Bæjarráð

3240. fundur 18. desember 2025 kl. 08:15 - 11:35 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson, aðalmaður boðaði forföll og Björg Baldursdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Hákon Gunnarsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá
Hjördís Ýr Johnson varaformaður stýrði fundi í fjarveru formanns.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.25121476 - Gjaldskrár 2026

Lagðar fram til kynningar uppfærðar gjaldskrár sem taka gildi 1. janúar 2026.
Lagt fram.

Umræður.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2508895 - Þverbrekka 2, Ástún 12 og Ástún 14. Heimild til sölu

Frá deildarstjóra greiningadeildar, dags. 12.12.2025, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til sölu íbúðar 206-6390 og 206-6400 í Þverbrekku 2 og 205-8675 í Ástúni 12.
Umræður.

Gestur vék af fundi kl. 8:44

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur umbeðna heimild.

Bæjarráð samþykkir að óska eftirfarandi upplýsinga:
"Óskað er greinargerðar um stöðu og hlutverk húsnæðisnefndar Kópavogs (erindisbréf) og hver og hvernig veitt er umboð til einstakra starfsmanna til að annast umsýslu fyrir hönd húsnæðisnefndar. Þá er óskað upplýsinga um hvernig söluþóknanir sem Kópavogsbær greiðir fasteignasölum vegna sölumeðferðar félagslegra fasteigna Kópavogsbæjar eru ákvarðaðar. Enn fremur hvernig staðið er að vali á fasteignasölum til að annast þjónustuna.

Sérstaklega er óskað umfjöllunar um hvernig staðið er að lögbundnum hlutverkum í húsnæðismálum og félagslegri íbúðastefnu."

Vísað til afgreiðslu bæjarritara.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 08:31

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2209102 - Sérstakur húsnæðisstuðningur. Breyting á reglum.

Frá skrifstofu áhættu - og fjárstýringar, dags. 16.12.2025, lögð fram tillaga um breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.
Umræður.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.25121419 - Sólarhvarf 2-10 og Stöðvarhvarf 25-29. Afturköllun lóðarúthlutana

Frá umhverfissviði, dags. 15.12.2025, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að afturkalla lóðarúthlutanir á lóðunum Sólarhvarfi 2-10 og Stöðvarhvarfi 25-29 og þær auglýstar aftur til úthlutunar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2509185 - Umsókn um launað námsleyfi

Frá lögfræðiþjónustu, dags. 15.12.2025, lögð fram umsögn vegna umsóknar um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir að veita launað námsleyfi í allt að sex mánuði árið 2026 á meðan nám í samskiptastjórnun stendur yfir og þar til lokapróf klárast, í samráði við yfirmann og að unnt verði að haga leyfinu á þann hátt að ekki þurfi afleysingu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2508758 - Umsókn um launað námsleyfi

Frá lögfræðiþjónustu, dags. 15.12.2025, lögð fram umsögn vegna umsóknar um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir að veita launað námsleyfi í allt að fimm mánuði á vorönn 2026 á meðan nám í Menntun allra, til viðbótardiplómu, stendur yfir og þar til lokapróf klárast, í samráði við yfirmann.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.25112837 - Fundaráætlun bæjarstjórnar 2026

Lögð fram áætlun um fundi bæjarstjórnar 2026.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.25112836 - Fundaráætlun bæjarráðs 2026

Lögð fram áætlun um fundi bæjarráðs 2026.
Lagt fram.

Ýmis erindi

9.25121573 - Beiðni um styrk fyrir jólin 2025

Frá mæðrastyrksnefnd Kópavogs, lögð fram beiðni um styrk vegna jólaúthlutunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til bæjarritara.

Fundargerðir nefnda

10.2512013F - Innkaupanefnd - 11. fundur frá 15.12.2025

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Bókun:
"Undirrituð telur að bókanir hennar við mál nr. 1 í fundargerð innkaupanefndar skuli ekki vera bundnar trúnaði. Þær eru hér með áréttaðar:

Undirrituð telur vafa leika á um heimildir nefndarinnar til afgreiðslu tillögunnar. Samkvæmt framlagðri kostnaðaráætlun er áætlaður heildarkostnaður við verkið hærri en samþykktar fjárheimildir í þriggja ára áætlun gera ráð fyrir. Auk þess er nauðsynlegt að uppfæra útboðslýsingu áður en málið er afgreitt, setja inn rétta dagsetningu verkloka og skýra hvaða frávikstilboð eru heimil, þar sem bæði kemur fram í lýsingu að frávikstilboð séu heimil og að ekki sé heimilt með frávikstilboði að gera tilboð í aðra tilhögun verksins en þá sem lýst er í útboðsgögnum.

Undirrituð ítrekar að samkvæmt erindisbréfi nefndarinnar er heimild til ákvarðana um útboð bundin því að kostnaðaráætlun rúmist innan fjárhags- og fjárfestingaráætlunar, og að nefndin hefur ekki heimild til fullnaðarafgreiðslu umfram samþykktar fjárheimildir. Þar sem framlögð kostnaðaráætlun er umfram fjárheimildir þriggja ára áætlunar er eðlilegt og í samræmi við bæjarmálasamþykkt að málinu sé vísað til bæjarráðs, sem er samkvæmt bæjarmálasamþykkt réttur vettvangur til endanlegrar afgreiðslu útboðsmála."

Sigurbjörg E. Egilsdóttir.


Bókun:
"Eins og kemur fram í bókun bæjarfulltrúa Pírata var bókun hennar lögð fram í trúnaðarbók, en það var mat meirihluta innkauparáðs að hún gæfi væntingar um að það væri svigrúm af hálfu bæjarins til innkaupa umfram það sem kemur fram í útboðslýsingu, en slíkar væntingar geta gengið gegn hagsmunum sveitarfélagsins þegar innkaupaferlið er á viðkvæmum stað. Meirihluti bæjarráðs gerir ekki athugasemd við að bókunin sé dregin fram með þeim hætti sem hér er gert, en telur brýnt að árétta um leið að fjárheimildir til verksins hljóða uppá 1.900 milljónir kr. með vsk. eins og fram kemur í útboðslýsingu og rúmast innan fjárheimilda. Meirihlutinn telur ekki tækt að blanda saman kostnaði við framkvæmd og hönnun annars vegar og eftirliti hins vegar á þessu stigi máls."

Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir


Bókun:
"Útboðslýsing tilgreinir að fjárheimildir til verkhlutans sem verið er að bjóða út, hönnun og framkvæmd, hljóði upp á 1.900 milljónir kr. með vsk. Við það að ráðstafa 1.900 milljónum í þann hluta er samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðaráætlun ekki nægt svigrúm eftir innan fjárheimilda fyrir þá kostnaðarliði sem eðli máls samkvæmt falla utan verksamnings, fyrst og fremst umsjón og eftirlit.

Hér er því ekki verið að „blanda saman“ óskyldum þáttum, heldur að tryggja að fjárhagsrammi verkefnisins sé raunhæfur,og meðferð málsins í samræmi við heimild nefndarinnar til fullnaðarafgreiðslu. Það er mikilvægt að sýna fram á hvernig nauðsynlegir liðir utan verksamnings verða fjármagnaðir, annars getur það leitt til vandkvæða á síðari stigum máls með tilheyrandi kostnaði og áhættu fyrir sveitarfélagið.

Undirrituð telur að aðgreina með þessum hætti útboðsupphæð annars vegar og heildarverkefniskostnað hins vegar, án skýrrar heildaryfirsýnar og staðfestingar á fjármögnun allra nauðsynlegra liða, sé óábyrg fjármálastjórn og gangi gegn grundvallarsjónarmiðum um ábyrga og gagnsæja meðferð opinbers fjár."

Sigurbjörg E. Egilsdóttir


Bókun:
"Hér er eingöngu verið að bjóða út hönnun og framkvæmd verksins. Að öðru leyti vísar meirihlutinn til fyrri bókunar."

Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir

Fundargerðir nefnda

11.2512005F - Leikskólanefnd - 175. fundur frá 09.12.2025

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2512007F - Skipulags- og umhverfisráð - 21. fundur frá 15.12.2025

Fundargerð í tíu liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.25121221 - Fundargerð 990. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga frá 05.12.2025

Fundargerð 990. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga frá 05.12.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.25121412 - Fundargerð 275. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 31.10.2025

Fundargerð 275. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 31.10.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.25121413 - Fundargerð 276. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 21.11.2025

Fundargerð 276. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 21.11.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.25121570 - Fundargerð 55. eigendafundar stjórnar Strætó frá 01.12.2025

Fundargerð 55. eigendafundar stjórnar Strætó frá 01.12.2025.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

17.25121578 - Fyrirspurn fulltrúa Viðreisnar Theódóru Þorsteinsdóttur er varðar innkaup Kópavogsbæjar

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarritara.

Fundi slitið - kl. 11:35.