Bæjarráð

2804. fundur 14. janúar 2016 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1601092 - Álmakór 15, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 8. janúar, lögð fram umsókn um lóðina Álmakór 15 frá Rögnu Sif Árnadóttur, kt. 191286-2279 og Elvari Steini Þorvaldssyni, kt. 180985-2399 og lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Styrmi Rögnu Sif Árnadóttur og Elvari Steini Þorvaldssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Álmakór 15 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.1512152 - Huldubraut 33, lóðarleigusamningur.

Frá bæjarlögmanni, lagt fram kauptilboð Kópavogsbæjar í eignina Huldubraut 33 ásamt umsögn, þar sem lagt er til við bæjarráð að samþykkja kauptilboðið.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið með fimm atkvæðum.

3.1601134 - Logasalir 7. Vilborg Hjaltested. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 11. janúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 4. janúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Vilborgar Hjaltested, kt. 280862-3399, um nýtt rekstrarleyfi fyrir heimagistingu í flokki I, að Logasölum 7, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Hvað staðsetningu varðar er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi skv. gildandi skipulagi. Í 6.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 kemur þó fram að minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins er heimil. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 67/2015 og umfang heimagistingarinnar samrýmist stefnu skipulag.

4.15082892 - Skógarlind 2. Sjálfsafgreiðslustöð / fjölorkustöð.

Frá Festi hf., dags. 15. desember, lagt fram bréf vegna synjunar skipulagsnefndar á erindi félagsins, sem lóðarahafa við Skógarlind 2, um heimild til að koma fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti, rafmagnshleðslu eða aðra umhverfisvæna orkugjafa. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi bæjarstjórnar þann 15.12.15. Farið er þess á leit við bæjarstjórn að staðfesta ekki afgreiðslu skipulagsnefndar heldur vísa málinu aftur til meðferðar hjá skipulagsnefnd þar sem synjun hafi ekki byggst á málefnalegum sjónarmiðum að mati félagsins.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

5.1601368 - Beiðni um fjárframlag til Kvennaráðgjafarinnar fyrir rekstarárið 2016.

Frá Kvennaráðgjöfinni, dags. 4. janúar, lögð fram beiðni um styrk að fjárhæð kr. 250.000.- fyrir rekstrarárið 2016 til að reka áfram ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

6.1601598 - Áskorun til bæjarstjórnar, vegna endurbóta á götum og gangstéttum við Engihjalla.

Frá Íbúasamtökum Engihjalla, dags. 12. janúar, lögð fram áskorun til bæjarstjórnar vegna endurbóta og viðhalds á götum og gangstéttum við Engihjalla.
Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

7.1601005 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 7. janúar 2015.

176. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 6. liðum.
Lagt fram.

8.1601003 - Barnaverndarnefnd, dags. 7. janúar 2015.

52. fundur barnaverndarnefndar í 1. lið.
Lagt fram.

9.1601006 - Íþróttaráð, dags. 11. janúar 2015.

55. fundur íþróttaráðs í 4. liðum.
Lagt fram.

10.1601179 - Losun gróðurhúsalofttegunda. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Tekin fyrir að nýju tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni, sem var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð Kópavogs samþykkir með fimm atkvæðum að beina því til umhverfissviðs og umhverfis- og samgöngunefndar að meta hvort og með hvaða hætti Kópavogsbær geti sett sér sjálfstæð markmið, m.t.t. losunar gróðurhúsalofttegunda og minnkunar svokallaðs kolefnisspors, í samræmi við þau markmið sem sett voru á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember síðastliðnum.

11.1601670 - Uppbygging hjúkrunarheimila

Bæjarráð Kópavogs fagnar yfirlýsingu heilbrigðisráðherra um fjölgun hjúkrunarrýma.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja viðræður við ráðuneytið um stækkun hjúkrunarheimilisins við Boðaþing í Kópavogi.

Fundi slitið.