Bæjarráð

3221. fundur 17. júlí 2025 kl. 08:15 - 11:11 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Elísabet Berglind Sveinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Einar Örn Þorvarðarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Þórarinn Hjörtur Ævarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Indriði Ingi Stefánsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir yfirlögfræðingur
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2505570 - Ráðning þjónustustjóra Kópavogsbæjar

Frá hæfnisnefnd, lögð fram tillaga að ráðningu ásamt rökstuðningi.
Sigríður Þrúður Stefánsdóttir vék af fundi kl. 8:35

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að Loftur Steinar Loftsson verði ráðinn þjónustustjóri Kópavogsbæjar. Einar Þorvarðarson sat hjá.

Gestir

  • Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2507949 - Ferli fjárhags- og fjárfestingaráætlunar 2026 lögð fram til kynningar

Frá bæjarstjóra, lögð fram til kynningar fjárhags- og fjárfestingaráætlun fyrir árið 2026.
Lagt fram. Umræður.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2209119 - Flutningur Sorpu af Dalvegi 1

Frá bæjarstjóra, dags. 15.07.2025, lögð fram tillaga að framlengingu á uppsögn leigusamnings Sorpu Dalvegi.
Bókun:
,,Fulltrúar Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Vina Kópavogs í bæjarráði Kópavogs fagna því að bæjarstjórinn hafi séð ljósið og ákveðið að fresta lokun endurvinnslustöðvar Sorpu við Dalveg sem áætluð var 1. september 2025. Frestunin er í samræmi við tillögu sömu fulltrúa sem lögð var fram í bæjarráði 13. febrúar s.l. og var hafnað af fulltrúum meirihlutans þann 20. febrúar s.l."

Hlé var gert á fundi kl. 9:03. Fundi framhaldið kl. 9:15

,,Framtíðarsýn meirihlutans fyrir reitinn við Dalveg er skýr: Þar verður byggð upp þjónusta sem fellur betur að svæðinu og mætir þörfum Kópavogsbúa til framtíðar. Það breytist ekki þótt tímabundinn frestur sé veittur.
Hugmyndasamkeppni um þróun á reitnum lauk í lok júní. Í ljósi þess að tímalína verkefnisins liggur nú fyrir teljum við rétt að veita eðlilegt svigrúm þar sem það kemur ekki til með að hafa áhrif á þróun og undirbúningsvinnu á svæðinu."


Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.25041781 - Erindisbréf velferðar- og mannréttindaráðs

Lagt fram uppfært erindisbréf velferðar- og mannréttindaráðs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagt erindisbréf velferðar - og mannréttindaráðs.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.25061207 - Hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar.

Lagt fram erindi Landssamtaka hjólreiðamanna dags. 22. apríl 2025 sem var vísað til skipulags- og umhverfisráðs frá bæjarráði. Einnig er lögð fram greinargerð umhverfissviðs til bæjarráðs um uppfærslu hjólreiðaáætlunar, dags. 2. júní 2025.

Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 10

Lagt fram. Umræður. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að stofnaður verði starfshópur um nýja hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar.

Niðurstaða

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögu um skipan hópsins í samræmi við umræður fundarins.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.25012787 - Nónsmári 1-17. breytt deiliskipulag. Beiðni um endurupptöku máls

Frá bæjarlögmanni, dags. 10.02.2025, lögð fram umsögn um beiðni um endurupptöku máls. Umsögn lögfræðideildar lögð fram 13.02.2025. Bæjarráð frestaði málinu 13.02.2025 og áréttaði ósk um álit bæjarlögmanns á endurupptöku málsins. Bæjarráð tók málið fyrir 20.02.2025 og 03.04.2025 og frestaði því.

Bókun:

"Hlutverk bæjarfulltrúa, sem þiggja umboð sitt frá kjósendum, er að gæta að hag heildarinnar þó ekki þannig að réttur einstaklinga sé fyrir borð borinn. Þetta mál á sér forsögu. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála synjaði 18. október 2023 kröfu um að fella úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs um að hafna tillögu um breytingu deiliskipulags Nónhæðar. Sú krafa kom frá sama aðila og nú biður aftur um endurskoðun. Staðfesting úrskurðarnefndarinnar byggðist á því markmiði skipulagslaga að réttaröryggis skuli gætt og að almenningi sé gefinn kostur á að hafa áhrif á skipulagsákvarðanir stjórnvalda. Úrskurðað var að málefnalegt hafi verið og í samræmi við málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttar og lögmætisregluna að litið væri til samráðs sem hafði átt sér stað við málsmeðferð fyrri breytinga.



Endurupptaka stjórnsýslumáls samkvæmt 24.gr. stjórnsýslulaga er leið til að leiðrétta rangar ákvarðanir. Réttaröryggi krefst þess að stjórnsýsluákvarðanir séu að jafnaði endanlegar nema sterk rök réttlæti breytingar, svo sem verulegir formgallar eða ný gögn sem hefðu breytt niðurstöðu málsins. Deiliskipulag er veigamikil stjórnsýsluákvörðun. Til að viðhalda trausti almennings á stjórnvöldum þarf slík ákvörðun að njóta virðingar. Í bréfi bæjarritara til bæjarráðs kemur fram að upplýsingar um annmarka á íbúðagerð gagnvart skipulagsskilmálum hafi legið fyrir, þegar ákvörðun var tekin, þó svo að ekki hafi verið sérstaklega vakin athygli á þeim. Vera kunni að afstaða bæjarstjórnar hefði orðið önnur, ef sjónarmiðin hefðu verið gerð skýrari frá upphafi. Skipulagsfulltrúa bendir á að það sé á ábyrgð hönnuða að koma íbúðum fyrir svo að þær uppfylli byggingarreglugerð, með hliðsjón af skipulagsskilmálum. Við skoðun á grunnmynd hússins telur skipulagsfulltrúi mögulegt að endurskipuleggja íbúðir þannig að dagsbirta berist úr tveimur áttum, til dæmis með því að minnka íbúðir á endum og stækka þær í miðjuhluta hússins.



Það er skylda bæjarstjórnar að gæta réttaröryggis og því aðeins á að endurupptaka stjórnsýsluákvörðun að nýjar upplýsingar eða sönnunargögn komi fram, form- eða efnisannmarkar séu á ákvörðun eða ákvörðunin hafi byggst á bersýnilega röngum lagalegum eða efnislegum forsendum. Staðfest er með fyrirliggjandi mótmælum íbúa í grenndinni að afstaða þeirra til deiliskipulagsins er óbreytt frá því að málsmeðferð sem var undanfari deiliskipulagsins var leidd til lykta. Í þessu máli eru skilyrði til þess að endurupptaka stjórnsýsluákvörðun alls ekki fyrir hendi."





Helga Jónsdóttir

Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Sigurbjörg E. Egilsdóttir

Bergljót Kristinsdóttir.



Fundarhlé hófst kl. 9:13, fundi fram haldið kl. 9:40.

Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum þann 10.04.2025.
Bókun:
,,Samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga á aðili máls rétt á því að mál verði tekið til meðferðar á ný ef stjórnvaldsákvörðun í því hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, hafi upplýsingarnar sem byggt var á haft þýðingu við ákvörðun málsins. Að virtum þeim álitum sem aflað hefur verið frá lögfræðiþjónustu bæjarritara er það mat undirritaðra að skilyrði séu fyrir endurupptöku málsins séu fyrir hendi og fallast beri á beiðni lóðarhafa um endurupptöku ákvörðunar bæjarstjórnar frá 12. mars 2024 um að synja því að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna Nónsmára 11-17 og Nónsmára 1-9.

Í þessu samhengi er hins vegar mikilvægt að hafa í huga að ákvörðun um að heimila endurupptöku og auglýsa boðaðar breytingar þá felst ekki samþykki fyrir breytingu á deiliskipulagi. Tilgangur auglýsingar er að kynna tillögu að nýju eða breyttu skipulagi fyrir þeim sem kunna að eiga hagsmuni og gefa þeim færi á að koma með athugasemdir.

Orri Hlöðversson,
Ásdís Kristjánsdóttir,
Andri Steinn Hilmarsson,
Elísabet Sveinsdóttir."

Hlé var gert á fundi kl. 9:50. Fundi framhaldið kl. 10:10

,,Undirrituð harma þessa niðurstöðu meirihluta bæjarráðs og vísa til fyrri bókunar fulltrúa Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Vina Kópavogs um sama mál frá 10. apríl 2025.

Undirrituð lýsa furðu á afgreiðslu málsins. Sé það ófullnægjandi kynning að birta gögn með máli án þess að leggja sérstaklega áherslu á þau, sérstaklega þegar sem um er að ræða gögn sem ættu ekki að hafa áhrif á afgreiðslu málsins af hálfu bæjarins, er hætt við í samræmi við þessa niðurstöðu að fleiri ákvarðanir bæjarins séu ófullnægjandi þar sem sjaldnast eru allir hlutir málsins reifaðir.

Þetta opnar á endurupptöku fleiri mála.

Bergljót Kristinsdóttir
Einar Örn Þorvarðarson
Indriði Ingi Stefánsson
Þórarinn Ævarsson"

Hlé var gert á fundi kl. 10:15. Fundi framhaldið kl. 10:29.

,,Endurupptaka í þessu máli byggist á því að ákveðnir þættir sem lágu fyrir í gögnum en voru ekki dregnir fram með nægilegum hætti gætu hafa haft áhrif á afstöðu bæjarfulltrúa við fyrri afgreiðslu. Engin fordæmi eru þar með gefin um endurupptöku annarra mála.
Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Andri Steinn Hilmarsson
Elísabet Sveinsdóttir"


Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæði að heimila endurupptöku málsins gegn atkvæðum Einars Þorvarðarsonar og Þórarins H. Ævarssonar.

Gestir

  • Harri Ormarsson lögfræðingur

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.25062410 - Beiðni um heimild til veðsetningar.

Beiðni lóðarhafa um heimild til veðsetingar lóðarinnar Skýjahvarfs 2.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Einars Þorvarðarsonar og Þórarins Ævarssonar umbeðna heimild á veðsetningu lóðarinnar Skýjahvafi 2.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.25052263 - Beiðni um heimild til veðsetningar.

Beiðni lóðarhafa Heiðarhvarfs 1-3 og 9-11 um heimild til veðsetningar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Einars Þorvarðarsonar og Þórarins Ævarssonar umbeðna heimild á veðsetningu lóðarinnar Heiðarhvarfs 1-3 og 9-11.

Ýmis erindi

9.2507589 - Fræðsla um hinsegin málefni fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga

Frá innviðaráðuneyti, dags 04.07.2025, lagt fram erindi þar sem tilkynnt er að ráðuneytið býður kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga til fræðslufundar um hinsegin málefni. Samtökin ´78 sjá um fræðsluna en markmiðið er auka þekkingu sveitarstjórnarfólks á réttindum og félagslegri stöðu hinsegin fólks.
Lagt fram.

Ýmis erindi

10.2507852 - Bókun 610. fundar stjórnar SSH. 6 mánaða skýrsla Betri samgangna

Frá SSH, dags. 10.07.2025, lögð fram bókun um sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf.

Lagt fram til kynningar.

Fundargerðir nefnda

11.2506021F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 421. fundur frá 20.06.2025

Fundargerð í tíu liðum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með fimm atkvæðum.

Fundargerðir nefnda

12.2506028F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 422. fundur frá 04.07.2025

Fundargerð í 11 liðum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með fimm atkvæðum.

Fundargerðir nefnda

13.2506019F - Skipulags- og umhverfisráð - 11. fundur frá 07.07.2025

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.
  • 13.3 25043169 Silfursmári 1-7. Óveruleg breyting á aðalskipulagi
    Lögð er fram tillaga umhverfissviðs að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040, dags. 3. júlí 2025, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga er unnin af Kópavogsbæ. Breytingin felur í sér að skilmálar fyrir hámarkshæðir húsa við Silfursmára 1-7 eru hækkaðar í allt að 11 hæðir, sú efsta inndregin. Samhliða breytingu á aðalskipulagi er lögð fram breyting á deiliskipulagi fyrir lóðina. Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 11 Fundarhlé kl. 15:34, fundi fram haldið kl. 15:37.

    Samþykkt með vísan til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð frestar málinu og óskar eftir kynningu frá skipulagsdeild á tillögunni.
  • 13.4 2411179 Silfursmári 1-7. Breytt deiliskipulag.
    Lögð er fram tillaga Klasa að breytingu á deiliskipulagi fyrir Silfursmára 1-7, dags. 3. júlí 2025, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér að byggðir verði allt að 22.970 m2 ofanjarðar af blandaðri byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis þar sem verði allt að 80 íbúðir. Einnig er heimild fyrir allt að 20.000 m2 neðanjarðar. Hús eru almennt á bilinu 2-5 hæðir en það hæsta allt að 11 hæðir, sú efsta inndregin. Markmið með tillögunni er m.a. að styrkja enn frekar svæðiskjarnann í Smáranum og tengja saman 201 Smára og Smáralind þannig að miðsvæðin tengist með byggð og torgsvæðum. Hún felur í sér að íbúðum er fjölgað um 62 frá fyrra deiliskipulagi og stuðlar að auknum lífsgæðum með fjölbreyttu mannlífi, verslun og þjónustu. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:000 dags. 2. júlí 2025 og aðskilinni greinargerð dags. 2. júlí 2025. Einnig lagt fram samgöngumat fyrir Silfursmára 1-7 unnið af VSÓ dags. 30. júní 2025 og minnisblað um frumathugun á vindafari unnið af Veðurvaktinni, dags. 11. nóv. 2025.
    Halldór Eiríksson arkitekt frá Tark, Svava Þorleifsdóttir landslagsarkitekt frá Landslagi, Smári Ólafsson umferðar- og samgönguverkfræðingur hjá VSÓ, og Sólveig Jóhannsdóttir frá Klasa gerðu grein fyrir erindinu.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 11 Guðjón I. Guðmundsson tók sæti á fundinum kl. 15:51.

    Samþykkt með vísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð frestar málinu og óskar eftir kynningu frá skipulagsdeild á tillögunni.
  • 13.5 23112060 Keppnisvöllur við Kórinn. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga umhverfissviðs dags. 3. júlí 2025 að breytingu á deiliskipulaginu, Hörðuvellir - Heilsu-, íþrótta- og fræðasetur samþykkt í bæjarstjórn 19. júlí 2005 með síðari breytingum og Hörðuvellir Miðsvæði, samþykkt í bæjarstjórn 28. ágúst 2014 en heildarskipulag sem er í gildi á svæðinu er deiliskipulag Hörðuvalla samþykkt 24. júlí 2003.
    Í breytingunni felst nýr keppnisvöllur norðan Kórsins í samræmi við kröfur KSÍ til knattleikja í efstu deild m.a. m.t.t. lágmarksfjölda áhorfenda í sætum með yfirbyggðu þaki auk aðstöðu fyrir fjölmiðla og flóðlýsingu. Austan keppnisvallarins er gert ráð fyrir yfirbyggðri áhorfendastúku allt að 3000m². Áætlað heildarbyggingarmagn á lóðinni verður áfram samtals 41.500 m² og nýtingarhlutfall 0,61. Tillagan gerir auk þess ráð fyrir stækkun lóðarinnar um 600 m² úr 67.662m² í 68.262m² til norðurs og austurs.
    Freyr Snorrason verkefnastjóri og Ármann Halldórsson deildarstjóri framkvæmdadeildar gerðu grein fyrir erindinu.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 11 Samþykkt með vísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 13.7 23111613 Ásbraut. Nýtt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga umhverfissviðs að deiliskipulagi Ásbrautar dags. 20 júní 2025. Í tillögunni er göturými Ásbrautar endurhannað til að bæta stígakerfi og tryggja með samræmdum hætti örugga og greiða umferð gangandi og hjólandi. Tillagan er unnin af VSÓ ráðgjöf og umhverfissviði Kópavogsbæjar.
    Þá er einnig lagt fram minnisblað um fyrirkomulag hjólainnviða dags. 3. júlí 2025 og minnisblað um bílastæði dags. í júlí 2025.
    Kristjana H. Kristjánsdóttir verkefnastjóri gerði grein fyrir erindinu.

    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 11 Samþykkt með vísan til 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 13.9 25022006 Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram uppfærð umsókn Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts dags. 20. júní 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 7 við Smiðjuveg um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst 1485,1 m² viðbygging við núverandi húsnæði á lóðinni til vesturs. Viðbyggingin mun vera á einni hæð auk kjallara. Þak á fyrirhugaðri viðbyggingu verður í sömu hæð og þak núverandi byggingar. Einnig er fyrirhugað að byggja 35m² viðbyggingu á einni hæð við austurgafl hússins. Núverandi bílastæði færast niður í hluta af kjallaranum en þar er gert ráð fyrir um 14 bílastæðum í opnu kjallararými. Bílastæðum á lóðinni fækkar úr 81 í 69.
    Byggingarmagn eykst úr 3554 m² í 5039 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,5 í 0,7.
    Uppdrættir í mkv. 1:2000, 1:1000 og 1:500 dags. 20. júní 2025.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 11 Samþykkt með vísan til 1. mgr. 43. gr. skiipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 13.16 24032185 Kjóavellir - garðlönd. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Kjóavalla. Svæðið sem breytingin nær til er innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Í breytingunni felst að komið verði fyrir skólagörðum og garðlöndum í efri byggðum Kópavogs á opna svæðinu OP-5.10. Reiðleið sem liggur um opna svæðið norðan Markavegar færist nær fyrirhuguðum bílastæðum og meðfram henni að hluta til kemur mön sem skermir reiðleiðina frá opna svæðinu. Reiðleiðin sem liggur frá undirgöngum undir Vatnsendaveg og að Tröllakór verður að göngustíg sem heldur áfram um opna svæðið eins og núverandi göngustígar eru um svæðið. Stígur sem nær frá bílastæðum að suðurhluta íþróttahússins Kórsins verður aðgangsstýrður og hægt að aka á til að tryggja gott aðgengi stærri bíla að hleðsludyrum mannvirkisins þegar stórir viðburðir eru haldnir. Undirgöng undir Markaveg verða tekin út og upphækkuð gatnaþrenging sett inn í staðinn til að hægja á akandi umferð um Markaveg. Ný reiðleið kemur sunnan megin meðfram Markavegi og göngustígur fellur út og hann aðeins hafður norðan megin meðfram Markavegi. Þverun með upphækkaðri gatnaþrengingu verður sett inn austar á svæði breytinga sem tengir Heimsendasvæðið við svæðið sunnan Markavegar. Lóð fyrir fjarskiptamastur minnkar, fer úr 493 m² í 240 m². Einnig er fallið frá lóð númer 2 við Heimsenda og 23 bílastæðum við enda lóðar nr. 1 við Heimsenda. Fyrirkomulag annarra bílastæða, gámasvæðis, reiðleiða, tamninga- og hringgerðis innan svæði breytinga breytist lítillega. Heildarfjöldi bílastæða á svæðinu helst óbreyttur. Samhliða þessari breytingu breytast skipulagsmörk deiliskipulags Hörðuvalla- Tröllakórs til samræmis og aðlagast að gildandi deiliskipulagi Kjóavalla. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 3. mars 2025 var samþykkt að auglýsa tillöguna, var hún auglýst frá 3. apríl til 19. maí 2025. Athugasemdir bárust.
    Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 dags. 28. júní 2024, uppfærður 14. ágúst 2024 og 28. febrúar 202.
    Þá er einnig lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 13. júní 2025.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 11 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 13.17 24061530 Hörðuvellir- Tröllakór. Breytt skipulagsmörk.
    Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi Hörðuvalla- Tröllakórs. Í breytingunni felst aðlögun skipulagsmarka deiliskipulagsins til suðurs og suðvestur að mörkum aðliggjandi deiliskipulagssvæðis Kjóavalla. Skipulagssvæðið fer úr um 7 ha að flatarmáli í um 6 ha að flatarmáli. Göngustígur suðaustan megin við Tröllakór verður innan skipulagsmarka Hörðuvalla - Tröllakórs. Á fundi skipulagsráðs þann 1. júlí 2024 var samþykkt að auglýsa tillöguna, var hún auglýst frá 3. apríl til 19. maí 2025. Engar athugasemdir bárust.
    Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 dags. 28. júní 2024.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 11 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.

Fundargerðir nefnda

14.2507695 - Fundargerð 35. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 07.07.2025

Fundargerð 35. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 07.07.2025.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

15.2507941 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa um aðgengi að byggingum í Fannborg á framkvæmdartíma

Frá bæjarfulltrúm Vina Kópavogs, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar, lögð fram fyrirspurn varðandi aðgengi að byggingum í Fannborg á framkvæmdartíma.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 11:11.