Bæjarráð

2766. fundur 12. mars 2015 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1501338 - Dimmuhvarf 2, endurbætur á húsnæði 2015.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 6. mars, lagðar fram niðurstöður tilboða í endurbætur á íbúðum fyrir fatlað fólk að Dimmuhvarfi 2, og lagt til að samið verði við lægstbjóðanda Sérverk ehf. um verkið.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um að samið verði við Sérverk ehf. um endurbætur á Dimmuhvarfi 2.

2.1501702 - Langabrekka 2, kæra v. byggingarleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 9. mars, lagt fram bréf fulltrúa lögfræðideildar vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 7/2015.
Lagt fram.

3.1107140 - Rjúpnahæð, vesturhluti. Kæra vegna breytinga á skipulagi.

Frá lögfræðideild, dags. 9. mars, lagt fram bréf fulltrúa lögfræðideildar vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 44/2014.
Lagt fram.

4.1503301 - Samráðshópur um íþrótta- og félagsaðstöðu GKG.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 9. mars, lagt fram bréf vegna fyrsta funds verkefnisstjórnar um íþrótta- og félagsaðstöðu GKG, ásamt fundargerð.
Lagt fram.

5.1503076 - Skálaheiði 2 - íþróttahús HK v/Digranes. Nemendafél. MK. Umsókn um tækifærisleyfi f. árshátíð NMK. B

Frá lögfræðideild, dags. 10. mars, lögð fram umsókn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 3. mars, þar sem óskað er umsagnar um umsókn nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi, kt. 470576-2199, um tækifærisleyfi til að mega halda menntaskóladansleik fimmtudaginn 26. mars 2015, frá kl. 23:00-02:00, í íþróttahúsi HK við Digranes, Skálaheiði 2, 200 Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Margrét Friðriksdóttir, kt. 200957-2029 og um öryggisgæslu annast Go Security.
Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfesta sveitarstjórnir sem umsagnaraðilar að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

6.905193 - Yfirfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaga.

Vegna fyrirspurnar frá Karen Halldórsdóttur, kynning á sjónarmiðum framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga um hvort hugsanlega verði sveitarfélög að skila málaflokki fatlaðs fólks að nýju til ríkisins.

Karl Björnsson framkvæmdastjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sat fundinn undir þessum lið.

7.1501305 - Vallakór gatnagerð 2015.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 9. mars, lagðar fram niðurstöður tilboða í verkið "Tengigata við Vallarkór" og lagt til að gengið verði til samninga við Loftorku Reykjavíkur ehf. um framkvæmd verksins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um að ganga til samninga við Loftorku Reykjavíkur ehf. um framkvæmd verksins "Tengigata við Vallarkór".

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

8.1101966 - Rammasamningur Ríkiskaupa.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 10. mars, lagt fram bréf þar sem mælt er með því að ráðið samþykki að Kópavogsbær verði áfram aðili að rammasamningi Ríkiskaupa.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um að Kópavogsbær verði áfram aðili að rammasamningi Ríkiskaupa.

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

9.1309280 - Framlög úr Jöfnunarsjóði 2014. Umsóknir, áætlanagerð, endanlegt framlag.

Frá innanríkisráðuneyti, dags. 26. febrúar, lagt fram bréf með upplýsingum um úthlutanir úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árið 2014.
Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra til úrvinnslu.

10.1503065 - Þingsályktunartillaga um seinkun klukkunnar og bjartari morgna, 338. mál. Beiðni um umsögn.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 26. febrúar, lagt fram bréf þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna, 338. mál.
Lagt fram.

11.1501987 - XXIX. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2015.

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. mars, lögð fram boðun á XXIX. landsþing sambandsins sem verður haldið þann 17. apríl 2015.
Lagt fram.

12.1501347 - Fundargerðir eigendafunda Strætó bs. 2015, dags. 6. mars 2015.

Sameiginlegur fundur eigenda og stjórnar Strætó bs. frá 6. mars 2015 í 4. liðum.
Lagt fram.

13.1501351 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar hbsv. 2015, dags. 27. febrúar 2015.

55. fundur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins í 4. liðum.
Lagt fram.

14.1502380 - Málefni Strætó bs.

Frá SSH og Strætó, dags. 4. mars, svar við fyrirspurn frá Birki Jóni Jónssyni á fundi bæjarráðs 12. febrúar sl.
Lagt fram.

15.1503400 - Lokað hundagerði. Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Hefur umhverfissvið bæjarins áætlanir uppi um að koma fyrir lokuðu hundagerði innan bæjar?
Ólafur Þór Gunnarsson"

Fundi slitið.