Bæjarráð

3227. fundur 18. september 2025 kl. 08:15 - 09:51 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.25052398 - Beiðni bæjarfulltrúa Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Vina Kópavogs um upplýsingar varðandi starfslokasaminga sem Kópavogsbær hefur gert frá upphafi kjörtímabils

Frá mannauðsstjóra, dags. 16.09.2025. lagt fram yfirlit yfir starfslokasaminga sem Kópavogsbær hefur gert frá upphafi kjörtímabils.
Lagt fram.

Umræður.

Gestur vék af fundi kl. 9:27

Gestir

  • Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri - mæting: 09:03

Ýmis erindi

2.25091997 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2025

Frá Jöfnunarstjóði sveitarfélaga, dags. 15.09.2025, lagt fram til kynningar fundarboð ársfundar sem haldin verður 1. október 2025.
Lagt fram.

Umræður.

Fundargerðir nefnda

3.2509009F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 427. fundur frá 12.09.2025

Fundargerð í tíu liðum.
Bæjarráð vísar fundargerðinni til staðfestingar bæjarstjórnar.

Umræður.

Fundargerðir nefnda

4.2508014F - Skipulags- og umhverfisráð - 14. fundur frá 15.09.2025

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.

Umræður
  • 4.3 25022006 Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu umsókn Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts dags. 20. júní 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 7 við Smiðjuveg um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst 1485,1 m² viðbygging við núverandi húsnæði á lóðinni til vesturs. Viðbyggingin mun vera á einni hæð auk kjallara. Þak á fyrirhugaðri viðbyggingu verður í sömu hæð og þak núverandi byggingar. Einnig er fyrirhugað að byggja 35m² viðbyggingu á einni hæð við austurgafl hússins. Núverandi bílastæði færast niður í hluta af kjallaranum en þar er gert ráð fyrir um 14 bílastæðum í opnu kjallararými. Bílastæðum á lóðinni fækkar úr 81 í 69. Byggingarmagn eykst úr 3554 m² í 5039 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,5 í 0,7. Uppdrættir dags. 20. júní 2025, uppfærðir 11. júlí 2025. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 12. september 2025 um umsögn sem barst á kynningartíma tillögunnar sem lauk 5. september 2025, ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 12. september 2025. Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 14 Samþykkt með áorðnum breytingum dags. 12. september 2025. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 4.5 2411575 Smiðjuvegur 4. Byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 1. nóvember 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Inga Gunnars Þórðarsonar byggingafræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 4 við Smiðjuveg er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um að breyta notkun 110 m² atvinnurýmis á 2. hæð í gistiheimili. Uppdrættir dags. 1. september 2024.
    Þá er einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2025.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 14 Hafnað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2025. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 4.6 25043140 Digranesvegur 8-16A. Ósk um upphaf deiliskipulagsvinnu.
    Lagt fram að nýju erindi Skala arkitekta f.h. lóðarhafa Digranesvegar 8, 10 og 12 dags. 28. apríl 2025 þar sem óskað er eftir samvinnu við skipulagsyfirvöld um gerð deiliskipulags fyrir lóðirnar nr. 8, 10, 12, 14, 16 og 16A við Digranesveg í samræmi við 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er óskað eftir að sveitarstjórn veiti heimild til að vinna tillögu að deiliskipulag fyrir umrætt svæði og afmarki mörk svæðisins. Þá er einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2025. Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 14 Hafnað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2025. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 4.7 22061304 Íbúasamráð í skipulagsmálum. Þróun verklagsreglna.
    Lögð fram að nýju til afgreiðslu tillaga umhverfissviðs að verklagi fyrir íbúasamráð í skipulagsmálum dags. 11. september 2025. Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 14 Samþykkt með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarsonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Leós Snæs Péturssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar og óskar eftir kynningu.

    Umræður.

Fundargerðir nefnda

5.2509010F - Menntaráð - 148. fundur frá 16.09.2025

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Umræður.

Fundargerðir nefnda

6.25091905 - Fundargerð 984. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga frá 12.09.2025

Fundargerð 984. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga frá 12.09.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.25091068 - Fundargerð 273. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 15.08.2025

Fundargerð 273. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 15.08.2025.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:51.