Bæjarráð

3236. fundur 20. nóvember 2025 kl. 09:30 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2511329 - Þjónustusamningur um rekstur áfangaheimilis

Kynning á drögum að nýjum þjónustusamningi við Samhjálp um rekstur áfangaheimilis.
Gestir véku af fundi kl. 10:10

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti drög að nýjum þjónustusamningi við Samhjálp um rekstur áfangaheimilis og vísar drögum áfram til staðfestingar í bæjarstjórn.


Bókun bæjarráðs:
"Bæjarráð óskar eftir því að velferðarsvið birti reglulega tölulegar upplýsingar á vettvangi velferðarráðs er varða notkun Kópavogsbúa á neyðarskýlum Reykjavíkurborgar, Kaffistofu Samhjálpar, ásamt biðlista og notkun á úrræði Kópavogsbæjar í Dalbrekku.

Gestir

  • Sigrún Þórarinssdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 09:45
  • Rannveig María Þorsteinsdóttir skrifstofustjóri - mæting: 09:45

Ýmis erindi

2.25111198 - Til umsagnar 237. mál - Breyting á þingsályktun nr 24-152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 13.11.2025, lagt fram til umsagnar 237. mál - breyting á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. nóvember nk.
Lagt fram.

Ýmis erindi

3.25111181 - Til umsagnar 229. mál - Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 13.11.2025, lagt fram til umsagnar 229. mál- Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. nóvember nk.



Lagt fram.

Ýmis erindi

4.25111241 - Til umsagnar 175. mál - Innleiðing landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 14.11.2025, lagt fram til umsagnar 175. mál - Innleiðing landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 28. nóvember nk.



Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

5.2511009F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 431. fundur frá 07.11.2025

Fundargerð í 11 liðum.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.


Bókun:
"Til að bæjarráð geti gegnt eftirlitshlutverki sínu þarf að leggja afgreiðslur byggingarfulltrúa fyrir með upplýsingum um erindin, og með vísan í laga ákvæðin sem afgreiðsla byggist á hvort heldur erindi er samþykkt, synjað eða frestað. Undirrituð hefur margoft óskað þessara upplýsinga í bæjarráði og sér sig nú til þess knúna að setja hana fram skriflega."

Helga Jónsdóttir

Fundargerðir nefnda

6.2511010F - Skipulags- og umhverfisráð - 19. fundur frá 17.11.2025

Fundargerð í tíu liðum.
Lagt fram.
  • 6.6 2112910 Vatnsendablettur 241A. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu uppfærð tillaga umhverfissviðs að breytingu á deiliskipulagi við Vatnsendablett 241A dags. 17. janúar 2022, uppfærð 9. maí 2025 og 14. nóvember 2025. Í breytingunni felst að lóðinni verði skipt í tvær lóðir og að heimilt verði að reisa einbýlishús á einni hæð ásamt kjallara á hvorri lóð í samræmi við 2.2.6 gr. eignarnámssáttar Kópavogsbæjar og ábúanda Vatnsenda dags. 30. janúar 2007. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 17. janúar 2022, uppf. 9. maí og 14. nóvember 2025. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 19. maí 2025 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Var hún auglýst frá 10. september til 23. október, athugasemdir bárust. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2025 og uppfærðum uppdrætti dags. 14. nóvember 2025. Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 19 Samþykkt með áorðnum breytingum dags. 14. nóvember 2025 með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2025 með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Leó Snæs Péturssonar og Helgu Jónsdóttur. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Hákon Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 6.8 25071207 Þinghólsbraut 63. Byggingarleyfisumsókn.
    Lögð fram að nýju til afgreiðslu byggingarleyfisumsókn Ívars Arnars Guðmundssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 63 við Þinghólsbraut ásamt leiðréttri umsögn dags. 14. nóvember 2025. Sótt er um 30,2 m² viðbyggingu á suð-vesturhlið, ásamt breytingum á innra skipulagi hússins og að komið verði fyrir stiga á austurhlið hússins. Núverandi þakform yrði framlengt og þakið hækkað um 23 cm yfir mestu þakhæðina. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,28 í 0,3. Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 3. september til 3. október 2025 og athugasemd barst. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 13. október 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 27. október 2025 var umsókninni vísað til skipulags- og umhverfisráðs. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs 3. nóvember 2025 var umsóknin samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2025.
    Bæjarstjórn staðfesti afgreiðsluna þann 11. nóvember 2025.
    Vegna innsláttarvillu er umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2025 lögð fram að nýju með leiðréttingu dags. 14. nóvember 2025.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 19 Samþykkt með vísan til leiðréttrar umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2025. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

7.2511014F - Menntaráð - 152. fundur frá 18.11.2025

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.25111345 - Fundargerð 141. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 07.11.2025

Fundargerð 141. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 07.11.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2511104 - Fundargerð 412. fundar stjórnar Strætó frá 10.10.2025

Fundargerð 412. fundar stjórnar Strætó frá 10.10.2025. Framlagningu frestað til næsta fundar og fylgigagna óskað.
Lagt fram.

Fundi slitið.