Bæjarráð

2712. fundur 12. desember 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir varafulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1312002 - Hafnarstjórn, 9. desember

93. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

2.1311017 - Skipulagsnefnd, 10. desember

1233. fundargerð í 25 liðum.

Lagt fram.

3.1210289 - Vallakór 2. Breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Lóðarhafa skal bent á að lóðargjöld verða innheimt samkvæmt breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Lóðargjöld verði innheimt samkvæmt breyttu deiliskipulagi.

4.1211244 - Grænatún 20. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Lóðargjöld verði innheimt samkvæmt breyttu deiliskipulagi.

5.1306855 - Austurkór 63-65. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd telur að lóðarhafi hafi á sannfærandi hátt komið til móts við athugasemdir sem bárust á kynningartíma og samþykkir framlagða breytingartillögu. Lóðarhafa skal bent á að lóðargjöld verða innheimt samkvæmt breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Lóðargjöld verði innheimt samkvæmt breyttu deiliskipulagi.

6.1309366 - Þrymsalir 10. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu ásamt minnisblaði skipulags- og byggingardeildar.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Lóðargjöld verði innheimt samkvæmt breyttu deiliskipulagi.

7.1301048 - Stjórn skíðasvæða hbsv., 5. desember

335. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

 

Una María Óskarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð vill fagna nýjum samstarfssamningi um rekstur skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu, þar sem áhersla er lögð á bætta skíðaaðstöðu fyrir fjölskylduna, almenning, grunnskólanema og afreksíþróttafólk. Snjóframleiðsla er það sem koma skal.

Una María Óskarsdóttir"

8.1207107 - Erindisbréf atvinnu- og þróunarráðs

Lagt fram að nýju erindisbréf atvinnu- og þróunarráðs, sem vísað var til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs á fundi bæjarstjórnar þann 10. desember, ásamt minnisblaði bæjarlögmanns.

Bæjarráð samþykkir erindisbréf atvinnu- og þróunarráð einróma.

9.905315 - Guðmundarlundur. Leigusamningur.

Lagt fram að nýju erindi frá stjórn Skógræktarfélags Kópavogs, dags. 2. desember, mál sem frestað var á fundi bæjarráðs 5/12. Una María Óskarsdóttir lagði til að bæjarráð skipi viðræðuhóp sem ræði við fulltrúa Skógræktarfélagsins um erindi félagsins.

Bæjarráð felur sviðsstjórum stjórnsýslu-, mennta- og umhverfissviðs að ræða við fulltrúa Skógræktarfélags Kópavogs.

10.1312069 - Bæjarlind 6, SPOT. Umsókn MS um tækifærisleyfi til að halda skóladansleik. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, dags. 11. desember, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 2. desember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Skólafélags Menntaskólans við Sund, kt. 570489-1199, um tækifærisleyfi til að mega halda menntaskóladansleik þriðjudaginn 17. desember 2013, frá kl. 21:30 ? 1:00, á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð staðfestir að staðsetning sé í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími sé í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

11.1312136 - Nýbýlavegur 4, Fylgifiskar ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá bæjarlögmanni, dags. 11. desember, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 6. desember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Fylgifiska ehf., kt. 440602-4010, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veitingastofu í flokki I, á staðnum Fylgifiskar að Nýbýlavegi 4, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð staðfestir að staðsetning sé í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími sé í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

12.1302216 - Vbl.381 og 382. Krafa um greiðslu skaðabóta

Frá bæjarlögmanni, lögð fram minnisblað og áfrýjunarstefna í skaðabótamáli.

Bæjarráð samþykkir einróma að áfrýja dómi héraðsdóms Reykjaness í máli E-108/2013 til Hæstaréttar.

Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

13.1310503 - Fróðaþing 7, lóðarskil

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 5. desember, lagt fram erindi Tannbjargar ehf. þar sem óskað er eftir að skila lóðarréttindum að Fróðaþingi 7.

Bæjarráð samþykkir að heimila Tannbjörgu ehf. að skila inn lóðarréttindum að Fróðaþingi 7.

14.1310477 - Austurkór 12. Lóðarskil

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 9. desember, lagt fram erindi Kristins Lund og Guðnýjar K. Guttormsdóttur, þar sem óskað er eftir að skila lóðarréttingum að Austurkór 12, ásamt tillögu að afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir að heimila Kristni Lund og Guðnýju K. Guttormsdóttur að skila inn lóðarréttindum að Austurkór 12 og að lóðin verði auglýst laus til umsóknar á heimasíðu Kópavogsbæjar á ný.

15.1304078 - Hlíðarendi 16, framsal lóðarréttinda

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 9. desember, lagt fram erindi Jóhanns T. Egilssonar, Inga Svavarssonar og Gísla Björns Bergmanns, þar sem óskað er eftir að Gísla verði veitt heimild til að yfirtaka 50% hlut Inga Svavarssonar í lóðinni Hlíðarenda 16.

Bæjarráð samþykkir að lóðarréttindi Hlíðarenda 16, sem nú eru skráð á Inga Svavarsson verði færð til Gísla Björns Bergmann, kt. 280478-2969.

16.1311422 - Umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd (brottfall laganna), 167. mál. Óskað eftir umsögn

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 10. desember, tillaga að umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd (brottfall laganna), 167. mál, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum þann 29. nóvember sl.

Lagt fram.

Hlé var gert á fundi kl. 9:48.  Fundi var fram haldið kl. 9:50.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

17.1311126 - Frumvarp til laga um húsaleigubætur (réttur námsmanna), Beiðni um umsögn

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 6. desember, óskað umsagnar um frumvarp til laga um húsaleigubætur (námsmenn), 147. mál.

Lagt fram.

18.1312143 - Þingsályktunartillaga um seinkun klukkunnar og bjartari morgna, 197. mál. Beiðni um umsögn

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 6. desember, óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna, 197. mál.

Lagt fram.

19.1312160 - Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs (EES-reglur), 215. mál. Beiðni um umsögn

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 9. desember, óskað umsagnar um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs (verndun umhverfis og heilsu, EES-reglur), 215. mál.

Bæjarráð vísar til umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

20.1312157 - Ályktanir Sveitarstjórnarvettvangs EFTA um endurskoðun evrópskra reglna um úrgangsmál og tilskipunar

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. desember, ályktanir Sveitarstjórnarvettvangs EFTA um endurskoðun evrópskra reglna um úrgangsmál og tilskipunar um endurnýtingu opinberra upplýsinga.

Lagt fram.

21.1311106 - Fjármál stjórnmálasamtaka. Tillaga frá Guðríði Arnardóttur

Frá sambandi íslenskra sveitarfélaga, lögfræði- og velferðarsviði, dags. 5. desember, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði um fjármál stjórnmálaflokka.

Pétur Ólafsson þakkaði framlagt svar Sambands íslenskra sveitarfélaga og spurðist fyrir um fyrirspurn Guðríðar Arnardóttur um sama efni. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, upplýsti að svar yrði lagt fram á næsta fundi.

22.1311031 - Verklok þjónustu vegna sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu

Frá velferðarráðuneytinu, dags. 6. desember, varðandi erindi frá stjórn slökkviliðs um framkvæmd verkloka þjónustu vegna sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu.

Lagt fram.

23.1312211 - Rekstur Sunnuhlíðar - tillaga um að gefa bæjarstjórn Kópavogs og/eða ríkissjóði kost á að taka að sé

Frá Sunnuhlíð, dags. 11. desember, tillaga um að gefa bæjarstjórn Kópavogs og/eða ríkissjóði kost á að taka að sér rekstur Sunnuhlíðar vegna bágrar fjárhagsstöðu heimilisins.

Lagt fram.

Bæjarráð lýsir áhyggjum af rekstrarstöðu Sunnuhlíðar. Ábyrgð málaflokksins hvílir á ríkinu og treystir bæjarráð því að velferðarráðuneyti tryggi áframhaldandi starfsemi Sunnuhlíðar og hagsmuni íbúa hjúkrunarheimilisins.

Fundi slitið - kl. 10:15.