Bæjarráð

2754. fundur 11. desember 2014 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir
  • Hjördís Ýr Johnson
  • Pétur Hrafn Sigurðsson
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Sigurjón Jónsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1406474 - Kastalagerði 4. Heimæðargjald, óskað eftir endurgreiðslu á gjaldinu

Frá lögfræðideild, dags. 27. nóvember, umsögn um beiðni um endurgreiðslu heimæðargjalds.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum beiðni um endurgreiðslu heimaæðagjalds.

2.1411426 - Urðarhvarf 2, Hádegismóar ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 3. desember, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi frá 26. nóvember, þar sem óskað er umsagnar Kópavogsbæjar um umsókn Hádegismóa ehf., kt. 540605-0920, Hlíðarhjalla 67, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka hótel í flokki II, undir heitinu Bluemountain Apartments að Urðarhvarfi 2, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning og afgreiðslutími er í samræmi við gildandi skipulag.

3.1412086 - Hæðasmári 6, Gló ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 3. desember, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi frá 26. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn veitingastaðarins Gló, kt. 700608-0500, Engjateig 19, Reykjavík, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veitingahús í flokki II, að Hæðarsmára 6, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning og afgreiðslutími er í samræmi við gildandi skipulag.

4.1412152 - Ögurhvarf 2, Skalli slf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um breytt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 8. desember, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi frá 4. desember, þar sem óskað er umsagnar Kópavogsbæjar vegna umsóknar veitingastaðarins Skalla slf., kt. 651110-0760, Ögurhvarfi 2, Kópavogi, um breytt rekstrarleyfi til að mega reka veitingahús í flokki II, í stað flokks I, að Ögurhvarfi 2, Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning og afgreiðslutími er í samræmi við gildandi skipulag.

5.1405604 - Beiðni um rökstuðning fyrir stjórnvaldsákvörðun

Frá lögfræðideild, dags. 3. desember, svar vegna kröfu Lauga ehf. um bætur vegna útboðs á leigu líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar Kópavogs.
Bæjarráð samþykkir tillögu að svari með fimm atkvæðum.

6.14011317 - Kærunefnd jafnréttismála. Kæra frá SFK

Frá bæjarlögmanni og starfsmannastjóra, dags. 9. desember, minnisblað vegna úrskurðar Kærunefndar jafnréttismála nr. 1/2014.
Lagt fram.

7.1412117 - Ósk um athugasemdir og gögn vegna beiði Lauga ehf. um rannsókn á meintum brotum Kópavogsbæjar á ákvæ

Frá Samkeppniseftirlitinu, dags. 5. desember, óskað eftir gögnum vegna beiði Lauga ehf. um rannsókn á meintum brotum Kópavogsbæjar á ákvæðum samkeppnislaga o.fl.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

8.1404561 - Akrakór 6, bótakrafa

Frá Landslögum, dags. 4. desember, bótakrafa f.hl lóðarhafa Akrakórs 6.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Karen Halldórsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

9.1010175 - Samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna þjónustu við fatlaða

Frá SSH, dags. 2. desember, varðandi framlengingu samnings um samstarf sveitarfélaga á hbsv. vegna þjónustu við fatlaða.
Lagt fram.

10.1406497 - Ósk um endurgreiðslu á sektum sökum stöðvunarbrots skv. umferðarlögum

Frá Umboðsmanni Alþingis, dags. 1. desember, varðandi kvörtun vegna bílastæðamála.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns.

11.1412085 - Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði o.fl.), 366. mál.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 4. desember, óskað umsagnar um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði o.fl.), 366. mál.
Bæjarráð vísar málinu til fjármála- og hagsýslustjóra til úrvinnslu.

12.1411227 - Ráðning fjölmiðlafulltrúa Strætó. Fyrirspurn frá Karen Halldórsdóttur.

Frá Strætó bs., svar við fyrirspurn vegna ráðningar fjölmiðlafulltrúa Strætó.
Lagt fram.

Karen Halldórsdóttir þakkaði framlagt svar.

13.1403482 - Viljayfirlýsing um samstarf

Frá GKG, dags. 3. desember, óskað eftir að greiðslu verði flýtt vegna framkvæmda við íþróttamiðstöð GKG.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

14.1412079 - Beiðni um styrk til uppgræðslu vestan Hengils 2015

Frá Landgræðslu ríkisins, dags. 1. desember, óskað eftir 200.000 kr. framlagi til uppgræðsluverkefnis á árinu 2015.
Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar SSH til afgreiðslu.

15.1412060 - Þrymsalir 8 og Þorrasalir 31, skil á lóðum.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 5. desember, umsögn um beiðni skiptastjóra þrotabús S.G. smiðs ehf. um heimild til að skila inn Þrymsölum 8 og Þorrasölum 31. Sviðsstjóri mælir með að bæjarráð heimili að lóðunum sé skilað.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila skiptastjóra þrotabús S.G. smiðs ehf. að skila lóðunum Þrymsölum 8 og Þorrasölum 31.

16.1412007 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 4. desember

138. fundargerð í 8 liðum.
Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

17.1401100 - Svæðisskipulagsnefnd, 3. október 2014

51. fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

18.1401100 - Svæðisskipulagsnefnd, 24. október 2014

52. fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

19.1401100 - Svæðisskipulagsnefnd, 5. desember 2014

53. fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

20.1410309 - Öflun upplýsinga um kostnað barnafjölskyldna.

Ólafur Þór Gunnarsson minnti á fyrirspurn sína um leikskólagjöld umfram 8 tíma.

Fundi slitið.