Bæjarráð

3231. fundur 16. október 2025 kl. 08:15 - 09:19 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Elísabet Berglind Sveinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Andri Steinn Hilmarsson, aðalmaður boðaði forföll og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Einar Örn Þorvarðarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Thelma Bergmann Árnadóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2503912 - Stöðumat Barnvæns sveitarfélags Kópavogur 2025

Frá menntasviði, dags. 10. október 2025, lögð fram greinargerð og minnisblað um verkefnið Barnvænt sveitarfélag í Kópavogi sem er liður í áframhaldandi innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hjá Kópavogsbæ.
Lagt fram og kynnt.

Umræður.

Gestir viku af fundi kl. 8:33

Gestir

  • Anna Elísabet Ólafsdóttir sérfræðingur í lýðheilsufræðum - mæting: 08:15
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:15
  • Amanda K. Ólafsdóttir skrifstofustjóri menntasviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.25101200 - Sólarhvarf 5. Úthlutun lóðar

Frá umhverfissviði, dags. 13.10.2025.2025, lögð fram tillaga að úthlutun lóðarinnar Sólarhvarf 5.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Thelmu B. Árnadóttur og Einars A. Þorvarðarsonar framlagaða tillögu að úthlutun lóðarinnar Sólarhvarf 5 til Egils Gauta Þorkelssonar og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.25101203 - Stöðvarhvarf 2-4. Beiðni um heimild til veðsetningar

Frá umhverfissviði, dags. 13.10.2025, lögð fram beiðni um heimild til veðsetningar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Thelmu B. Árnadóttur og Einars A. Þorvarðarsonar umbeðna heimild til veðsetningar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.25101206 - Stöðvarhvarf 5-11. Beiðni um heimild til framsals og veðsetningar

Frá umhverfissviði, dags. 13.10.2025, lögð fram beiðni um heimild til framsals og veðsetningar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Thelmu B. Árnadóttur og Einars A. Þorvarðarsonar umbeðna heimild til framsals og veðsetningar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.25101204 - Stöðvarhvarf 6-8. Beiðni um heimild til veðsetningar

Frá umhverfissviði, dags. 13.10.2025, lögð fram beiðni um heimild til veðsetningar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Thelmu B. Árnadóttur og Einars A. Þorvarðarsonar umbeðna heimild til veðsetningar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.25092832 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa um upplýsingar um framlög til íslenskukennslu ÍSAT nemenda og notkun framlaganna.

Frá menntasviði, lagt fram svar við fyrirspurn um framlög til íslenskukennslu ÍSAT nemenda og notkun framlaganna.
Lagt fram.

Umræður.

Gestir viku af fundi kl. 8:50

Gestir

  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:34
  • Ingibjörg Ýr Pálmadóttir deildarstjóri grunnskóladeildar - mæting: 08:34

Ýmis erindi

7.25101393 - Farsældarráð höfuðborgarsvæðisins - Bókun 613. fundar stjórnar SSH.

Frá SSH, dags. 15.09.2025, lagt fram til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar, drög að samningi milli Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar um svæðisbundið farsældarráð í samræmi við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlögð drög að samningi milli Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar um svæðisbundið farsældarráð í samræmi við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

8.25101226 - Til umsagnar frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 153. mál

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 13.10.2025, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 153. mál.
Lagt fram.

Ýmis erindi

9.25101391 - Til umsagnar frumvarp til laga um leikskóla (innritun í leikskóla), 45. mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um leikskóla (innritun í leikskóla), 45. mál.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2510014F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 429. fundur frá 10.10.2025

Fundargerð í 20 liðum.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

11.2509016F - Menningar- og mannlífsnefnd - 7. fundur frá 01.10.2025

Menningar- og mannlífsnefnd - 7. fundur frá 01.10.2025
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2510001F - Menningar- og mannlífsnefnd - 8. fundur frá 08.10.2025

Menningar- og mannlífsnefnd - 8. fundur frá 08.10.2025.
Lagt fram.

Bókun:
Óskað er eftir útreikningi á framlagi bæjarins til Lista- og menningarsjóðs Mannlífs- og menningarnefndar ef það væri í samræmi við reglur sjóðsins eða 0,5% af 6,7% útsvarsstofni Kópavogsbæjar. Í dag er framlagið 50 milljónir. Einnig er óskað eftir að málið verði tekið til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar.

Bergljót Kristinsdóttir.

Fundargerðir nefnda

13.2510013F - Velferðar- og mannréttindaráð - 9. fundur frá 13.10.2025

Fundargerð í tíu liðum.
Lagt fram.
  • 13.5 2509095 Reglur um notendasamninga
    Lögð fram til afgreiðlsu drög að nýjum reglum Kópavogsbæjar um notendasamninga.
    Niðurstaða Velferðar- og mannréttindaráð - 9 Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögum að nýjum reglum um notendasamninga til afgreiðslu bæjarráðs og staðfestingar bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir framlögð drög að nýjum reglum um notendasamninga til fyrir sitt leiti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

14.2509022F - Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks - 22. fundur frá 06.10.2025

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2509027F - Öldungaráð - 29. fundur frá 09.10.2025

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.25101023 - Fundargerð 411. fundar stjórnar Strætó frá 24.09.2025

Fundargerð 411. fundar stjórnar Strætó frá 24.09.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2510707 - Fundargerð 615. fundar stjórnar SSH frá 06.10.2025

Fundargerð 615. fundar stjórnar SSH frá 06.10.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2510949 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 09.09.2025

Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 09.09.2025.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:19.