Bæjarráð

3238. fundur 04. desember 2025 kl. 08:15 - 10:42 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2512220 - Vefstefna Kópavogsbæjar

Lögð fram til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar ný vefstefna Kópavogsbæjar.
Gestir viku af fundi kl. 9:20

Bæjarráð vísar málinu til umsagnar notendaráðs um málefni fatlaðs fólks.

Gestir

  • Ásta Gísladóttir verkefnastjóri vefmála - mæting: 08:15
  • Védís Hervör Árnadóttir umbóta - og þróunarstjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.25061785 - Dalvegur 1. Þróunarlóð

Frá umhverfissviði, dags. 24.11.2025, lagt fram til samþykktar bæjarráðs niðurstaða valnefndar um þróun lóðarinnar að Dalvegi 1. Í niðurstöðunni er farið yfir feril málsins og umsögn um efstu fjórar tillögurnar. Ásamt niðurstöðu valnefndar eru lagðar fram innsendar tillögur og einkunnargjöf valnefndar. Óskað er eftir að gögnin verði meðhöndluð sem trúnaðargögn.

Gestir viku af fundi kl. 9:47

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Theodóru S. Þorsteinsdóttur niðurstöður valnefndar um þróun lóðarinnar að Dalvegi 1. Jafnframt er samþykkt að vinningshöfum verði boðið til viðræðna um lóðarvilyrði til tveggja ára. Innan þess tímaramma skal lóðarvilyrðishafi vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina í samræmi við vinningstillöguna.

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogadóttir, skrifstofustjóri umhverfissviðs - mæting: 09:22
  • Auður D. Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi - mæting: 09:22

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2512118 - Úthlutun lóða í Vatnsendahvarfi. Almennir úthlutunarskilmálar

Frá umhverfissviði, dags. 01.12.2025, lagðir fram til samþykktar úthlutunarskilmálar fyrir lóðir í Vatnsendahvarfi. Enn eru 20 lóðir lausar til úthlutunar í Vatnsendahvarfi. Um er að ræða 19 einbýlishúsalóðir og 1 parhúsalóð.
Gestur vék af fundi kl. 9:58.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Theodóru S. Þorsteinsdóttur framlagða úthlutunarskilmála fyrir lóðir í Vatnsendahvarfi.

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogadóttir, skrifstofustjóri umhverfissviðs - mæting: 09:50

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2511109 - Árshlutastaða 2025

Á fundi bæjarráðs þann 6. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:

"Undirrituð óska eftir:



1. Að yfirlit yfir árshlutastöðu Kópavogsbæjar verði lagt fram með sama hætti og gert var á síðasta ári þar sem málaflokkar eru sundurliðaðir eftir sviðum.



2. Efnislegum skýringum frá bæjarstjóra á þeim útgjaldaliðum sem samkvæmt árshlutastöðunni eru ekki í samræmi við fjárhagsáætlun.



3. Tillögum um sérstakar verklagsreglur um heimildir vegna tilfærslu milli launakostnaðar og annars rekstrarkostnaðar og millifærslu milli deilda sem og um heimildir vegna fjárfestingar og millifærslu milli verkefna sbr. leiðbeiningar reikningsskila- og upplýsinganefndar."



Helga Jónsdóttir

Sigurbjörg E. Egilsdóttir

Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Hákon Gunnarsson.



Nú lögð fram umbeðin gögn.
Lagt fram.

Umræður.

Ýmis erindi

5.25112617 - Samband íslenskra sveitarfélaga tekur við söfnun fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 25.11.2025, lagt fram erindi þar sem tilkynnt er að Sambandið taki við söfnun fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.2511022F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 432. fundur frá 21.11.2025

Fundargerði í 16 liðum.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

7.2511027F - Ungmennaráð - 55. fundur frá 24.11.2025

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2511006F - Innkaupanefnd - 10. fundur frá 01.12.2025

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2511032F - Menntaráð - 153. fundur frá 02.12.2025

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2511023F - Skipulags- og umhverfisráð - 20. fundur frá 01.12.2025

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.
  • 10.3 2208454 Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags.
    Lögð fram til afgreiðslu uppfærð tillaga umhverfissviðs dags. 27. nóvember 2025 að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 fyrir þróunarsvæðið (ÞR-1) á vestanverðu Kársnesi ásamt greinargerð um athugasemdir dags. 27. nóvember 2025. Tillagan er unnin af ALTA og Kópavogsbæ. Viðfangsefni tillögunnar snýr einkum að áframhaldandi þróun svæðisins með sérstakri áherslu á gæði byggðar, góðar samgöngutengingar m.a. fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og almenningsrými. Tillagan var auglýst frá 30. júlí 2025 til 18. september 2025.
    Tillögunni fylgir greining á áhrifum reitsins á stofnvegakerfið í samgöngulíkani höfuðborgarsvæðisins (SLH) dags. 16. maí 2025, sem VSÓ ráðgjöf vann samkvæmt beiðni Vegagerðarinnar, ásamt umferðargreiningu dags. 13. desember 2024.
    Kristjana H. Kristjánsdóttir verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir erindinu.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 20 Samþykkt með áorðnum breytingum dags. 27. nóvember 2025 með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kristinn Dagur Gissurarson og Kolbeinn Reginsson sátu hjá við afgreiðslu málsins. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 10.7 2509064 Stöðvarhvarf 2-14. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu umsókn Þorleifs Eggertssonar arkitekts dags. 1. september 2025 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 2-14 við Stöðvarhvarf um breytingu á deiliskipulagi Vatnsendahvarfs samþ. 14. nóvember 2023. Sótt er um að fallið verði frá kvöð í skilmálum deiliskipulagsins um að stigahús séu gegnumgeng á jarðhæð. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 15. september 2025 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna, var hún grenndarkynnt frá 8. október til 5. nóvember 2025. Engar athugasemdir bárust. Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 20 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

11.25112708 - Fundargerð 39. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 24.11.2025

Fundargerð 39. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 24.11.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.25112615 - Fundargerð 618. fundar stjórnar SSH frá 17.11.2025

Fundargerð 618. fundar stjórnar SSH frá 17.11.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.25112791 - Fundargerð 989. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga frá 14.11.2025

Fundargerð 989. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga frá 14.11.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.25112883 - Fundargerð 432. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 19.11.2025

Fundargerð 432. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 19.11.2025.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Erindi frá bæjarfulltrúum

15.25112715 - Ósk bæjarfulltrúaTheódóru Þorsteinsdóttur eftir upplýsingum er varða byggingu Barnaskóla Kársness

Frá bæjarfulltrúa Viðreisnar, dags. 27.11.2025, lögð fram fyrirspurn í fimm liðum varðandi byggingu Barnaskóla Kársness.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.2512273 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur eftir lögfræðiáliti er varða heimildir innkaupanefndar til fullnaðarafgreiðslu mála

Frá bæjarfulltrúa Viðreisnar og Pírata, dags. 02.12.2025, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir lögfræðiáliti er varða heimildir innkaupanefndar til fullnaðarafgreiðslu mála.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarritara.

Fundi slitið - kl. 10:42.