Bæjarráð

2604. fundur 11. ágúst 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1107004 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 26/7

18. fundur

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

2.1108001 - Félagsmálaráð 9/8

1312. fundur

Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks taka undir bókun minnihlutans undir lið 12.

 

Þá lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks fram eftirfarandi bókun:

""Undirritaðir óska eftir upplýsingum um hvernig viðbótarútgjöld vegna yfirfærslu málefna fatlaðs fólks verði fjármögnuð. Skriflegt svar óskast.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson""

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

""Þetta hlýtur að vera sameiginlegt viðfangsefni allra bæjarfulltrúa og óska ég eftir skriflegum tillögum sjálfstæðismanna vegna þessa.

Guðríður Arnardóttir""

 

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Undirritaður minnir á að hann varaði margoft við því að dulinn kostnaður kæmi fram við yfirfærsluna.

Ármann Kr. Ólafsson""

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Ég vil minna á fyrirspurn mína varðandi stofnkostnað vegna Skjólbrautar 1a.

Gunnar Ingi Birgisson""

3.1107024 - Beiðni um aukið stöðugildi í fjárhagsaðstoð

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 4/7, beiðni um heimild til að auka starfshlutfall þjónustufulltrúa í félagslegri ráðgjöf og fjárhagsaðstoð úr 0,5 í 1,0 hið fyrsta. Félagsmálaráð vísaði erindinu til bæjarráðs, sbr. lið 6 í fundargerð 9/8.

Bæjarráð vísar tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

4.1102508 - Tillaga að stjórnsýsluútekt

Frá bæjarstjóra, nöfn þeirra fyrirtækja sem hafa áhuga á að taka þátt í tilboðsgerð vegna kostnaðarmats á fyrirhugaðri stjórnsýsluúttekt.

Lagt fram.

 

Hlé var gert á fundi kl. 8:35.  Fundi var fram haldið kl. 8:40.

 

Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi tillögu:

""Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita til Ríkisendurskoðunar um aðstoð við gerð verk- og útboðslýsingar vegna stjórnsýsluúttektar hjá Kópavogsbæ.

Guðrún Pálsdóttir""

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna með þremur atkvæðum en tveir fulltrúar sitja hjá.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Þetta er fjórða tilraun til að móta þetta verkefni og enn erum við að spóla í sama farinu. Því sitjum við hjá þar til línur eru farnar að skýrast.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson""

 

Fulltrúi Framsóknarflokks, Ómar Stefánsson, tók undir bókunina.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

""Ég bendi á að það er betra að flýta sér hægt og vanda vel til verksins.

Guðríður Arnardóttir""

5.1104004 - Stofnskrá fyrir Náttúrufræðistofu Kópavogs

Frá bæjarstjóra, lögð fram til staðfestingar stofnskrá fyrir Náttúrufræðistofu Kópavogs, sem samþykkt var á 2. fundi menningar- og þróunarráðs 4/4 sl.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

6.1102309 - Strætó bs.: Erindi Sveitarfélagsins Álftaness um fjárhagsleg áhrif úrsagnar úr Strætó bs. vísað til

Frá bæjarstjóra, lagt fram að nýju erindi Álftaness varðandi þátttöku í rekstri Strætó, sem frestað var í bæjarráði 21/7 sl., sbr. lið 1 í fundargerð SSH frá 10/6 sl.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti kostnaðarþátttöku vegna bættra almenningssamgangna á Álftanesi enda er hér um að ræða stuðning við bættar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.  Skilyrði fyrir þátttöku Kópavogsbæjar er að öll aðildarsveitarfélög Strætó bs. samþykki slíkt hið sama fyrir sitt leyti og við ítrekum að hér er aðeins um tímabundna ráðstöfun að ræða. Samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

 

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Aukin útgjöld vegna þessa hækkar lán Kópavogsbæjar sem því nemur enda ljóst að rekstur fer víða fram úr áætlun á þessu ári og því enginn afgangur.

Ármann Kr. Ólafsson""

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Ég tel að ekkert réttlæti þessi aukaútgjöld og lýsi mig mótfallinn þessari tillögu.

Ómar Stefánsson""

7.1107232 - Samúðarkveðjur

Frá bæjarstjóra, dags. 26/7, afrit af bréfi sent til vinabæjarins Þrándheims vegna atburðanna á Utöy og Osló.

Lagt fram.

8.1104283 - Kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Brussel 5.-9. júní 2011

Frá bæjarritara, dags. 9/8, greinargerð um kynningar fyrir sveitarstjórnarmenn í Brussel á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lagt fram.

9.1101078 - Mánaðarskýrslur 2011

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla Kópavogsbæjar júlí 2011, yfirlit yfir starfsemi í júní.

Lagt fram.

10.1107133 - Umsögn vegna kæru uppsagnar á þjónustusamningi Kópavogsbæjar og leikskólans Kjarrsins ehf.

Frá bæjarlögmanni, dags. 3/8, tillaga að umsögn til innanríkisráðuneytisins vegna Kjarrsins.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Undirritaður telur umsögnina ekki faglega unna.

Gunnar Ingi Birgisson""

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

""Umsögnin er faglega unnin og byggir á staðreyndum og gögnum málsins.

Guðríður Arnardóttir""

 

Bæjarráð samþykkir tillögu að umsögn með þremur atkvæðum gegn einu. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

11.1106474 - Umsókn um launalaust leyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 29/7, umsögn um beiðni Lilju Bjarnþórsdóttur um launalaust leyfi, þar sem mælt er með að bæjarráð samþykki beiðnina.

Bæjarráð samþykkir að veita Lilju Bjarnþórsdóttur launalaust leyfi í eitt ár frá 15. ágúst 2011 til 14. ágúst 2012.

12.1107057 - Launalaust leyfi frá störfum

Frá starfsmannastjóra, dags. 29/7, tillaga til bæjarráðs um beiðni Bjarka Valbergs um launalaust leyfi, þar sem mælt er með að leyfið verði veitt að uppfylltum tilgreindum skilyrðum.

Bæjarráð samþykkir tillögu starfsmannastjóra um að veita Bjarka Valberg launalaust leyfi í eitt ár frá 1. september 2011 til 31. ágúst 2012.

13.1108141 - Frá framkvæmdahóp um atvinnustefnu og atvinnumál - Tillaga að gerð sóknaráætlunar fyrir höfuðborgars

Frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 9/8, tillaga verkefnahóps SSH um atvinnumál og atvinnustefnu, varðandi gerð sóknaráætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið.

Lagt fram.

14.1105261 - Vatnsendi, eignarnám. Dómsmál 2011

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl., dags. 15/7, beiðni um gögn varðandi álögð yfirtökugjöld lóða í Vatnsendahlíð.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.

15.1105261 - Vatnsendi, eignarnám. Dómsmál 2011

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl., dags. 15/7, óskað eftir jarðkönnun Línuhönnunar hf. fyrir athafnasvæði við Víkurhvarf.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.

16.1105261 - Vatnsendi, eignarnám. Dómsmál 2011

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl., dags. 29/7, óskað eftir leiðréttri tilkynningu til kauphallarinnar vegna Vbl. 241a og 134.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.

17.1107187 - Heildaryfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóði janúar-júní 2011

Frá innanríkisráðuneytinu, Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 19/7, heildaryfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóði janúar-júní 2011.

Lagt fram.

18.1107256 - Stjórnsýslukæra vegna synjunar félagsmálaráðs að hluta á beiðni um heimagreiðslu

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 26/7, óskað umsagnar Kópavogsbæjar um kæru vegna synjunar félagsmálaráðs að hluta á beiðni um heimagreiðslu.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til umsagnar.

19.1107230 - Heimgreiðslur. Athugasemd við niðurfellingu

Frá íbúa í bænum, dags. 27/7, fyrirspurn í tengslum við niðurfellingu heimgreiðslna.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Niðurfelling heimgreiðslna er alfarið á ábyrgð meirihlutans og lýsa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vanþóknun á þeirri ákvörðun. Samkvæmt fjárhagsáætlun gátu foreldrar gengið út frá því sem vísu að greiðslurnar héldu a.m.k. áfram út árið.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson""

 

Ómar Stefánsson, áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks, tók undir bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks.

20.1107194 - Umhverfisráð Vinnuskóla Reykjavíkur hvetur sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Sorpu að auðvelda

Frá umhverfisráði Vinnuskólans í Reykjavík, dags. 15/7, tillögur varðandi flokkun á rusli heimila.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.

21.1108138 - Niðurgreiðsla á nemakortum í strætó

Frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, dags. 21/6, óskað eftir sama afslætti á stúdentakortum í strætó og hefur verið sl. ár.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

22.1108036 - Erindi varðandi hlutverk byggingarfulltrúa samkvæmt húsaleigulögum nr. 36/1994

Frá Neytendasamtökunum, dags. 28/7, fyrirspurn varðandi framkvæmd verkferla hjá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

23.1107279 - Stjórn UMFÍ auglýsir eftir umsóknum vegna undirbúnings og framkvæmdar 2. landsmóts UMFÍ 50 plús 2012

Frá UMFÍ, dags. 27/7, óskað eftir umsóknum vegna undirbúnings og framkvæmdar 2. landsmóts UMFÍ 50 plús 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til forvarna- og frístundanefndar til afgreiðslu.

24.1108112 - Erindi varðandi húsnæðisaðstöðu

Frá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, dags. 8/8, óskað eftir viðunandi húsnæði undir starfsemi nefndarinnar.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

25.1107228 - Erindi vegna niðurrifs hesthúsa í Glaðheimum

Frá Guðmundi Einarssyni, tölvupóstur dags. 20/7, óskað eftir framlengingu á leigu hesthúsa við Granaholt 3 og 4.

Bæjarráð áréttar að engin hesthús verða leigð á Glaðheimasvæði næsta vetur og felur sviðsstjóra umhverfissviðs að svara bréfritara.

26.1108135 - Hlíðarendi 3. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 9/8, umsögn um erindi lóðarhafa að Hlíðarenda 3 að skipta á lóðum við lóðarhafa að Hlíðarenda 19, þar sem mælt er með að bæjarráð samþykki erindið.

Bæjarráð samþykkir erindið.

27.1108137 - Hlíðarendi 2. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 9/8, umsögn um erindi lóðarhafa að Hlíðarenda 16 að fá að skila þeirri lóð og fá lóðina að Hlíðarenda 2 í staðinn, þar sem mælt er með að bæjarráð samþykki erindið.

Bæjarráð samþykkir erindið.

28.1107210 - Aflakór 1 og 3. Umsókn um lóðir

Frá Ögurhvarfi 3 ehf., Tröllakór 1, umsókn um lóðirnar Aflakór 1 og 3. Samkvæmt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs er mælt með að bæjarráð samþykki umsóknina.

Bæjarráð samþykkir að gefa Ögurhvarfi 3 ehf., kt. 640505-0440, kost á byggingarrétti á lóðunum Aflakór 1 og 3.

29.1108146 - Almannakór 3, lóðarumsókn

Frá Birni Hermannssyni og Berglindi Helgadóttur, Klappakór 1C, umsókn um lóðina Almannakór 3. Samkvæmt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs er mælt með að bæjarráð samþykki umsóknina.

Bæjarráð samþykkir að veita Birni Hermannssyni, kt. 021055-4419 og Berglindi Helgadóttur, kt. 220956-5989 kost á byggingarrétt á lóðinni Almannakór 3.

30.1108147 - Auðnukór 5. Lóðarumsókn

Frá Illuga Fanndal Birkissyni, umsókn um lóðina Auðnukór 5. Samkvæmt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs er mælt með að bæjarráð samþykki umsóknina.

Bæjarráð samþykkir að gefa Illuga Fanndal Birkissyni, kt. 050574-3189 kost á byggingarrétti á lóðinni Auðnukór 5.

31.1108148 - Austurkór 52. Lóðarumsókn

Frá Viðari Þorkelssyni og Sigríði Svövu Þorsteinsdóttur, umsókn um lóðina Austurkór 52. Samkvæmt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs er mælt með að bæjarráð samþykki umsóknina.

 Bæjarráð samþykkir að gefa Viðari Þorkelssyni, kt. 290163-4989 og Sigríði Svövu Þorsteinsdóttur, kt. 300963-3669 kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 52.

32.1107209 - Austurkór 54. Umsókn um lóð

Frá Jóhannesi Árnasyni og Sigríði Olsen Ármannsdottur, umsókn um lóðina Austurkór 54. Samkvæmt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs er mælt með að bæjarráð samþykki umsóknina.

Bæjarráð samþykkir að gefa Jóhannesi Árnasyni, kt. 121266-3939 og Sigríði Olsen Ármannsdóttur, kt. 270567-5769 kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 54.

33.1108110 - Austurkór 54. Umsókn um lóð

Frá Hólmari Ólafssyni og Sigríði Rut Stanleysdóttur, umsókn um lóðina Austurkór 54. Tvær umsóknir um lóðina bárust. Samkvæmt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs er mælt með að bæjarráð samþykki umsókn Jóhannesar Árnasonar og Sigríðar Olsen Ármannsdóttur.

Bæjarráð samþykkir að gefa Jóhannesi Árnasyni, kt. 121266-3939 og Sigríði Olsen Ármannsdóttur, kt. 270567-5769 kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 54.

34.1107215 - Austurkór 74 (var áður Austurkór 62). Umsókn um lóð

Frá Gesti Þórissyni og Lenu Heimisdóttur, umsókn um lóðina Austurkór 74, ásamt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs, þar sem mælt er með að bæjarráð samþykki umsóknina.

Fjórar umsóknir voru um lóðina.  Bæjarráð samþykkir að gefa Gesti Þórissyni, kt. 130175-4149 og Lenu Heimisdóttur, kt. 110375-4849 kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 74.

35.1108108 - Austurkór 74. Umsókn um lóð

Frá Gretti Einarssyni og Ásdísi Árnadóttur, umsókn um lóðina Austurkór 74. Fjórar umsóknir um lóðina bárust. Samkvæmt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs er mælt með að samþykkja umsókn Gests Þórissonar og Lenu Heimisdóttur um lóðina.

Fjórar umsóknir voru um lóðina.  Bæjarráð samþykkir að gefa Gesti Þórissyni, kt. 130175-4149 og Lenu Heimisdóttur, kt. 110375-4849 kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 74.

36.1108145 - Austurkór 74, lóðarumsókn

Frá Kjartani Antonssyni og Hönnu Heiði Bjarnadóttur, umsókn um lóðina Austurkór 74. Samkvæmt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs er mælt með að samþykkja umsókn Gests Þórissonar og Lenu Heimisdóttur um lóðina.

Fjórar umsóknir voru um lóðina.  Bæjarráð samþykkir að gefa Gesti Þórissyni, kt. 130175-4149 og Lenu Heimisdóttur, kt. 110375-4849 kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 74.

37.1108111 - Austurkór 74. Umsókn um lóð

Frá Ástu Jóhannsdóttur og Bjarna Jóhannessyni, umsókn um lóðina Austurkór 74. Samkvæmt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs er mælt með að samþykkja umsókn Gests Þórissonar og Lenu Heimisdóttur um lóðina.

Fjórar umsóknir voru um lóðina.  Bæjarráð samþykkir að gefa Gesti Þórissyni, kt. 130175-4149 og Lenu Heimisdóttur, kt. 110375-4849 kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 74.

38.1107216 - Austurkór 79. Umsókn um lóð

Frá Hásölum ehf., umsókn um lóðina Austurkór 79.

Bæjarráð samþykkir að gefa Hásölum ehf., kt. 570700-2430 kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 79.

39.1108150 - Dalaþing 30. Lóðarumsókn

Frá Torfa H. Péturssyni og Margréti Jónu Höskuldsdóttur, umsókn um lóðina Dalaþing 30. Samkvæmt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs er mælt með að bæjarráð samþykki umsóknina.

Bæjarráð samþykkir að gefa Torfa H. Péturssyni, kt. 230368-5489 og Margréti Jónu Höskuldsdóttur, kt. 250472-3909 kost á byggingarrétti á lóðinni Dalaþing 30.

40.1106487 - Fróðaþing 26, lóðarumsókn.

Mál, sem frestað var í bæjarráði 30/6 sl, frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 29/6, umsögn vegna umsóknar Emils Austmann Kristinssonar og Dóru Maríu Guðmundsdóttur um lóðina Fróðaþing 26. Lagt er til að Emil Austmann Kristinssyni og Dóru Maríu Guðmundsdóttur verði úthlutað lóðinni Fróðaþing 26.

Bæjarráð samþykkir að gefa Emil Austmann Kristinssyni, kt. 060974-3229 og Dóru Margréti Guðmundsdóttur, kt. 170476-5069 kost á byggingarrétti á lóðinni Fróðaþing 26.

41.1107211 - Fróðaþing 26, Fróðaþing 30 til vara. Umsókn um lóð

Frá Árna Jóhannesi Valssyni og Halldóru Harðardóttur, umsókn um lóðina Fróðaþing 26, Fróðaþing 30 til vara. Samkvæmt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs er mælt með að samþykkja umsóknina um Fróðaþing 30.

Bæjarráð samþykkir að gefa Árna Jóhannesi Valssyni, kt. 260854-5939 og Halldóru Harðardóttur, kt. 180657-2829 kost á byggingarrétti á lóðinni Fróðaþing 30.

42.1108151 - Kópavogsbrún 1. Lóðarumsókn

Frá Pétri og Kristni ehf., umsókn um lóðina Kópavogsbrún 1. Samkvæmt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs er mælt með að bæjarráð samþykki umsóknina.

Bæjarráð samþykkir að gefa Pétri og Kristni ehf., kt. 691085-2529 kost á byggingarrétti á lóðinni Kópavogsbrún 1.

43.1108109 - Örvasalir 16. Umsókn um lóð

Frá Matthíasi Sveinbjörnssyni og Sigríði Ólafsdóttur, umsókn um lóðina Örvasali 16. Samkvæmt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs er mælt með að bæjarráð samþykki umsóknina.

Bæjarráð samþykkir að gefa Matthíasi Sveinbjörnssyni, kt. 240574-4979 og Sigríði Ólafsdóttur, kt. 150870-5269 kost á byggingarrétti á lóðinni Örvasalir 16.

44.1103264 - Könnun Deloitte á skjölum úr peningaskáp bæjarins

Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, lagði fram skýrslu Deloitte vegna könnunar á skjölum úr peningaskápi bæjarins.

Lagt fram og umræðu frestað.

 

Fulltrúar Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks furða sig á því að bæjarfulltrúar hafi ekki verið upplýstir um skýrslu Deloitte frá 14. mars 2011 fyrr en nú í ágúst mánuði. Þetta er enn eitt dæmið um það að meirihlutinn gerir ekkert með það fyrirheit að allt skuli vera uppi á borðum eins og svo margoft hefur verið boðað. Þetta eru ámælisverð vinnubrögð.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Ómar Stefánsson""

 

Ómar Stefánsson boðar að hann muni leggja fram skriflegar fyrirspurnir vegna málsins á næsta fundi bæjarráðs.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

""Ef ætlunin hefði verið að sópa einhverju undir teppi hefði bæjarstjóri varla óskað eftir óháðum aðilum til þess að kanna skjalaskáp bæjarins.  Þessari skýrslu sem og öðrum gögnum sem kunna að liggja fyrir er vísað til fyrirliggjandi stjórnsýsluúttektar.

Guðríður Arnardóttir""

45.1108156 - Fyrirspurn um tekjur af lóðasölu

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

""Undirritaður óskar eftir upplýsingum um hversu miklar tekjur bærinn hefur haft af lóðasölu nettó frá áramótum.

Ármann Kr. Ólafsson""

46.1108157 - Fyrirspurn vegna fyrirhugaðs verkfalls leikskólakennara

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

""Undirritaður óskar eftir upplýsingum um viðbrögð bæjarins vegna fyrirhugaðs verkfalls leikskólakennara.

Ómar Stefánsson""

47.1108158 - Fyrirspurn varðandi Kórinn

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn til sviðsstjóra menntasviðs:

""Hefur verið rætt við KSÍ um endurnýjun á samningi sem gerður var á milli Kópavogsbæjar og KSÍ árið 2006 um leigu KSÍ á Kórnum og knattspyrnuvöllum þar í kring?

Gunnar Ingi Birgisson""

48.1108160 - Hamraborgarhátíð 2011

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi tillögu:

""Fulltrúar meirihlutans leggja til í bæjarráði að haldin verði Hamraborgarhátíð þann 3. september.  Mikil ánægja var með hátíðina á síðasta ári og  fjölmargir bæjarbúar lögðu leið sína í miðbæ Kópavogs.  Við teljum þetta mikilvægan þátt í að glæða miðbæinn okkar lífi.

Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Hjálmar Hjálmarsson, Rannveig Ásgeirsdóttir""

 

Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

 

Þá samþykkir bæjarráð með þremur atkvæðum að vísa nánari útfærslu til forvarna- og frístundanefndar. Einn bæjarfulltrúi greiddi atkvæði gegn afgreiðslunni.

 

Fulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Ekki liggur fyrir hver kostnaður við Hamraborgarhátíð er og ekki var gert ráð fyrir kostnaði við hana í fjárhagsáætlun. Síðasta Hamraborgarhátíð átti ekki að kosta neitt en kostaði tvær milljónir króna. Þá voru hátíðarhöld á sumardaginn fyrsta slegin af á þessu ári.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Ómar Stefánsson""

Fundi slitið - kl. 10:15.