Frá fjármála- og hagsýslustjóra, tillaga varðandi framlengingu á viðskiptasamningum um lánalínur við NBI hf., (Landsbankann).
Bæjarráð samþykkir hér með að framlengja viðskiptasamningum um lánalínur í erlendum myntum við NBI hf., (Landsbankann).
Jafnframt er bæjarstjóra Gunnsteini Sigurðssyni eða fjármála- og hagsýslustjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita ofangreinda viðskiptasamninga við NBI hf. sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast þessum lánalínum.
Umboðið gildir þar til bæjarstjórn hefur tilkynnt NBI hf. afturköllun þess.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um framlengingu á viðskiptasamningum um lánalínur við NBI hf. og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.