Bæjarráð

2703. fundur 10. október 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1310086 - Óskað eftir staðfestingu Kópavogsbæjar á fjárfestingu og lántöku vegna samnings við Endurvinnsluna h

Frá Sorpu bs., dags. 2. október, varðandi lántöku byggðasamlagsins í tengslum við stækkun endurvinnslustöðva á Ánanaustum í Reykjavík og Blíðubakka í Mosfellsbæ.

Bæjarráð samþykkir lántöku byggðasamlagsins fyrir sitt leyti.

2.1310091 - Rekstraráætlun Sorpu 2014-2018

Frá Sorpu bs., dags. 27. september, rekstraráætlun fyrir 2014 - 2018 sem samþykkt var á stjórnarfundi 23. september sl.

Bæjarráð vísar rekstraráætluninni til gerðar fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar.

3.1310087 - Umsókn um styrk vegna starfsemi Samtakanna Landsbyggðin lifi

Frá Landsbyggðin lifi, dags. 2. október, styrkbeiðni til starfseminnar að uppðhæð 100.000,- kr.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

4.1310092 - Jólasöfnun 2013

Frá Fjölskylduhjálp Íslands, dags. í september, styrkbeiðni vegna kaupa á matvælum o.fl. fyrir skjólstæðinga samtakanna.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

5.1310121 - Ný umsókn um lóð undir Ibis-Budget hótel

Frá Reynimel ehf., dags. 8. október, umsókn um lóð undir Ibis-Budget hótel.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

6.1310152 - Umferðaröryggi á Kársnesi. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð samþykkir að fela umhverfissviði að skoða hvort og með hvaða hætti er hægt að gera allt Kársnesið að 30 km svæði.

 

Greinargerð:

Nú þegar er stærsti hluti Kársnessins með 30km hraða, m.a. Borgarholtsbrautin sem er stofnbraut. Stærsti hluti byggðar á nesinu er íbúðabyggð, og áætlanir að bæta þar í. Vegalengdir eru ekki miklar og ekki ástæða til að ætla að með meiri hraða sparist mikill tími hjá vegfarendum, en lægri hraði er líklegur til að bæta umferðaröryggi.

Ólafur Þór Gunnarsson"

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

7.905315 - Guðmundarlundur. Leigusamningur.

Pétur Ólafsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Á síðasta fundi bæjarráðs voru drög að samningi milli Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Kópavogs lögð fram um leigu bæjarins á húsnæði félagsins í Guðmundarlundi undir leikskólastarfsemi. Í kjölfarið var drögunum vísað til umsagnar leikskólanefndar. Þótt samningsdrögin séu ekki lögð fyrir á þessum fundi vil ég með nokkrum spurningum leggja mikla áherslu á að samningurinn verði endurskoðaður frá grunni.

1 Af hverju er gert ráð fyrir að bærinn reiði fram 38.000.000 kr. á fjórum árum í leigusamningi. Betra væri ef bærinn greiddi mánaðarlega upphæð eins og í nær öllum leigusamningum hér á landi.

2 Hvers vegna er gert ráð fyrir svo löngum leigutíma? Til samanburðar er hann lengri en tímabil Aðalskipulags.

3 Í drögunum sem lögð voru fyrir á síðasta fundi er verið að handvelja húsnæði undir leikskólastarfsemi í bænum. Hefur meirihlutinn leitað af sér allan grun um að fleiri aðilar hefðu áhuga á að leigja bænum húsnæði undir slíka starfsemi?

4 Hver er fulltrúi skógræktarfélagsins í samningaviðræðunum við Kópavogsbæ?

5 Er búið að handsala einhverja útgáfu af þessum samningi, er undirritun hans bara formsatriði?

Ég tel vert að taka fram að þótt vissulega þurfi að mæta eftirspurn eftir leikskólaplássum í efri byggðum Kópavogs verður framkvæmdin á slíku verkefni að vera hafin yfir allan vafa.

Pétur Ólafsson"

8.1310165 - Vaxtakostnaður Kópavogsbæjar. Fyrirspurn frá Pétri Ólafssyni.

Pétur Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Hver er vaxtakostnaður bæjarins á ári?

Pétur Ólafsson"

9.1310166 - Nýr framhalddskóli í Kópavogi. Tillaga frá Pétri Ólafssyni.

Pétur Ólafsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja viðræður við menntamálaráðherra um stofnun nýs framhaldsskóla í Kópavogi. Ferlið er langt og ekki eftir neinu að bíða.

Pétur Ólafsson"

 

Ómar Stefánsson tekur undir tillögu Péturs Ólafssonar.

 

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, óskaði fært til bókar að hann hefði þegar óskað eftir viðræðum við menntamálaráðuneyti um málið.

10.1310155 - Sérúrræði í kennslu. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hver er staðan varðandi svokölluð sérúrræði í kennslu sem var til húsa í Tröð og áður Hvammshúsi?  Tröð er nú lokuð vegna viðgerða og sérúrræði komin inn í einn skólanna í eina kennslustofu. Liggur fyrir áætlun um hvenær Tröð opnar aftur og hversvegna er Hvammshús ekki nýtt til þessarar starfsemi eins og áður var gert?

Hjálmar Hjálmarsson"

11.1309021 - Barnaverndarnefnd, 3. október

31. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

12.1301023 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar - og Kópavogssvæðis, 30. september

183. fundargerð í 11 liðum.

Lagt fram.

13.1309020 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, 2. október

22. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

14.1309022 - Lista- og menningarráð, 3 október

19. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

15.1310004 - Skólanefnd, 7. október

62. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

16.1302390 - Ytra mat á grunnskólum - þróunarverkefni. Álfhólsskóli valinn

Frá Námsmatsstofnun, dags. 27. september, niðurstöður um ytra mat á Álfhólsskóla kynntar, sbr. lið 1 í fundargerð skólanefndar 7. október.

Lagt fram.

17.1207634 - Fossvogur, sundlaug og göngu- og hjólatenging yfir Fossvog, hugmyndir.

Umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 26. september:
Skólanefnd sér ekki knýjandi þörf fyrir nýja sundlaug í Kópavogi. Auk þess er staðsetning laugar í Fossvogsdal ekki æskileg vegna aðgengis.

Lagt fram.

18.1301026 - Stjórn Héraðsskjalasafns, 3. október

84. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

19.1301027 - Stjórn Reykjanesfólkvangs, 3. október

Fundargerð í 8 liðum.

Lagt fram.

20.1308063 - Auðar íbúðir. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Frá bæjarlögmanni, dags. 8. október, svar frá Íbúðalánasjóði við fyrirspurn um auðar íbúðir í bænum.

Lagt fram.

21.1303112 - Ráðningar síðan 2010.

Frá starfsmannastjóra, dags. 7. október, upplýsingar sem óskað var eftir í bæjarráði 5. september sl. um ráðningar á bæjarskrifstofum Kópavogs frá 2010.

Lagt fram.

22.1310111 - Kjarasamningsumboð

Frá starfsmannastjóra, dags. 7. október, drög að samkomulagi um kjarasamningsumboð milli Kópavogsbæjar annars vegar og Sambands íslenskra sveitarfélaga hins vegar vegna samningsgerðar við Iðjuþjálfafélag Íslands.

Bæjarráð samþykkir drög að samkomulagi um kjarasamningsumboði.

23.1304501 - Silungs- og laxaseiði í Kópavogslæk. Tillaga frá Ómari Stefánssyni

Frá forstöðumanni Náttúrufræðistofu Kópavogs, dags. 3. október, svar við fyrirspurn um möguleika á að sleppa silungaseiðum í Kópavogslæk og Kópavogstjörn. Ekki er mælt með því að sleppa silungum í lækinn að svo stöddu.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirritaður leggur til að Náttúrufræðistofu Kópavogs verði falið að gera ítarlega úttekt á lífríki lækjarins m.a. svo hægt sé að meta hvort mögulegt sé að sleppa bleikju-, urriða- og jafnvel laxaseiðum.

Ómar Stefánsson"

Hjálmar Hjálmarsson lagði til að kostnaðarmat verði fengið á tillöguna.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er greinilegt að Hjálmar hefur ekki hugmynd um hvað felst í því að vinna innan ramma fjárhagsáætlunar.

Ómar Stefánsson"

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er ljóst af þessum tillögum um fiskeldi í Kópavogslæk hver er forgangsröðun Ómars Stefánssonar í málefnum Kópavogsbæjar.

Hjálmar Hjálmarsson"

Hlé var gert á fundi kl. 9:05.  Fundi var fram haldið kl. 9:12.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er greinilegt að Hjálmar velur að misskilja tillögu mína um að skoða lífríki lækjarins.  Í ljósi þess að við rekum Náttúrufræðistofu Kópavogs þá er það verðugt verkefni að fá ítarlegar upplýsingar um lífríki lækjarins sem er ein af náttúruperlum Kópavogs.  Og treysti ég Náttúrufræðistofu Kópavogs til þess að leysa verkefni innan fjárhagsramma stofnunarinnar.

Ómar Stefánsson"

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Fyrir liggur nokkuð ítarleg úttekt á lífríki lækjarins þar sem þetta sérstaklega var skoðað og var það niðurstaða Náttúrufræðistofu að mæla ekki með að sleppa laxi eða silungi í lækinn.

Hjálmar Hjálmarsson"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er rangt.

Ómar Stefánsson"

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Tel eðlilegt að láta meta gæði Kópavogslækjar, m.t.t. vatnsbúskapar, vatnsgæða, lífríkis, mengunar og hitastigs auk annarra umhverfisþátta. Tel hinsvegar óþarft að skilgreina sérstaklega að slík úttekt sé gerð með seiðasleppingar sérstaklega í huga.

Ólafur Þór Gunnarsson"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er ljóst að Ólafur velur að falla í þann pytt sem Hjálmar leggur.  En tillagan gengur fyrst og fremst út á að skoða lífríki lækjarins.  Að sleppa nokkrum fiskum í lækinn er skemmtilegt aukaatriði.

Ómar Stefánsson"

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég minni á upphaflega tillögu Ómars sem liggur fyrir.

Hjálmar Hjálmarsson"

Bæjarráð samþykkir tillögu Ómars Stefánssonar með fjórum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Bæjarráð samþykkir tillögu Hjálmars Hjálmarssonar með tveimur atkvæðum gegn einu. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

24.1112164 - Deild 18 og 20 Lsp Kópavogstúni. Erindi frá velferðarráðuneyti.

Félagsmálaráð gerir alvarlegar athugasemdir við tilurð og efni samningsins og mótmælir þeim vinnubrögðum sem ráðuneytið viðhafði. Félagsmálaráð vísar málinu til bæjarráðs til nánari umfjöllunar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita heilbrigðisráðherra bréf þar sem óskað verði upplýsinga um hvað líður vinnu við að íbúar á deildum 18 og 20 flytjist í framtíðarhúsnæði sbr. reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum, sem fram kemur í bókun ráðuneytisins frá 25. september sl.

25.1105065 - Samningar við Gerplu

Frá bæjarritara, drög að samkomulagi við Gerplu um viðræður og undirbúning að byggingu húsnæðis fyrir fimleika og aðra íþróttastarfsemi.

Bæjarráð samþykkir einróma drög að samkomulagi við Gerplu fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

26.1105064 - Samningar við Breiðablik

Frá bæjarritara, drög að yfirlýsingu og samningi við Breiðablik um rekstur mannvirkja.

Bæjarráð samþykkir einróma drög að samkomulagi við Breiðablik fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

27.1105063 - Samningar við HK

Frá bæjarritara, drög að yfirlýsingu og samningi við HK um rekstur mannvirkja.

Bæjarráð samþykkir einróma drög að samkomulagi við HK fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

28.1302214 - Ósk um samstarf við áframhaldandi uppbyggingu GKG

Frá bæjarritara, drög að rekstrarsamningi við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar um rekstur mannvirkja.

Bæjarráð samþykkir einróma drög að samkomulagi við GKG fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

29.1301054 - Mánaðarskýrslur 2013

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla vegna starfsemi í ágúst.

Lagt fram.

 

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 10:15.