Bæjarráð

2808. fundur 11. febrúar 2016 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Sverrir Óskarsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1602099 - Álmakór 4. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 5. febrúar, lögð fram umsókn um lóðina Álmakór 4 frá Helgu P. Finnsdóttur, kt. 200971-3029 og Hauki Hlíðkvist Ómarssyni, kt. 190971-4069. Lagt til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.16011360 - Beiðni um umsögn um umsókn Iceland Resources ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á málmum á Reykja

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 4. febrúar, lögð fram umsögn til Orkustofnunar um umsókn Iceland Resources ehf. um leyfi til leitar og rannsókn á málmum á Reykjanesskaga.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfissvðis að svara erindi Orkustofnunar á grundvelli framlagðrar umsagnar.

3.1601720 - Samræmd lóðaafmörkun mannvirkja orkufyrirtækja.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 2. febrúar, lögð fram umsögn til Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna vinnu við samræmda afmörkun lóða innan sveitarfélaganna þar sem eru að finna mannvirki á vegum orkufyrirtækjanna.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfissviðs að svara erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga á grundvelli framlagðrar umsagnar.

4.1010296 - Sorpmál í Kópavogi.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 8. febrúar, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að framlengja verksamning um sorphirðu í Kópavogi við Íslenska Gámafélagið ehf. um tvö ár.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að framlengja verksamningi um sorphirðu í Kópavogi við Íslenska Gámafélagið ehf. um tvö ár.

5.1602049 - Boðaþing 11-13, Framkvæmdasjóður umsókn.

Frá velferðarráðuneyti, dags. 1. febrúar, lagt fram bréf þar sem tilkynnt er að ráðuneytið muni innan tíðar óska eftir fundi með Kópavogsbæ í tilefni af ósk sveitarfélagsins um að taka upp viðræður um stækkun hjúkrunarheimilisins að Boðaþingi.
Lagt fram.

6.1602200 - Tillaga til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra, 14. mál. Umsagnarbeiðni.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 5. febrúar, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra (þingmannamál), 14. mál.
Lagt fram.

7.1602260 - Þjónustukönnun sveitarfélaga 2015.

Frá Gallup, lögð fram skýrsla fyrir Kópavog með niðurstöðum úr þjónustukönnun sveitarfélaga 2015.
Lagt fram.

8.1601020 - Barnaverndarnefnd, dags. 28. janúar 2016.

53. fundur barnaverndarnefndar í 3. liðum.
Lagt fram.

9.16011137 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 3. febrúar 2016.

208. fundur heilbrigðisnefndar í 83. liðum.
Lagt fram.

10.1601025 - Íþróttaráð, dags. 4. febrúar 2016.

56. fundur íþróttaráðs í 6. liðum.
Lagt fram.

11.16011141 - Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 27. janúar 2016.

349. fundur stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í 4. liðum.
Lagt fram.

12.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 29. janúar 2016.

236. fundur stjórnar Strætó í 8. liðum.
Lagt fram.

13.1602379 - Tillaga um minni plastnotkun. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram tillögu um að umhverfissvið skoði hvernig hægt er að stuðla að minni plastnotkun í bænum og auka endurvinnslu plasts.

Ármann Kr. Ólafss lagði fram eftirfarandi bókun:
"Bendi á að umhverfis- og samgöngunefnd er að vinna að sambærilegu verkefni og því legg ég til að tillögunni verði vísað til nefndarinnar sem innlegg í þá vinnu.
Ármann Kr. Ólafsson"

Sverrir Óskarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Það væri snilld að hafa pokalausan Kópavog.
Sverrir Óskarsson"

Bæjarráð vísar tillögunni til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

Fundi slitið.