Bæjarráð

2529. fundur 10. desember 2009 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.912043 - Smáratorg 3. Beiðni um lækkun/niðurfellingu fasteignagjalda.

Frá SMI ehf., dags. 1/12, óskað eftir lækkun fasteignagjalda að Smáratorgi 3, í hlutfalli við óinnréttuð rými í fasteigninni.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar.

2.912046 - Heimsmeistaramót í samhæfðum skautadansi.

Frá Skautafélagi Reykjavíkur, dags. 1/12, óskað eftir styrk til að senda lið í samhæfðum skautadansi á heimsmeistaramót, sem haldið verður i Colorado í apríl 2010.

Bæjarráð vísar erindinu til ÍTK til afgreiðslu.

3.912589 - Sótt um leyfi fyrir áramótabrennu í Þingahverfi.

Frá Árna Þór Árnasyni, tölvupóstur, þar sem óskað er eftir að halda áramótabrennu suðvestan við Boðaþing 12.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

4.912182 - Þorrasalir 8, lóðarskil.

Frá Hannesi Björnssyni og Hafdísi Ólafsdóttur, dags. 30/11, lóðinni að Þorrasölum 8 skilað inn.

Lagt fram.

5.912515 - Austurkór 66, lóðarskil.

Frá Stefáni Rúnari Höskuldssyni og Unni Helgu Kristjánsdóttur, dags. 7/12, lóðinni að Austurkór 66 skilað inn.

Lagt fram.

6.912516 - Iðuþing 38, lóðarskil.

Frá Auðuni Frey Ingvarssyni og Ásdísi Magnúsdóttur, dags. 7/12, lóðinni að Iðuþingi 38 skilað inn.

Lagt fram.

7.912522 - Hamraendi 9, lóðarumsókn.

Frá fyrirtækinu ""Ég og Jói ehf."", sótt um byggingarrétt fyrir lóðina að Hamraenda 9 og Hamraenda 11 til vara.

Bæjarráð samþykkir umsókn um byggingarrétt.

8.912517 - Hamraendi 11, lóðarumsókn.

Frá fyrirtækinu ""Ég og Jói ehf."", sótt um byggingarrétt fyrir lóðina að Hamraenda 11 og Hamraenda 9 til vara.

Bæjarráð samþykkir umsókn um byggingarrétt.

9.901067 - Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar

Næsti fundur bæjarstjórnar verði haldinn fimmtudaginn 17. desember nk.

 

Dagskrá:

 

I. Fundargerðir nefnda

II. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2010. Fyrri umræða

III. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2010 - 2012. Síðari umræða

10.912594 - Fyrirspurn til bæjarlögmanns.

Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs, lagði fram eftirfarandi fyrirspurn til bæjarlögmanns:

 

""Í ljósi frétta af sölu Garðabæjar á köldu vatni til Álftaness óskar undirritaður eftir því að bæjarlögmaður kanni hvort umrædd sala standist ákvæði samninga um sölu vatns frá Kópavogi til Garðabæjar. Samkvæmt fréttum kaupir Garðabær vatn af Kópavogsbæ og selur áfram til Álftanesbæjar með umtalsverðri álagningu. Slíkt getur varla talist eðlilegt og því er þess óskað að kannað verði hvort umrædd viðskipti stangist á við samning Vatnsveitu Kópavogs við Garðabæ.

Ómar Stefánsson""

11.901385 - Fundargerð Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 30/11

145. fundur

12.911022 - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 30/11

241. fundur

13.912002 - Jafnréttisnefnd 8/12

287. fundur

14.911019 - Fundargerð skólanefndar 30/11

20. fundur

15.910051 - Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns 5/10

57. fundur

16.904002 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs 23/10

17.811349 - Glaðheimar, leiga á hesthúsum.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 2/12, tillögur varðandi leigu á hesthúsum á Glaðheimasvæðinu í ár.

 Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

 

Bæjarráð samþykkir að leiga á nýjum húsum verði 3.000 kr. á fermetra og í gömlum húsum verði leigan 2250 kr. á fermetra. Innifalin eru fasteignagjöld og tryggingar. Hesthús í eigu bæjarins að Heimsenda 1 verði einnig leigt út á sömu kjörum.

18.701064 - Fossvogsdalur. Spilda úr landi Kópavogsbæjar. Leigusamningur

Frá garðyrkjustjóra, dags. 30/11, varðandi samning Kópavogsbæjar og Hríslu ehf., verkstaða 2009 og áætlun 2010.

Lagt fram.

19.909258 - Framkvæmdir við félags-, fræðslu- og þjónustuhús í Guðmundarlundi.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 9/12, umsögn sem frestað var í bæjarráði 3/12 s.l. varðandi framkvæmdir við félags-, fræðslu- og þjónustuhús í Guðmundarlundi. Lagt er til að bæjarráð samþykki fjárstyrk til Skógræktarfélagsins eins og tilgreint er í tillögu. Samningar Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar verði að örðu leyti óbreyttir.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

20.911877 - Fífuhvammsvegur. Gangandi umferð yfir veginn, úrbætur.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 9/12, tillaga um framkvæmd varðandi bætt umferðaröryggi gangandi vegfarenda um Fífuhvammsveg.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

21.909437 - Fróðaþing 40, óskað eftir viðræðum v/tjóns v/framkvæmda deiliskipulags.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 9/12, varðandi erindi Freys Magnússonar, sem óskar eftir þátttöku Kópavogsbæjar í kostnaði varðandi skipulags- og byggingarleyfi fyrir lóðina að Fróðaþingi 40. Lagt er til að bæjarráð hafni erindinu.

Bæjarráð hafnar erindinu.

22.911301 - Beiðni um styrk vegna þátttöku í nemakeppni í AEHT í Dubrovnik í Króatíu.

Frá bæjarritara, dags. 8/12, umsögn um erindi frá Menntaskólanum í Kópavogi, varðandi styrkbeiðni til þátttöku í nemakeppni í Króatíu. Lagt er til að veittur verði styrkur að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarritara.

23.911665 - Borgarholtsbraut 31. Ósk um lækkun/niðurfellingu á fasteignagjöldum.

Frá bæjarritara, dags. 8/12, umsögn um erindi frá Húsnæðisfélaginu SEM varðandi styrk til greiðslu fasteignagjalda næsta árs. Lagt er til að félaginu verði bent á að sækja þarf um lækkun fasteignaskatts á hverju ári á þar til gerðu eyðublaði, enda fer afsláttur hverju sinni eftir tekjum þess einstaklings sem í íbúðinni býr.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarritara.

24.910468 - Óskað eftir stuðningi við Fjölskylduhjálp Íslands, (Jólasöfnun 2009).

Frá bæjarritara, dags. 8/12, umsögn um erindi Fjölskylduhjálpar Íslands, sem óskar eftir styrk til starfseminnar. Lagt er til að veittur verði styrkur að upphæð kr. 100.000.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarritara.

25.912572 - Framlenging á viðskiptasamningum um lánalínur við NBI hf (Landsbankann).

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, tillaga varðandi framlengingu á viðskiptasamningum um lánalínur við NBI hf., (Landsbankann).
Bæjarráð samþykkir hér með að framlengja viðskiptasamningum um lánalínur í erlendum myntum við NBI hf., (Landsbankann).
Jafnframt er bæjarstjóra Gunnsteini Sigurðssyni eða fjármála- og hagsýslustjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita ofangreinda viðskiptasamninga við NBI hf. sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast þessum lánalínum.
Umboðið gildir þar til bæjarstjórn hefur tilkynnt NBI hf. afturköllun þess.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um framlengingu á viðskiptasamningum um lánalínur við NBI hf. og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.

26.912040 - Tilfærsla á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga.

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30/11, varðandi tilfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga.

Lagt fram.

27.912157 - Samþætt leitarvél fyrir Ísland.

Frá Landskerfi bókasafna hf., dags. 30/11, upplýsingar til hluthafa í Landskerfum bókasafna hf. um samþætta leitarvél fyrir Ísland.

Lagt fram.

28.810233 - Vatnsendablettur 206.

Frá Halldóri Ó. Sigurðssyni f.h. Fríðu Hjaltested, beiðni um framlengingu stöðuréttar sumarbústaðar á Vatnsendabletti 206.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

Fundi slitið - kl. 17:15.