Bæjarráð

3234. fundur 06. nóvember 2025 kl. 08:15 - 10:58 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Hákon Gunnarsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2511109 - Árshlutastaða 2025

Árshlutastaða Kópavogsbæjar kynnt.
Kynning og umræður.

Gestur vék af fundi kl. 9:27

Fundarhlé hófst kl. 9:28, fundi fram haldið kl. 9:59

Bókun:
"Undirrituð óska eftir:

1. Að yfirlit yfir árshlutastöðu Kópavogsbæjar verði lagt fram með sama hætti og gert var á síðasta ári þar sem málaflokkar eru sundurliðaðir eftir sviðum.

2. Efnislegum skýringum frá bæjarstjóra á þeim útgjaldaliðum sem samkvæmt árshlutastöðunni eru ekki í samræmi við fjárhagsáætlun.

3. Tillögum um sérstakar verklagsreglur um heimildir vegna tilfærslu milli launakostnaðar og annars rekstrarkostnaðar og millifærslu milli deilda sem og um heimildir vegna fjárfestingar og millifærslu milli verkefna sbr. leiðbeiningar reikningsskila- og upplýsinganefndar."

Helga Jónsdóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Hákon Gunnarsson

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri greiningardeildar. - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2511221 - Skyggnishvarf 1-11. Beiðni um heimild til veðsetningar

Frá umhverfissviði, dags. 04.11.2025, lögð fram beiðni um heimild til veðsetningar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur umbeðna heimild til veðsetningar.

Ýmis erindi

3.2511157 - Skólanefnd Menntaskólans í Kópavogi 2025-2029 - Beiðni um tilnefningu

Frá mennta- og barnamálaráðuneytinu, dags. 03.11.2025, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir tilnefningu að Kópavogsbær tilnefni tvo aðalfulltrúa og tvo til vara í skólanefnd Menntastkólans í Kópavogi.
Bæjarráð tilnefnir Ingibjörgu Auði Guðmundsdóttur og Guðmund Birki Þorkelsson sem aðalfulltrúa í skólanefnd Menntaskólans í Kópavogi og Björgu Baldursdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur til vara.

Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

4.2511279 - Umsókn um stofnframlag vegna byggingar á 24 íbúðum að Hallarhvarfi

Frá Bjargi íbúðarfélagi, dags. 04.11.2024, lögð fram umsókn um stofnframlags vegna byggingar á 24 íbúðum að Hallahvarfi 17-19 og Hallahvarfi 21-23.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar áhættu- og fjárstýringarstjóra.

Fundargerðir nefnda

5.25102822 - Fundargerð 38. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.10.2025

Fundargerð 38. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.10.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.2511104 - Fundargerð 412. fundar stjórnar Strætó frá 10.10.2025

Fundargerð 412. fundar stjórnar Strætó frá 10.10.2025.
Framlagningu frestað til næsta fundar og fylgigagna óskað.

Fundargerðir nefnda

7.2510035F - Innkaupanefnd - 9. fundur frá 03.11.2025

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Umræður.

Bókun:
"Því er beint til formanns innkaupanefndar að sjá til þess að öll gögn séu lögð fram og fylgi hverju máli á dagskrá innkaupanefndar."

Theódóra S. Þorsteindóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Hákon Gunnarsson
Helga Jónsdóttir

Fundargerðir nefnda

8.2510024F - Skipulags- og umhverfisráð - 18. fundur frá 03.11.2025

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.
  • 8.2 2103759 Kársnesstígur á sunnanverðu Kársnesi. Deiliskipulag.
    Lögð fram á vinnslustigi tillaga að nýju deiliskipulagi Kársnesstígs á sunnanverðu Kársnesi, dags. 31. október 2025, til forkynningar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Viðfangsefni deiliskipulagsins eru endurbætur á Kársnesstíg á sunnanverðu Kársnesi með áherslu á að bæta aðgengi og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Í því samhengi er lagt til að komið verði fyrir aðgreindum hjólastíg sem stuðlar að skýrari aðgreiningu ferðamáta og eykur öryggi allra vegfarenda. Skipulagssvæðið nær yfir Kársnesstíg og nærliggjandi svæði á milli Bakkabrautar 2 og Urðarbrautar og er í samræmi við stefnu og markmið Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Tillagan sem er á vinnslustigi til forkynningar er sett fram á tveimur skýringaruppdráttum dags. 31. október 2025. Tillögunni fylgir umhverfismat áætlunar dags. 29. október 2025 sem unnið er af Eflu. Einnig er lögð fram rýni á valköstum frá Urbana-Pláss dags. í apríl 2025, valkostagreining fyrir legu göngu- og hjólastígsins dags. 5. desember 2022, umferðaröryggisrýni frá Vegagerðinni dags. í janúar 2023 og minnisblað frá ReSource um umhverfisáhrif dags. 30. apríl 2025.
    Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar og Kristjana H. Kristjánsdóttir verkefnastjóri gerðu grein fyrir tillögunni. Hrafnhildur Brynjólfsdóttir ráðgjafi frá Eflu gerði grein fyrir umhverfismati áætlunarinnar.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 18 Samþykkt með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Helgu Jónsdóttur að framlögð tillaga verði forkynnt á vinnslustigi með vísan til 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Leó Snær Pétursson sat hjá við afgreiðslu málsins. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 8.5 23112060 Keppnisvöllur við Kórinn. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs dags. 3. júlí 2025 að breytingu á deiliskipulaginu, Hörðuvellir - Heilsu-, íþrótta- og fræðasetur samþykkt í bæjarstjórn 19. júlí 2005 með síðari breytingum og Hörðuvellir Miðsvæði, samþykkt í bæjarstjórn 28. ágúst 2014 en heildarskipulagið sem er í gildi á svæðinu er deiliskipulag Hörðuvalla samþykkt 24. júlí 2003. Í breytingunni felst nýr keppnisvöllur norðan Kórsins í samræmi við kröfur KSÍ til knattleikja í efstu deild m.a. m.t.t. lágmarksfjölda áhorfenda í sætum með yfirbyggðu þaki auk aðstöðu fyrir fjölmiðla og flóðlýsingu. Austan keppnisvallarins er gert ráð fyrir yfirbyggðri áhorfendastúku allt að 3000 m². Áætlað heildarbyggingarmagn á lóðinni verður áfram samtals 41.500 m² og nýtingarhlutfall 0,61. Tillagan gerir auk þess ráð fyrir stækkun lóðarinnar um 600 m² úr 67.662 m² í 68.262 m² til norðurs og austurs. Tillagan var auglýst frá 13. ágúst til og 30. september 2025. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 6. október 2025 var athugasemdum sem bárust á kynningartíma vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2025 og uppfærðum uppdrætti dags. 29. október 2025. Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 18 Samþykkt með áorðnum breytingum dags. 29. október 2025. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bókun:
    „Óskað er eftir að gerður verður samanburður á kostnaði við uppsetningu flóðlýsingar á knattspyrnuleikvangi í Kórnum milli eftirfarandi tveggja valkosta áður en endanleg ákvörðun er tekin um ljósabúnað.
    a.
    Reglugerðar KSÍ um knattspyrnuleikvanga (B flokkur)
    b.
    Fljóðljósaleiðbeininga Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) (D flokkur).“
    Hákon Gunnarsson og Leó Snær Pétursson.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 8.7 25071207 Þinghólsbraut 63. Byggingarleyfisumsókn.
    Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ívars Arnars Guðmundssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 63 við Þinghólsbraut. Sótt er um 30,2 m² viðbyggingu á suð-vesturhlið, ásamt breytingum á innra skipulagi hússins og að komið verði fyrir stiga á austurhlið hússins. Núverandi þakform yrði framlengt og þakið hækkað um 23 cm yfir mestu þakhæðina. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,28 í 0,3. Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 3. september til 3. október 2025 og athugasemd barst. Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 3. september til 3. október 2025 og athugasemd barst. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 27. október 2025 var umsókninni vísað til skipulags- og umhverfisráðs og er nú lagt fram ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2025. Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 18 Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2025. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 8.8 25092452 Grundarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Sveins Ívarssonar arkitekts dags. 18. september 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 8 við Grundarhvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst uppskipting lóðarinnar í lóðirnar nr. 8A og 8B við Grundarhvarf ásamt stækkun á núverandi húsi til austurs. Lóðin er 1.410 m² og með fyrirhugaðri breytingu yrði lóð A 850 m² og lóð B 560 m². Áformað nýtingarhlutfall lóðarinnar nr. 8A yrði 0,29 og 8B yrði 0,45. Uppdrættir dags. 10. september 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 27. október 2025 var umsókninni vísað til skipulags- og umhverfisráðs og er nú lagt fram ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2025. Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 18 Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2025. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

9.2510036F - Menntaráð - 151. fundur frá 04.11.2025

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Umræður.

Fundi slitið - kl. 10:58.