Bæjarráð

2594. fundur 12. maí 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1105151 - Austurkór 88. Lóðarumsókn. (Sótt um Austurkór 90 en nr. 88 til vara)

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 11/5, lögð fram umsókn GP verk ehf. um lóðina Austurkór 90, en til vara Austurkór 88 eða einhverja af lóðunum Austurkór 76-92, ásamt umsögn um erindið, þar sem lagt er til að GP verki ehf. verði úthlutað lóðinni Austurkór 88.

Bæjarráð samþykkir að úthluta GP verk ehf., kt. 700508-0720, byggingarrétti á lóðinni Austurkór 88.

2.1105152 - Austurkór 90. Lóðarumsókn.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 11/5, lögð fram umsókn frá Jóhannesi Ragnarssyni um lóðina Austurkór 90, ásamt umsögn þar sem mælt er með að honum verði úthlutað lóðinni.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Jóhannesi Ragnarssyni, kt. 301249-4039, byggingarrétti á lóðinni Austurkór 90.

3.1105143 - Álmakór 14. Lóðarumsókn

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 11/5, lagðar fram umsóknir um lóðina Álmakór 14, ásamt umsögn þar sem mælt er með að lóðinni verði úthlutað Hjörleifi Einari Árnasyni og Önnu Guðrúnu Maríasdóttur.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Hjörleifi Einari Árnasyni, kt. 191069-4559, og Önnu Guðrúnu Maríasdóttur, kt. 020270-4899, byggingarrétti á lóðinni Álmakór 14.

4.1105148 - Almannakór 11. Lóðarumsókn.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 11/5, umsögn um umsókn Sigurðar Sveinbjörns Gylfasonar og Jórunnar Jónsdóttur, þar sem óskað er eftir að skila inn lóðinni Almannakór 9 og fá lóðina Almannakór 11 í staðinn, þar sem mælt er með að erindið verði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Sigurði Sveinbirni Gylfasyni, kt. 200770-3079 og Jórunni Jónsdóttur, kt. 201076-5369, byggingarrétti á lóðinni Almannakór 11 og samþykkja að taka aftur við áður úthlutaðri lóð að Almannakór 9.

5.1105149 - Álmakór 18. Lóðarumsókn.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 11/5, umsögn um umsóknir um lóðina Álmakór 18. Borist hafa tvær umsóknir, frá Gesti Þórissyni og Lenu Heimisdóttur, og Kjartani Lilliendahl og Sigríði Bragadóttur, sem eru metnar jafnar. Fulltrúi sýslumanns, Ýr Vésteinsdóttir, mætti til að staðfesta framkvæmd útdráttar um byggingarrétt á lóðinni.

Dregið var um byggingarrétt skv. úthlutunarreglum bæjarins sbr. endurrit úr gerðabók sýslumannsins í Kópavogi. Bæjarráð samþykkir að úthluta Kjartani Lilliendahl og Sigríði Baragadóttur byggingarrétti á lóðinni Álmakór 18.

6.1104008 - Kópavogsdagar 2011

Bæjarráð óskar Kópavogsbúum til hamingju með 56 ára afmæli bæjarins, sem var í gær, og lýsir yfir ánægju með vel heppnaða Kópavogsdaga.

7.1105006 - Félagsmálaráð 10/5

1307. fundur

8.1105004 - Forvarna- og frístundanefnd 10/5

2. fundur

 

9.1105174 - Fyrirspurn um félagsstarf aldraðra

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

""Með hvaða hætti er fyrirhugað að leysa það starf sem  Sigurbjörg Björgvinsdóttir hefur sinnt sem snýr að félagsstarfi aldraðra og á að leggja niður þegar hún hættir? Skriflegt svar óskast.

Ómar Stefánsson""

10.1105010 - Framkvæmdaráð 11/5

11. fundur

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

11.1103078 - Malbik

Niðurstaða útboðs á malbiksefni, þar sem lagt er til að leitað verði samninga við Hlaðbæ Colas ehf.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs og að gengið verði til samninga við Hlaðbæ Colas ehf. um malbikskaup fyrir árið 2011.

12.1101918 - Ferðaþjónusta fatlaðra. Útboð.

Niðurstaða útboðs í verkið ""Ferðaþjónusta fatlaðra í Kópavogi 2011 - 2016"", þar sem lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda, Gunnar Torfason, smartbílar ehf.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs og að gengið verði til samninga við Gunnar Torfason, smartbílar ehf.

13.1101917 - Skólaakstur - útboð

Niðurstaða útboðs í verkið ""Skólaakstur og rammasamningar um hópferðaþjónustu fyrir Kópavogsbæ 2011 - 2013"", þar sem lagt er til að leitað verði samninga við Teit Jónasson ehf. um verkhlut 1. og um verkhluta 2 og 3 verði leitað samninga við Iceland Excursions Allrahanda ehf., Hópferðamiðstöðina TREX, Teit Jónasson ehf. og Sérleiðisbílar Akureyrar Norðurleið hf.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs og að gengið verið til samninga við tilgreinda aðila.

14.1102373 - Ræstingar í sundlaugum. Útboð.

Niðurstaða útboðs í verkið ""Sundlaug Kópavogs og Sundlaugin Versölum ræsting"", þar sem lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðendur í hvora laugina fyrir sig.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs og að gengið verði til samninga við Þrifaspor slf. í Sundlaug Kópavogs og ISS ehf. í Sundlaugina Versölum.

15.1102375 - Viðhald leiguíbúða. Útboð.

Niðurstaða útboðs í verkið ""Viðhald og endurbætur á félagslegu íbúðarhúsnæði í Kópavogi"". Um er að ræða trésmíðavinnu, pípulagnir, rafvirkja, múrara, dúklagnir og málara.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs og að gengið verði til samninga við tilgreinda aðila.

16.1102376 - Þjónustusamningur um eftirlit og viðhald slökkvitækja. Verðkönnun.

Niðurstaða útboðs í verkið ""Reglubundið eftirlit og viðhald á handslökkvitækjum"", þar sem lagt er til að samið verði við Öryggismiðstöðina ehf.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs og að gengið verði til samninga við Öryggismiðstöðina ehf.

17.1104161 - Gjöld fyrir atvinnuhúsalóðir og lóðastækkanir

Lögð fram tillaga sviðsstjóra umhverfissviðs að gjaldskrá fyrir yfirtökugjöld atvinnuhúsalóða og lóðastækkanir, sem var samþykkt í framkvæmdaráði með tveimur atkvæðum gegn einu.

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

18.1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs

Umsögn framkvæmdaráðs, sem óskað var eftir í bæjarráði 9/12, um drög að umhverfisstefnu Kópavogsbæjar.

Lagt fram.

19.1101915 - Sumarvinna 2011

Sviðsstjóri umhverfissviðs og garðyrkjustjóri mættu á fundinn og gerðu grein fyrir ráðningum í sumarstörf 2011.

 

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

 

Hlé var gert á fundi kl. 9:20.  Fundi var fram haldið kl. 9:35.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Eins og fram hefur komið á upplýsingum starfsmanna þá er ólíkum aðferðum beitt við ráðningu í sumarstörf og því spurning hvort sú mismunun standist meðalhóf.  Í sumum tilfellum er dregið úr nöfnum umsækjenda en öðrum ekki. Það vekur líka furðu að ekki hafi verið skoðaður sá möguleiki að fækka vinnustundum á dag í þeim tilgangi að fleiri fái atvinnu. Sá möguleiki var ræddur í bæjarráði og talað um að skoða það betur, en það var ekki gert.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson""

Hlé var gert á fundi kl. 9:38. Fundi var fram haldið kl. 9:50.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Ráðningar í sumarstörf í Kópavogi var í höndum mismunandi sviða Kópavogsbæjar í samræmi við umsóknir á hverjum stað.   Val á umsækjendum sem sóttu um stjórnunar- og ábyrgðarstörf hjá bænum var grundvallað m.a. á viðtölum við umsækjendur, þekkingu og reynslu þeirra og fyrri umsögnum.  Á þeim stöðum þar sem um almenn störf var að ræða var gætt jafnræðis með því að draga úr umsóknum jafnhæfra umsækjenda.

Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Guðný Dóra Gestsdóttir, Rannveig Ásgeirsdóttir""

20.1103299 - Tilboð í húsnæði að Digranesvegi 7

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:
""Hætt verði við kaup á Digranesvegi nr. 7 ásamt standsetningakostnaði upp á milljónatugi. Í stað þess verði hluta þess fjármagns varið í að veita fleiri ungmennum atvinnu í sumar þar sem Kópavogsbær hefur þurft að hafna um 500 ungmennum vinnu vegna takmarkaðs fjármagns.
Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson""

Bæjarráð vísar afgreiðslu tillögunnar til bæjarstjórnar.

21.1105003 - Hafnarstjórn 5/5

74. fundur

22.1104025 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd 5/5

2. fundur

23.1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs

Lagt fram.

24.1101862 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 29/4

786. fundur

25.1101303 - Stjórn SSH 2/5

362. fundur

26.1101865 - Stjórn Skíðasvæða hbsv. 2/5

313. fundur

Bæjarráð telur nauðsynlegt að Bláfjallafólkvangi verði skipuð stjórn af sveitarfélögunum sem að honum standa og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir innan SSH.

27.1105047 - Uppgjör SHB janúar-mars 2011

Lagt fram.

28.1101867 - Stjórnar Slökkviliðs hbsv. 15/4

100. fundur, sem frestað var í bæjarráði þann 28/4 sl.

29.1104029 - Umhverfis- og samgöngunefnd 9/5

3. fundur

30.1103195 - Kópavogshafnir: Umsókn um Bláfánann

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við bæjarráð að unnið verði að því að fá Bláfánann fyrir Ýmishöfnina og gert verði ráð fyrir fjármagni í verkefnið í fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

31.804117 - Tilraunaverkefni - Hugsum áður en við hendum

Umhverfis- og samgöngunefnd kallar eftir því frá bæjarráði að fá formlega niðurstöðu úr tilraunaverkefninu um sorpflokkun á Nónhæð.

Bæjarráð tekur undir bókun umhverfis- og samgöngunefndar og óskar eftir því að sviðsstjóri umhverfissviðs vinni skýrslu um verkefnið sem lögð verði fyrir bæjarráð.

32.1105001 - ELENA verkefni Evrópusambandsins

Kynning á erindi Strætó bs. vegna ELENA verkefnis.

Fulltrúar Strætó og Sorpu sátu fundinn undir þessum lið.

 

Kl. 10:00 vék Ármann Kr. Ólafsson af fundi og tók Margrét Björnsdóttir sæti hans.

33.1102508 - Tillaga að stjórnsýsluútekt

Guðný Dóra Gestsdóttir leggur fram eftirfarandi tillögu að stjórnsýsluúttekt:

""Skipuð verði nefnd þriggja óháðra sérfræðinga sem hafi það verkefni að skoða stjórnsýslu Kópavogsbæjar. Nefndin skal leggja fram tillögu að starfsáætlun fyrir 15. júní 2011 þar sem fram komi m.a. umfang og áhersla í starfi og áætlaður kostnaður við þessa vinnu.

Í nefndinni skulu valdir utanaðkomandi sérfræðingar á sviði stjórnsýsluendurskoðunar, stjórnsýslufræði og lögfræði.

Sérfræðinganefndin fái fullan aðgang að skjalasafni Kópavogsbæjar, öllum gögnum er varða stjórnsýslu. Þá leiti hún upplýsinga hjá aðilum utan og innan stjórnkerfisins eftir þörfum. Störf nefndarinnar verði bundin trúnaði. Lokaskýrsla nefndarinnar liggi fyrir eigi síðar en 1. september 2011.

Nefndinni skal sett erindisbréf þar sem kveðið er á um verksvið hennar og ábyrgð. Hún skal skila áfangaskýrslu til bæjarráðs

Með nefndinni starfi teymi skipað fulltrúum allra flokka, bæði úr meiri- og minnihluta. Teymið fundar reglulega með sérfræðinganefndinni og heldur fundargerðarbók.

Tilgangur úttektarinnar er:
- að gera Kópavog að enn betri bæ og gera stjórnsýsluna skilvirkari og gagnsæjari
- að koma með ábendingar og tillögur að breytingum á reglum, vinnubrögðum og skipulagi á stjórnsýslu bæjarins
- að koma með ábendingar og tillögur til úrbóta stjórnsýslu bæjarins
- endurskoða verklag og verkferla
Guðný Dóra Gestsdóttir.""

Bæjarráð samþykkir tillöguna með þremur samhljóða atkvæðum. Tveir fulltrúar sátu hjá.

 

Bæjarráð felur fjármála- og hagsýslustjóra að vinna kostnaðarumsögn um tillöguna.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Við tökum ekki afstöðu til tillögunnar fyrr en kostnaðaráætlun liggur fyrir um verkefnið.

Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir""

34.1102228 - Samskipti við íþróttafélögin Breiðablik, Gerplu og HK vegna fjárhagsáætlunar 2011.

Frá bæjarritara, dags. 10/5, greinargerð um stöðu viðræðna við íþróttafélögin Gerplu, Breiðablik og HK.

Lagt fram.

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Hvernig hefur greiðslum til íþróttafélaganna verið háttað það sem af er árinu 2011. Skriflegt svar óskast.

Gunnar Ingi Birgisson""

35.1105102 - Heimsendi 3, Hrímfaxi ehf., beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, dags. 11/5, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 6. maí 2011, þar sem óskað er umsagnar bæjarráðs um umsókn Hrímfaxa ehf., kt. 591203-3120, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn að Heimsenda 3 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka, sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

36.1103284 - Ósk um launalaust leyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 9/5, umsögn um umsókn um launalaust leyfi, þar sem lagt er til að beiðnin verði samþykkt þar eð umsóknin fellur að reglum Kópavogsbæjar um launalaus leyfi.

Bæjarráð samþykkir að veita Sigríði Önnu Guðnadóttur launalaust leyfi í eitt ár eða frá 1. júlí 2011 til 30. júní 2012.

37.1105053 - Fyrirspurn um hvenær svar um viðbótarstörf berist

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 10/5, svar við fyrirspurn um kostnað vegna viðbótarsumarstarfa.

Lagt fram.

38.911425 - Þrúðsalir 2. Lóðarumsókn.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 10/5, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 5/5 varðandi beiðni um að framselja eignarhluta á lóðinni Þrúðsölum 2, þar sem lagt er til að erindið verði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir erindið.

39.1104185 - Fyrirspurn um lóðamál

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 10/5, svar við fyrirspurn um fjölda úthlutaðra lóða, greiðslur á þeim og lóðaskil.

Lagt fram.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Undirrituð ítreka mikilvægi þess að tekjum vegna sölu á byggingarrétti sé varið til niðurgreiðslu skulda.

Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir""

40.1104186 - Fyrirspurn um kostnað við Skjólbraut 1.

Frá deildarstjóra hönnunardeildar, dags. 11/5, svar við fyrirspurn í bæjarráði 14/4 sl. um kostnað við Skjólbraut 1a.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs til úrvinnslu.

41.1104053 - Fyrirspurn um verð á hraðamyndavélum

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 10/5, svar við fyrirspurn um kostnað við hraðamyndavélar.

Lagt fram.

42.1104169 - Ósk um samstarf vegna sumarnámskeiða

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 11/5, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 14/4, um erindi Kópavogsdeildar Rauða krossins varðandi fyrirhuguð sumarnámskeið, ásamt tillögu að svari.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari.

43.1104174 - Tillaga um endurskoðun reglna um niðurgreiðslur á æfingagjöldum til íþrótta- og frístundastarfs

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 10/5, tillaga að skipan tengiliðs við endurskoðun reglna um frístundastyrki.

Lagt fram.

44.1104091 - Útboð á rekstri mötuneyta í grunnskólum

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 2/5, tillaga um eigin rekstur mötuneyta grunnskólanna.

Bæjarráð vísar tillögunni til fullnaðarafgreiðslu skólanefndar.

45.1104191 - Tillaga um að heimgreiðslur falli niður

Frá sviðsstjóra menntasviðs, svar við fyrirspurn um kostnað heimgreiðslna, sem óskað var eftir í bæjarráði 28/4 sl.

Bæjarráð vísar tillögunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

46.1105049 - Fyrirspurn um tæknistjórnun í Sundlaugum

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 11/5, svar við fyrirspurn um starf tæknistjóra í sundlaugum Kópavogs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Okkur þykja þetta kaldar kveðjur til fyrrverandi starfsmanns Kópavogsbæjar, sem var meðal umsækjenda um starfið en var ekki ráðinn.

Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir""

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Ráðningin var unnin faglega og hæfasti umsækjandi var ráðinn á grundvelli menntunar og reynslu.

Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Guðný Dóra Gestsdóttir, Rannveig Ásgeirsdóttir""

47.1103297 - Leikskólinn Kjarrið

Frá sviðsstjóra menntasviðs, lagt fram erindi leikskólans Kjarrsins, dags. 2/5, ásamt tillögu að svari.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari með þremur atkvæðum gegn tveimur.

 

Fulltrúar meirilutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Ekki verða frekari viðræður við rekstraraðila þar sem það er ljóst að núverandi rekstrarform mun ekki geta mætt fyrirliggjandi hagræðingarkröfum.

Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Guðný Dóra Gestsdóttir, Rannveig Ásgeirsdóttir""

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu:

""Við leggjum til að látið verði reyna á að það hvort hægt sé að ná samkomulagi við fulltrúa Kjarrsins um að rekstraraðilinn nái sparnaðarkröfum bæjarins.

Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir.""

 

Meirihlutinn bókar:

""Við teljum það fullreynt.

Guðríður Arnardóttir,  Hjálmar Hjálmarsson, Guðný Dóra Gestsdóttir, Rannveig Ásgeirsdóttir""

 

Tillagan var felld með þremur atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með henni.

48.1105130 - Beiðni um heimild til að auglýsa í stöður í ráðgjafa og íbúðadeild

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 11/5, óskað heimildar til að auglýsa stöður félagsráðgjafa í ráðgjafa- og íbúðadeild.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

49.1105075 - Heimild til að auglýsa störf í barnavernd

Frá verkefnastjóra, dags. 29/4, óskað heimildar til að auglýsa lausar stöður í barnavernd.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

50.1105068 - Styrkumsókn vegna Ástráðs, forvarnarstarfs læknanema

Frá Ástráði, forvarnastarfi læknanema, dags. 2/5, óskað eftir styrk vegna fræðslu- og forvarnastarfs félagsins.

Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu.

51.1010192 - Rjúpnahæð vesturhluti, breytt aðalskipulag.

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 2/5, endursendur undirritaður uppdráttur vegna breytingar á aðalskipulagi Kópavogs 2000 - 2012, fjölgun íbúða og breytt samsetning húsgerða í Smalaholti.

Lagt fram.

52.1105136 - Austurkór 76 til 80 og 88 til 92.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 11/5, lögð fram umsókn Búseta hsf. um lóðirnar Austurkór 76-80 og 88-92, ásamt umsögn þar sem mælt er með að bæjarráð úthluti Búseta hsf. lóðunum Austurkór 76, 78 og 80.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Búseta hsf., kt. 561184-0709, lóðunum Austurkór 76, 78 og 80, enda greiði félagið full lóðagjöld samkvæmt gjaldskrá.

Fundi slitið - kl. 10:15.