Bæjarráð

3222. fundur 07. ágúst 2025 kl. 08:15 - 09:19 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir yfirlögfræðingur
Dagskrá
Bæjarráð fer með umboð bæjarstjórnar í sumarleyfi hennar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.25061964 - Úthlutun lóða Sólarhvarf 1.

Beiðni lóðarhafa, Sólarhvarfi 1, um heimild til veðsetningar lóðarinnar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theodóru Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur umbeðna heimild til veðsetningar lóðarinnar Sólarhvarfi 1.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.25042093 - Úthlutun lóða Hlíðarhvarf 11

Beiðni um heimild til að framselja lóðina Hlíðarhvarf 11.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theodóru Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur umbeðna heimild til framsals lóðarinnar Hlíðarhvarfi 11.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.23092869 - Húsnæði Mæðrastyrksnefndar Kópavogs - staða máls

Lagt fram minnisblað varðandi stöðu húsnæðismála.
Lagt fram og rætt.

Dofri Þórðarson deildarstjóri vék af fundi kl. 8:55.

Gestir

  • Dofri Þórðarson deildarstjóri fasteigna - mæting: 08:44

Ýmis erindi

4.2508009 - Ósk um viðræður vegna lóðar undir stúdentaíbúðir

Frá Byggingarfélagi námsmanna, lagt fram erindi varðandi ósk um viðræður vegna lóða undir stúdentaíbúðir.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fundargerðir nefnda

5.2507008F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 423. fundur frá 18.07.2025

Fundargerð í 25 liðum.
Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum fundargerð byggingarfulltrúa.

Fundargerðir nefnda

6.25071029 - Fundargerð 53. eigendafundar stjórnar Strætó frá 27.06.2025

Fundargerð 53. eigendafundar stjórnar Strætó frá 27.06.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.25071094 - Fundargerð 610. fundar stjórnar SSH frá 07.07.2025

Fundargerð 610. fundar stjórnar SSH frá 07.07.2025.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:19.