Bæjarráð

2742. fundur 11. september 2014 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Sverrir Óskarsson varafulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1407196 - Kjarasamningur við Starfsmannafélag Kópavogs

Frá bæjarstjóra, kjarasamningsviðræður Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.
Lagt fram.

Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga sat fundinn undir þessum lið.

2.1408203 - Heiti hringtorga. Tillaga frá Pétri Hrafni Sigurðssyni

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 9. september, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði þann 14. ágúst sl. varðandi heiti á hringtorgum í bænum. Lögð fram tillaga að nafnabreytingum þar sem komi fram "torg" í heitunum.
Lagt fram.

3.1404115 - Melahvarf 3. Umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 9. september, tillaga um að úthlutun lóðarinnar Melahvarf 3 verði afturkölluð og auglýst til umsóknar á ný.
Bæjarráð samþykkir að afturkalla byggingarrétt Jóhanns J. Þórissonar, kt. 230756-4149 á lóðinni Melahvarfi 3 og að hún verði auglýst laus til umsóknar.

4.1408110 - 6 mánaða uppgjör 2014

Frá bæjarstjóra, 6 mánaða uppgjör Kópavogsbæjar 2014.
Lagt fram.

Bæjarráð lýsir ánægju með afkomu Kópavogsbæjar fyrstu 6 mánuði ársins sem er betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun og þakkar um leið starfsfólki bæjarins fyrir þeirra framlag. Athygli er vakin á því að áhrif kjarasamninga munu að mestu leyti koma fram á síðari hluta ársins sem væntanlega mun koma niður á rekstrarafganginum.

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.1409149 - Frágangur bifreiðastæða við Lindakirkju

Frá sóknarnefnd Lindakirkju, dags. 5. september, lagt fram tilboð í frágang bílastæða við kirkjuna og óskað eftir styrk til framkvæmdanna.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

6.1409020 - Lækjarbotnaland 53d. Óskað eftir leyfi bæjarráðs til að selja fasteign

Frá lóðarhöfum Lækjarbotnalands 53d, dags. 31. ágúst, óskað heimildar bæjarráðs til að selja fasteignina.
Bæjarráð samþykkir erindið.

7.1409172 - Vatnsendi-eignarnámssátt. Athugasemdir vegna samþykktar bæjarráðs 28.08.2014 um auglýsingu á tillögu

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl., dags. 8. september, athugasemdir vegna samþykktar bæjarráðs 28.08.2014 um auglýsingu á tillögu að svæðisskipulagi vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

8.1408016 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 28. ágúst

126. fundargerð í 3 liðum.
Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.1409002 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 4. september

127. fundargerð í 8 liðum.
Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til afgreiðslu bæjarstjórnar.

10.1408011 - Félagsmálaráð, 8. september

1375. fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.

11.1409092 - Atvinnuver tilraunaverkefni - Beiðni um áframhald

Frá deildarstjóra ráðgjafa- og íbúðadeildar, lögð fram skýrsla Atvinnuvers frá ágúst 2014 ásamt eftirfarandi bókun félagsmálaráðs frá 8. september:
"Félagsmálaráð lýsir yfir ánægju með Atvinnuver og hvetur til þess að starfsemin haldi áfram í sömu mynd."
Bæjarráð samþykkir tillögu um að Atvinnuver starfi áfram og að útfærsla verði með þeim hætti að ekki verði um aukin fjárútlát að ræða.

12.1403283 - Áætlun um uppbyggingu húsnæðisúrræða

Frá deildarstjóra þjónustudeildar fatlaðra, dags. 4. september, áætlun um uppbyggingu húsnæðisúrræða fatlaðs fólks í Kópavogi til ársins 2026, mál sem var til umræðu á fundi félagsmálaráðs þann 8. september.
Bæjarráð vísar áætluninni til gerðar fjárhagsáætlunar.

13.1408015 - Lista- og menningarráð, 29. ágúst

30. fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

14.1401102 - Skólanefnd MK, 2. september

8. fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

15.1401107 - Stjórn SSH, 1. september

405. fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

16.1401114 - Eigendafundur Sorpu bs., 1. september

5. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

17.1309084 - Eigendafundur Strætó bs., 2. desember 2013

2. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

18.1401116 - Eigendafundur Strætó bs., 1. september

3. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

19.1409225 - Breytingar á greiðslum atvinnuleysisbóta

Bæjarráð mótmælir því að í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að tímabil greiðslu atvinnuleysisbóta verði stytt úr þremur árum í tvö og hálft ár, en stutt er síðan að tímabilið var stytt úr fjórum árum í þrjú. Óeðlilegt er að velta þessum kostnaði yfir á sveitarfélögin í landinu. Með þessari aðgerð er verið að setja afkomu fjölda atvinnuleitenda og fjölskyldna þeirra í uppnám.

20.1409226 - Leigugjald á Rútstúni 17. júní. Tillaga frá Pétri Hrafni Sigurðssyni.

Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Undirritaður leggur til að leigugjald sölubása til íþróttafélaga á Rútstúni þann 17. júní sl. verði lækkað um helming þar sem sala var lítil sökum veðurs.
Pétur Hrafn Sigurðsson"

Bæjarráð hafnar tillögunni með þremur atkvæðum en einn greiddi atkvæði með henni. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Leigan sem íþróttafélögin greiða er sama upphæð sem Kópavogsbær greiðir fyrir leigu sölubása eða 45 þúsund krónur. Ekki er rukkað fyrir flutning, rafmagn, uppsetningu og gæslu. Eftirspurnin eftir sölubásum er langtum meiri en framboð þeirra.
Ármann Kr. Ólafsson, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Sverrir Óskarsson"

Birkir Jón Jónsson og Sverrir Óskarsson lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaðir kallar eftir uppgjöri íþróttafélaga vegna sölu á Rútstúni þann 17. júní til að hægt sé að taka afstöðu til erindisins.
Birkir Jón Jónsson, Sverrir Óskarsson"

Fundi slitið.