Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi tillögu:
""Með vísan í bókun bæjarstjórnar, þann 19. desember 2008, ""Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að fyrir 1. mars skuli liggja fyrir niðurstaða vinnu kjörinna fulltrúa vegna fækkunar nefnda bæjarins með það að markmiði að auka skilvirkni í stjórnsýslu og lækka rekstrarkostnað"" leggja fulltrúar Samfylkingarinnar fram eftirfarandi tillögu:
Frá og með 1. desember 2009 skuli eftirfarandi nefndir sameinaðar:
Byggingarnefnd og skipulagsnefnd skuli sameinaðar í eina nefnd, skipulags- og byggingarnefnd.
Húsnæðisnefnd skuli felld niður og skuli félagsmálaráð fjalla um málefni nefndarinnar.
Stjórn Salarins fari undir lista- og menningarráð.
Forvarnanefnd sameinist ÍTK.
Taki þessi samþykkt gildi þann 1. desember 2009.
Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson""
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.