Frá umhverfissviði, dags. 24.11.2025, lagt fram til samþykktar bæjarráðs niðurstaða valnefndar um þróun lóðarinnar að Dalvegi 1. Í niðurstöðunni er farið yfir feril málsins og umsögn um efstu fjórar tillögurnar. Ásamt niðurstöðu valnefndar eru lagðar fram innsendar tillögur og einkunnargjöf valnefndar. Óskað er eftir að gögnin verði meðhöndluð sem trúnaðargögn.
Gestir
- Guðrún Edda Finnbogadóttir, skrifstofustjóri umhverfissviðs - mæting: 09:22
- Auður D. Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi - mæting: 09:22
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar notendaráðs um málefni fatlaðs fólks.