Bæjarráð

3226. fundur 11. september 2025 kl. 08:15 - 10:25 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og María Ellen Steingrímsdóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.25031723 - Gjaldskrár 2025 - frístundarstyrkur

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 09.09.2025, lagt fram minnisblað og tillögu um hækkun systkinaafsláttar í frístund.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa framlagðri tillögu bæjarstjóra til gerðar fjárhagsáætlunar.

Gestur vék af fundi kl. 8:26.

Bókun:
"Undirritaðar hefðu gjarnan viljað sjá að hækkun systkinaafsláttar í frístund tæki gildi á sama tíma og breyting á systkinaafslætti í leikskólum, þannig að afsláttarkerfin væru samræmd að nýju eins og áður var og tíðkast víðast hvar. Það er hins vegar raunhæf næstbesta niðurstaða að afgreiða málið samhliða vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs, þannig að breytingin geti tekið gildi um áramót."

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Helga Jónsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
María Ellen Steingrímsdóttir

Gestir

  • Sindri Sveinsson áhættu og fjárstýringarstjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2506404 - Beiðni um heimild til veðsetningar Heiðarhvarfs 5 - 7

Beiðni lóðarhafa um heimild til veðsetningar lóðanna Heiðarhvarf 7-7.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur og Maríu Ellenar Steingrímsdóttur umbeðna veðsetningu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.25071051 - Beiðni um heimild til veðsetningar Stöðvarhvarfs 13-17 og Sólarhvarfs 12-20.

Beiðni lóðarhafa um heimild til veðsetningar lóðanna Stöðvarhvarfs 13-17 og Sólarhvarfs 12-20.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur og Maríu Ellenar Steingrímsdóttur umbeðna veðsetningu.

Ýmis erindi

4.2509567 - Fyrirhuguð úttekt GRECO árið 2026 á sveitarfélögum

Frá dómsmálaráðuneytinu, dags. 05.09.2025, lagt fram erindi þar sem fram kemur að á næsta ári mun fram fara 6. úttekt á vegum GRECO (Samtök ríkja gegn spillingu á vegum Evrópuráðsins) sem beinist að sveitarfélögum á Íslandi.
Lagt fram.

Umræður

Fundargerðir nefnda

5.2508023F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 426. fundur frá 29.08.2025

Fundargerð í átta liðum.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

6.2508025F - Leikskólanefnd - 172. fundur frá 04.09.2025

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.2508002F - Menningar- og mannlífsnefnd - 6. fundur frá 03.09.2025

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2509004F - Velferðar- og mannréttindaráð - 8. fundur frá 08.09.2025

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2509424 - Fundargerð 983. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga frá 29.08.2025

Fundargerð 983. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga frá 29.08.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2509693 - Fundargerð 53. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 18.08.2025

Fundargerð 53. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 18.08.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2509436 - Fundargerð 517. fundar stjórnar Sorpu bs frá 18.06.2025

Fundargerð 517. fundar stjórnar Sorpu bs frá 18.06.2025.
Lagt fram.

Umræður.

Fundargerðir nefnda

12.2509437 - Fundargerð 518. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 18.08.2025

Fundargerð 518. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 18.08.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2509443 - Fundargerð 611. fundar stjórnar SSH frá 18.08.2025

Fundargerð 611. fundar stjórnar SSH frá 18.08.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2509507 - Fundargerð 612. fundar stjórnar SSH frá 01.09.2025

Fundargerð 612. fundar stjórnar SSH frá 01.09.2025.
Lagt fram.

Umræður.

Erindi frá bæjarfulltrúum

15.2509853 - Tillaga bæjarfulltrúa Vina Kópavogs, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar um vettvang fyrir samráð varðandi uppbyggingu og framkvæmd á miðbæjarsvæðinu

Frá bæjarfulltrúa Vina Kópavogs, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar, dags. 09.09.2025, lögð fram tillaga um samráðsvettvang bæjarins og framkvæmdaraðila við íbúa og aðra hagsmunaaðila á miðbæjarsvæðinu.
Fundarhlé hófst kl. 9:20, fundi fram haldið kl. 10:24

Bæjarráð hafnar tillögunni með þremur atkvæðum gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur og Maríu Ellenar Steingrímsdóttur

Bókun:
"Það sem minnihlutinn leggur til er þegar tryggt í uppbyggingarsamningi og formlegur vettvangur samskipta liggur fyrir. Þegar hafa verið tilnefndir einstaklingar í samskiptahóp á vegum Kópavogsbæjar og uppbyggingaraðila til að tryggja góða upplýsingagjöf á framkvæmdatímanum m.a. í upphafi og við lok hvers framkvæmdafasa. Hópurinn mun einnig svara spurningum sem varða hagsmuni íbúa og annarra á svæðinu. Þá hefur verið opnuð sérstök vefsíða þar sem íbúar geta kynnt sér stöðu framkvæmda, sent inn ábendingar og fylgst með íbúafundum. Markmið þeirrar vinnu er að tryggja gagnsæi og virkt samstarf.
Í gildi er deiliskipulag á miðbæjarsvæðinu sem unnið er eftir. Mikilvægt er að blanda ekki saman ólíkum stigum eins og gert er í tillögunni, annars vegar skipulagsferli og hins vegar uppbyggingu á grundvelli samþykkts skipulags.
Í skipulagsferlinu var athugasemdum Skipulagsstofnunar svarað og brugðist við þeim með fullnægjandi hætti. Það endurspeglast í því að deiliskipulagið var auglýst til gildistöku án nokkurra athugasemda.
Í greinargerð tillögunnar er vísað til viðhaldsframkvæmda í Geislagarðinum sem tengjast ekki miðbæjaruppbyggingunni fyrir utan að vera staðsett á sömu slóðum. Tekið verður sérstaklega á hnökrum í samskiptum vegna viðhaldsverkefna."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson


Bókun:
"Upplýsingavefsíða og þær aðgerðir sem lýst er í bókun meirihlutans þjónar alls ekki þeim tilgangi sem að er stefnt með tillögu okkar. Tillaga Skipulagsstofnunar, sem við gerðum að okkar, um vettvang samskipta milli Kópavogsbæjar, framkvæmdaraðila, íbúa og annarra hagsmunaaðila laut einmitt að framkvæmdunum sjálfum. Forsendan er sú að fyrirhugaðar framkvæmdir eru íþyngjandi umfram það sem þekkist. Hægt er að ná árangri, skilningi og samvinnu með vettvangi þar sem skipst er á upplýsingum, skoðunum og lausnum. Það sem framundan er kallar á virkt samtal milli Kópavogsbæjar, framkvæmdaraðila, íbúa og annarra hagsmunaaðila. Vefsíða og ábendingakerfi leggja ekki þann grunn sem þarf til að vinna með þeim sem verða fyrir íþyngjandi áhrifum í einkalífi sínu af deiliskipulagi sem bæjarstjórn samþykkti. Uppbyggingarsamningur bæjarins við einkaaðila vísar ábyrgð sem Kópavogsbær ber gagnvart íbúum á framkvæmdaraðila sem ekki fara með ábyrgð kjörinna fulltrúa."

María Ellen Steingrímsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir


Bókun:
"Samskiptahópurinn er vettvangur fyrir virkt samtal milli Kópavogsbæjar, framkvæmdaraðila, íbúa og hagsmunaaðila. Að öðru leyti vísum við til fyrri bókunar."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson

Fundi slitið - kl. 10:25.