Bæjarráð

3230. fundur 09. október 2025 kl. 08:15 - 10:17 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson, aðalmaður boðaði forföll og Elísabet Berglind Sveinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2509143 - Stöðvarhvarf 2-8. Beiðni um heimild til framsals og veðsetningar.

Frá umhverfissviði, dags. 29.08.2025, lögð fram beiðni um heimild til framsals lóðar og veðsetningar. Bæjarráð frestaði málinu þann 2. október 2025.
Umræður.

Bæjarráð hafnar með fimm atkvæðum að veita umbeðna heimild til framsals og veðsetningar, þar sem framsal fjögurra lóða til eins lögaðila samrýmist ekki úthlutunarskilmálum svæðisins.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2510299 - Skyggnishvarf 1-11. Beiðni um heimild til framsals og veðsetningar

Frá umhverfissviði, dags. 06.10.2025, lögð fram beiðni um heimild til framsals og veðsetningar.
Umræður.

Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur að veita umbeðna heimild, enda í samræmi við úthlutunarskilmála svæðisins.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.25021861 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025

Frá deildarstjóra greiningardeildar, dags. 06.10.2025, lagður fram viðauki nr. 4 við fjárhagsáætlun 2025. Viðaukinn er vegna stofnframlags til félagsins Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu ohf.
Umræður.

Bæjarráð vísar framlögðum viðauka til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.25092834 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa varðandi upplýsingar um aðgengi fatlaðs fólks við framkvæmdir á Fannborgarreit.

Frá bæjarstjóra, dags. 06.10.2025, lögð fram umsögn bæjarstjóra við fyrirspurn frá 25.09.2025.
Lagt fram.

Umræður.

Bókun:
"Undirrituð óskar eftir því að erindisbréf samskiptahóps vegna uppbyggingar Fannborgarreitsins verði lagt fram í bæjarráði."

Helga Jónsdóttir.

Ýmis erindi

5.2510039 - Fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2026-2030.

Frá SHS, dags. 30.09.2025, lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2026 með fimm atkvæðum og vísar til staðsetingar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

6.2510051 - Fundargerð 430. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 01.10.2025

Fundargerð 430. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 01.10.2025.
Umræður.

Lagt fram.

Bæjarráð frestar umfjöllun fundargerðarinnar til næsta fundar.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

7.2510403 - Fundargerð 54. eigendafundar stjórnar Strætó frá 29.09.2025

Fundargerð 54. eigendafundar stjórnar Strætó frá 29.09.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2510003F - Innkaupanefnd - 7. fundur frá 06.10.2025

Fundargerð í tveimur liðum.
Umræður.

Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2510006F - Menntaráð - 149. fundur frá 07.10.2025

Fundargerð í þremur liðum.
Umræður.

Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2509013F - Skipulags- og umhverfisráð - 16. fundur frá 06.10.2025

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.
  • 10.4 23111613 Ásbraut. Nýtt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga umhverfissviðs að deiliskipulagi Ásbrautar dags. 1. október 2025. Í tillögunni er göturými Ásbrautar endurhannað til að bæta stígakerfi og tryggja með samræmdum hætti örugga og greiða umferð gangandi og hjólandi. Tillagan er unnin af VSÓ ráðgjöf og umhverfissviði Kópavogsbæjar. Þá er einnig lagt fram minnisblað um fyrirkomulag hjólainnviða dags. 3. júlí 2025, uppfært 1. október 2025, minnisblað um bílastæði dags. í júlí 2025, uppfært 1. október 2025 og minnisblað um breytingar frá auglýsingu dags. 1. október 2025. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 7. júlí 2025 var samþykkt að auglýsa tillöguna, var hún auglýst til og með 18. september 2025. Þá lagðar fram þær athugasemdir sem bárust á kynningartíma ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2025. Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 16 Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2025. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Erindi frá bæjarfulltrúum

11.2510535 - Tillaga frá bæjarfulltrúa Vina Kópavogs

Frá bæjarfulltrúa Vina Kópavogs, dags. 07.10.2025, lögð fram tillaga varðandi þróunarsvæðið á vestanverðu Kársnesi. Tillögunni fylgir greinargerð.
Umræður.

Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Erindi frá bæjarfulltrúum

12.2510596 - Ósk bæjarfulltrúa Bergljótar Kristinsdóttur eftir upplýsingum um ástand og burðargetu fráveitukerfis Kópavogs

Frá bæjarfulltrúa Bergljótu Kristinsdóttur, dags. 07.10.2025, lögð fram fyrirspurn varðandi ástand og burðargetu fráveitukerfiis Kópavogs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 10:17.