi fram haldið kl. 10:25


Bókun:
"Óskað hefur verið eftir rökstuðningi fyrir því hvers vegna uppgjörið er trúnaðarmál í fundargerð. Það er vegna þess að Kópavogur stendur í málaferlum gegn fyrrum verktaka og í samræmi við ráðleggingar lögfræðinga bæjarins er ekki unnt að birta allar upplýsingar opinberlega að svo stöddu. Trúnaður er nauðsynlegur til að gæta hagsmuna Kópavogsbæjar á meðan á málaferlunum stendur."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson

Gestir

  • Ármann Halldórasson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:15
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfisviðs - mæting: 08:15
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir, skrifstofustjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.25041007 - Útboð lóðar undir atvinnuhúsnæði. Urðarhvarf 12

Frá yfirlögfræðingi, breyttir úthlutunarskilmálar vegna lóðarinnar Urðarhvarfs 12.
Bæjarráð vísar með þremur atkvæðum, gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Thelmu B. Árnadóttur framlögðum drögum að úthlutunarskilmálum lóðarinnar Urðarhvarfs 12 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir yfirlögfræðingur - mæting: 09:05

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.25031774 - Úthlutun Vatnsendahvarfs 3. áfangi - einbýlishúsalóðir

Tillaga dags. 12. júní 2025 að úthlutun einbýlishúsalóða við göturnar Sólarhvarf, Skýjahvarf, Skyggnishvarf og Skírnishvarf í Vatnsendahvarfi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Thelmu B. Árnadóttur tillögu að úthlutun einbýlishúsalóða við Sólarhvarf Skýjahvarf, Skyggnishvarf og Skírnishvarf fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir yfirlögfræðingur - mæting: 09:20

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.25031774 - Úthlutun Vatnsendahvarfs 3. áfangi - parhúsalóðir.

Tillaga dags. 13. júní 2025 að úthlutun parhúsalóða við Stöðvarhvarf og Skírnishvarf í Vatnsendahvarfi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Thelmu B. Árnadóttur tillögu að úthlutun parhúsalóða við Stöðvarhvarf og Skírnishvarf fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir, yfirlögfræðingur. - mæting: 09:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2504549 - Erindisbréf skipulags- og umhverfisráðs.

Lagt fram uppfært erindisbréf skipulags- og umhverfisráðs til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar drögum að erindisbréfi skipulags- og umhverfisráðs til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Steinn S. Finnbogason lögfræðingur - mæting: 09:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.25032722 - Erindisbréf lýðheilsu- og íþróttanefndar

Lagt fram uppfært erindisbréf lýðheilsu- og íþróttanefndar til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar drögum að erindisbréfi lýðheilsu- og íþróttanefndar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Steinn S. Finnbogason lögfræðingur - mæting: 09:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2503189 - Erindisbréf innkaupanefndar

Lagt fram uppfært erindisbréf innkaupanefndar til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar breytingum að erindisbréfi innkaupanefndar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Steinn S. Finnbogason lögfræðingur - mæting: 09:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2309103 - Erindisbréf menntaráðs

Lagt fram uppfært erindisbréf menntaráðs til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar breytingum að erindisbréfi menntaráðs til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Steinn S. Finnbogason lögfræðingur - mæting: 09:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.25031854 - Erindisbréf menningar- og mannlífsnefndar

Lagt fram uppfært erindisbréf menningar- og mannlífsnefndar til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar drögum að erindisbréfi menningar- og mannlífsnefndar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Steinn S. Finnbogason lögfræðingur - mæting: 09:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.25061252 - Erindisbréf leikskólanefndar

Lagt fram uppfært erindisbréf leikskólanefndar til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar breytingum að erindisbréfi leikskólanefndar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Steinn S. Finnbogason lögfræðingur - mæting: 09:45

Ýmis erindi

11.25061047 - Áskorun til sveitarfélaga vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði

Frá Félagi atvinnurekenda, dags. 10.06.2025, lagt fram erindi þar sem sveitarfélögin eru hvött eindregið til að lækka álagningarprósentu fasteignaskatta og halda þannig sköttum á atvinnuhúsnæði óbreyttum á milli ára.



Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2506003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 420. fundur frá 06.06.2025

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.25061220 - Fundargerð 516. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 14.05.2025

Fundargerð 516. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 14.05.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.25061352 - Fundargerð 271. fundar stjórnar frá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisns 25.04.2025

Fundargerð 271. fundar stjórnar frá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisns 25.04.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2506004F - Skipulags- og umhverfisráð - 10. fundur frá 16.06.2025

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.
  • 15.4 25022517 Umhverfisviðurkenningar: Gata ársins 2025
    Lagðar fram tilnefningar til götu ársins í Kópavogi árið 2025.
    Karen Jónasdóttir verkefnastjóri umhverfismála gerði grein fyrir erindinu.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 10 Tillaga að götu ársins í Kópavogi 2025 samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 15.5 25061031 Vatnsendahlíð, Vatnsvík og Kjóavellir. Skipulagslýsing.
    Lögð fram skipulagslýsing dags. 13. júní 2025, sbr. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2019 - 2040, breytingar á deiliskipulagi Vatnsendahlíðar Þing, samþykkt. dags. 13. janúar 2009 m.s.br., fyrir nýtt deiliskipulag Vatnsvíkur og breytingar á deiliskipulagi Kjóavalla, samþykkt dags. 8. júlí 2008 m.s.br. Skipulagslýsing er unnin af Kópavogsbæ. Skipulagslýsing fjallar um áform um að breyta skipulagi til að skipuleggja samfellda og vistvæna íbúðabyggð í Vatnsendahlíð og Vatnsvík, í góðum tengslum við núverandi byggð og innviði. Einnig er fjallað um áform um að lagt verði mát á þörf og fyrirkomulag uppbyggingar þjónustumiðstöðvar og hún eftir atvikum skipulögð við Kjóavelli. Einnig lögð fram samráðsáæltun sem er viðauki skipulagslýsingar dags. 10. júní 2025.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 10 Samþykkt með vísan til 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð skipulagslýsing dags. 13. júní 2025 verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 15.6 25061207 Hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar.
    Lagt fram erindi Landssamtaka hjólreiðamanna dags. 22. apríl 2025 sem var vísað til skipulags- og umhverfisráðs frá bæjarráði. Einnig er lögð fram greinargerð umhverfissviðs til bæjarráðs um uppfærslu hjólreiðaáætlunar, dags. 2. júní 2025. Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 10 Lagt fram. Umræður. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að stofnaður verði starfshópur um nýja hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 10:25.