Bæjarráð

3220. fundur 03. júlí 2025 kl. 08:15 - 10:34 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson, aðalmaður boðaði forföll og Svava Halldóra Friðgeirsdóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Elísabet Berglind Sveinsdóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Thelma Bergmann Árnadóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Hákon Gunnarsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Indriði Ingi Stefánsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá
Bæjarráð fer með umboð bæjarstjórnar í sumarleyfi hennar.

Theódóra S. Þorsteinsdóttir fer með fundarstjórn í fjarveru formanns og varaformanns.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.25032527 - Fannborgarreitur. Uppfært uppbyggingarsamkomulag

Lagt fram til samþykktar uppfært uppbyggingarsamkomulag um Fannborgarreitinn. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum 05.06.2025. Nú jafnframt lagt fram minnisblað yfirlögfræðings sem hefur yfirfarið drög að uppbyggingarsamkomulaginu.
Fundarhlé hófst kl. 8:26, fundi fram haldið kl. 9:43

Tillaga frá fulltrúum minnihluta um frestun erindisins er hafnað með þremur atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Thelmu B. Árnadóttur.

Bæjarráð samþykkir með þrem atkvæðum, gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Thelmu B. Árnadóttur uppfært samkomulag um uppbyggingu á skipulagssvæðinu Fannborgarreitur (B1-1).


Bókun:
"Undirrituð telja að undirritun þessa uppbyggingarsamkomulags sé ótímabært enda margt óljóst í samkomulaginu til að mynda 25 metra reglan um aðgengi hreyfihamlaðra rétt eins kemur fram í fundargerð Notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks frá 19. júní 2025.

Undirrituð harma að íbúar hafi ekki fengið að koma fyrr að ferlinu og leggjum enn og aftur til að settur verði á laggirnar „samráðsvettvangur“ eða nokkurs konar „miðbæjarráð“ sem vinna mun samhliða framkvæmdunum ef og þegar þær hefjast. Þar munu eiga sæti fulltrúar frá Kópavogsbæ, lóðarrétthafa, íbúar úr Fannborg og Hamraborg auk sérfræðinga sem myndu hafa verkstjórn í ferlinu.

Undirrituð óska eftir frestun á afgreiðslu erindisins."

Indriði I. Stefánsson
Thelma B. Árnadóttir
Hákon Gunnarsson
Theódóra S. Þorsteinsdóttir


Bókun:
"Undirritaður bendir á tilgangsleysi þess að hafa forgangsrétt að íbúðum á markaðsvirði fyrir félagsþjónustuna. Eðlilegra væri að fá forkaupsrétt að íbúðum á kostnaðarverði, eigi að kaupa íbúðir á markaðsvirði mætti bara kaupa íbúðirnar, enda varla tilgangurinn að fá ákveðnar íbúðir frekar en aðrar. Það verður að telja ólíklegt að bærinn nýti sér þetta þar sem kostnaðurinn verði of mikill og slík ákvæði sjaldan nýtt þegar um nýjar dýrar íbúðir er að ræða."

Indriði I. Stefánsson.


Bókun:
"Ekkert samtal hefur farið fram við íbúa í Fannborg 3-9 sem þegar hafa greitt fyrir 36 bílastæði ári sbr staðfestingu Endurskoðunar hf frá 30 nóvember 1981. Þau eru tekin af þeim einhliða af aðilum samkomulagsins.

Þarna er meðalhófsreglan þverbrotin eins og víða í þessu ferli."

Hákon Gunnarsson


Bókun:
"Uppbyggingarsamkomulagið er uppfærsla á gildandi samkomulagi, er bæði skýrara og ítarlegra og til hagsbóta fyrir Kópavogsbæ og íbúa.

Meirihlutinn hafnar því að undirritun uppbyggingarsamkomulagsins sé ótímabær. Samkomulagið byggir á vönduðu ferli sem staðfest hefur verið á fjölmörgum stigum skipulags- og stjórnsýsluferlisins. Ljóst er að mikil þörf er á að endurnýja og þróa miðbæ Kópavogs og skapa þar vistvænt, lifandi og aðlaðandi umhverfi með blöndu íbúða og þjónustu.

Í uppbyggingarsamkomulaginu er meðal annars tiltekið að samskiptavettvangur fyrir íbúa verði með tengiliði frá Kópavogsbæ og uppbyggingaraðila. Upplýsingafundur hefur verið haldinn með íbúum og verða haldnir áfram fyrir hvern fasa á framkvæmdatíma.

Varðandi aðgengismál hreyfihamlaðra tekur meirihlutinn þá gagnrýni alvarlega. Skýrt hefur komið fram að byggingarleyfi verða ekki veitt nema fyrir liggi fullnægjandi og lögbundnar lausnir sem tryggja aðgengi allra, þar með talið þeirra sem reiða sig á stuttar leiðir frá bílastæðum að inngöngum. Meirihlutinn leggur áherslu á að allar framkvæmdir taki mið af byggingarreglugerð og þeim kröfum sem þar eru gerðar."

Svava H. Friðgeirsdóttir
Andri S. Hilmarsson
Elísabet B. Sveinsdóttir
Ásdís Kristjánsdóttir


Bókun:
"Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa ekki veitt neinar upplýsingar til íbúa síðustu sjö ár og alls ekkert samráð átt sér stað. Það er ekki til meiri upplýsingaóreiða en að veita engar upplýsingar.
Það er enginn ágreiningur um mikilvægi uppbyggingar í miðbæ Kópavogs heldur mikilvægi þess að íbúar fái aðkomu að ákvarðanatöku sem og upplýsingar um þær ákvarðanir sem teknar eru.
Nýta hefði mátt síðustu sjö ár mun betur við heildaruppbyggingu í miðbænum."

Indriði I. Stefánsson
Thelma B. Árnadóttir
Hákon Gunnarsson
Theódóra S. Þorsteinsdóttir


Bókun:
"Í skipulagsferlinu sjálfu sem lauk árslok 2021 var samráð haft við íbúa langt umfram það sem skipulagslög gera ráð fyrir. Skipulagsvinnan tók mið af lögbundnu ferli með opnum kynningum, samráði við íbúa og ítrekað verið fjallað um uppbygginguna á fundum bæjarstjórnar, skipulagsráðs og í fjölmiðlum. Það er því alrangt sem minnihlutinn heldur fram að ekkert samráð hafi átt sér stað sl. sjö ár!

Uppbygging miðbæjarins er mikilvægt hagsmunamál fyrir alla bæjarbúa og einmitt þess vegna hefur verið unnið að verkefninu af fagmennsku, þó ekki sé alltaf samstaða um allar útfærslur. Meirihlutinn tekur undir að gagnsæi og samtal skipti miklu enda er sérstaklega fjallað um útfærslu á því í uppbyggingarsamkomulaginu til þess að tryggja að það takist sem best."

Svava H. Friðgeirsdóttir
Andri S. Hilmarsson
Elísabet B. Sveinsdóttir
Ásdís Kristjánsdóttir

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogadóttir, skrifstofustjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfisviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24111323 - Gjaldskrár 2025

Lagðar fram til kynningar uppfærðar gjaldskrár Kópavogsbæjar fyrir árið 2025 sem tóku gildi 01.07.2025.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2309103 - Erindisbréf menntaráðs

Lagt fram uppfært erindisbréf menntaráðs til fullnaðar afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagt erindisbréf menntaráðs.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.25061252 - Erindisbréf leikskólanefndar

Lagt fram uppfært erindisbréf leikskólanefndar til fullnaðar afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttir og Thelmu B. Árnadóttur framlagt erindisbréf leiksskólanefndar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.25031088 - Háahvarf 2 - Beiðni um heimild til veðsetningar.

Beiðni lóðarhafa Háahvarfs 2 um heimild til veðsetningar lóðarinnar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Thelmu B. Árnadóttur umbeðna heimild á veðsetningu lóðarinnar Háahvarfi 2.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.25042769 - Hlíðarhvarf 1 - Beiðni um heimild til veðsetningar

Beiðni lóðarhafa Hlíðarhvarfs 1 um heimild til veðsetningar lóðarinnar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Thelmu B. Árnadóttur beiðni lóðarhafa Hlíðarhvarfs 1 um heimild til veðsetningar lóðarinnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.25031774 - Úthlutun Vatnsendahvarfs 3. áfangi. Tillaga að úthlutun raðhúsalóða.

Tillga að úthlutun raðhúsalóða við göturnar Stöðvarhvarf, Sólarhvarf, Skýjahvarf og Skyggnishvarf í Vatnsendahvarfi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Thelmu B. Árnadóttur framlagða tillögu að úthlutun í raðhúsalóðir við göturnar Stöðvarhvarf, Sólarhvarf, Skýjahvarf og Skyggnishvarf í Vatnsendahvarfi.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.25031774 - Úthlutun Vatnsendahvarfs 3. áfangi

Tillaga að úthlutun fjölbýlishúsalóða við göturnar Stöðvarhvarf og Skólahvarf í Vatnsendahvarfi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Thelmu B. Árnadóttur framlagða tillögu að úthlutun fjölbýlishúsalóða við göturnar Stöðvarhvarf og Skólahvarf í Vatnsendahvarfi.

Ýmis erindi

9.25061869 - Skipulag skógræktar - leiðbeiningar um val á landi til skógræktar

Frá Vinum íslenskrar náttúru, dags. 04.06.2025, lagt fram erindi varðandi leiðbeiningar um val á landi til skógræktar.
Erindinu vísað til skipulags- og umhverfisráðs.

Fundargerðir nefnda

10.2505025F - Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks - 20. fundur frá 03.06.2025

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2506006F - Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks - 21. fundur frá 19.06.2025

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2506018F - Velferðar- og mannréttindaráð - 6. fundur frá 23.06.2025

Fundargerð í þrettán liðum.
Lagt fram.
  • 12.6 2504798 Endurskoðun á gjaldskrá vegna akstursþjónustu fyrir fatlað fólk
    Lögð fram til afgreiðslu endurskoðuð gjaldskrá ásamt breytingum á reglum um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Niðurstaða Velferðar- og mannréttindaráð - 6 Velferðar- og mannréttindaráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði og staðfestingar í bæjarstjórn. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum gjaldskrá og reglur um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk.

Fundargerðir nefnda

13.25061792 - Fundargerð 981. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13.06.2025

Fundargerð 981. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13.06.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.25061828 - Fundargerð 982. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga frá 16.06.25

Fundargerð 982. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga frá 16.06.25.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.25062110 - Fundargerð 139. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 13.06.25

Fundargerð 139. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 13.06.25.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.25062923 - Fundargerð 609. fundar stjórnar SSH frá 16.06.25

Fundargerð 609. fundar stjórnar SSH frá 16.06.25.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2507116 - Fundargerð 408. fundar stjórnar Strætó frá 13.06.2025

Fundargerð 408. fundar stjórnar Strætó frá 13.06.2025.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

18.2507117 - Fyrirspurn varabæjarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar vegna hjáleiða við stígaframkvæmdir

Frá varabæjarfulltrúa Indriða Inga Stefánssyni, dags. 01.07.2025, lögð fram fyrirspurn vegna hjáleiða við stígaframkvæmdir.
Umræður.

Bæjarráð vísar málinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 10:34.