Bæjarráð

2817. fundur 14. apríl 2016 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1512052 - Velferðarsvið. Niðurstöður stjórnsýsluúttektar Capacent.

Frá verkefnastjóra velferðarsviðs, dags. 7. apríl, lagt fram erindi ásamt greinargerð að breyttu skipulagi velferðarsviðs sem lögð var fram á fundi félagsmálaráðs þann 4. apríl. Félagsmálaráð samþykkti breytingarnar fyrir sitt leyti.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Sviðsstjóri velferðarsviðs og deildarstjóri ráðgjafa- og íbúðadeildar sátu fundinn undir þessum lið.

2.16011276 - Velferð barna í Kópavogi. Skýrsla Unicef um réttindi barna sem líða efnislegan skort.

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 29. mars, lögð fram skýrsla sem velferðarsviði var falið að taka saman um velferð barna í Kópavogi í tilefni af skýrslu Unicef um börn sem líða efnislegan skort á Íslandi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Sviðsstjóri velferðarsviðs og deildarstjóri ráðgjafa- og íbúðadeildar sátu fundinn undir þessum lið.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður þakkar fyrir skýrslu velferðarsviðs og úttekt vegna skýrslu Unicef um velferð barna. Undirritaður treystir því að við gerð fjárhagsáætlunar verði sérstaklega tekið á þeim málum sem þar eru nefnd og að góð samstaða náist um þau mál.
Ólafur Þór Gunnarsson"

Pétur Hrafn Sigurðsson og Birkir Jón Jónsson tóku undir bókun Ólafs Þórs Gunnarssonar.

3.1407321 - Laxalind 15, kæra vegna breytt deiliskipulag.

Frá lögfræðideild, dags. 11. apríl, lagt fram erindi vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 74/2014.
Lagt fram.

4.1604100 - Marbakkabraut 3a. Premier eignarhaldsfélag ehf.. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis f. gistista

Frá lögfræðideild, dags. 5. apríl, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 4. apríl, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Premier eignarhaldsfélag ehf., kt. 540201-2770, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, að Marbakkabraut 3a, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

5.1604240 - Smiðjuvegur 2, Bingo. Proximal ehf. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis fyrir krá.

Frá lögfræðideild, dags. 11. apríl, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 6. apríl, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Proximal ehf., kt. 431114-0700, um nýtt rekstrarleyfi fyrir krá í flokki III, á staðnum Bingo, að Smiðjuvegi 2, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag. Sótt er um opnunartíma til kl. 01:00 virka daga en í 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015 er einungis gert ráð fyrir opnunartíma til 23:30, bæjarráð hefur þó heimild til að samþykkja umsóttan opnunartíma.

6.1508211 - Austurkór 18. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 12. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 18 frá Karel Guðmundi Halldórssyni, kt. 270166-4159 og Halldóru M. Matthíasdóttur, kt. 030166-3539. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Karel Guðmundi Halldórssyni og Halldóru M. Matthíasdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 18 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

7.1602715 - Tónahvarf 3, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 11. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Tónahvarf 3 frá Flotgólfi ehf., kt. 500100-2220. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Flotgólfi ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Tónahvarf 3 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

8.1602745 - Tónahvarf 7, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 11. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Tónahvarf 7 frá Sérverk ehf., kt. 571091-1279. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Sérverk ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Tónahvarf 7 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

9.1602714 - Tónahvarf 9, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 11. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Tónahvarf 9 frá Sérverk ehf., kt. 571091-1279. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Sérverk ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Tónahvarf 9 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

10.1603994 - Turnahvarf 2, umsókn um atvinnuhúsalóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 11. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Turnahvarf 2 frá Mótanda ehf., kt. 701104-3820. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Mótanda ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Turnahvarf 8 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

11.16031417 - Turnahvarf 4, umsókn um atvinnuhúsalóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 11. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Turnahvarf 4 frá Landslögnum ehf., kt. 430304-3640. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Landslögnum ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Turnahvarf 4 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

12.16031204 - Turnahvarf 6, umsókn um atvinnuhúsalóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 11. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Turnahvarf 6 frá Opus fjárfestingarfélagi ehf., kt. 421014-1590. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Opus fjárfestingarfélagi ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Turnahvarf 6 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

13.1602593 - Turnahvarf 8, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 11. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Turnahvarf 8 frá Vigur fjárfestingu ehf., kt. 670314-1620. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Vigur fjárfestingu ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Turnahvarf 8 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

14.1602978 - Turnahvarf 2, 4, 6, 8, umsókn um atvinnuhúsalóðir.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 11. apríl, lögð fram umsókn um lóðirnar Turnahvarf 2, 4 6 og 8 frá Idea ehf., kt. 601299-2249. Lagt er til að bæjarráð hafni umsókn umsækjanda um lóðirnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að hafna umsókn Idea ehf. um lóðirnar Turnahvarf 2, 4, 6 og 8 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

15.1604388 - Urðarhvarf 8, beiðni um framsal.

Frá fjármálastjóra, dags. 12. apríl, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Urðarhvarfs 8, Íslandsbanka hf., þar sem óskað er heimildar til að framselja eignina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðið leyfi til að framselja Urðarhvarf 8.

16.1512172 - Skemmtilegri skólalóðir.

Frá sviðsstjóra menntasviðs, sviðsstjóra umhverfissviðs og garðyrkjustjóra, dags. 12. apríl, lögð fram greinargerð starfshóps um skemmtilegri skólalóðir í Kópavogi ásamt tillögum.
Bæjarráð samþykkir á grundvelli tillagna í framlagðri greinargerð að á árinu 2016 verði ráðist í endurbætur á skólalóðum Kópavogsskóla, Kársnesskóla og Salaskóla.

17.1604322 - Askalind 8. Umsagnarbeiðni um rekstur ökutækjaleigu.

Frá Samgöngustofu, dags. 11. apríl, lagt fram erindi þar sem óskað er umsagnar um umsókn Wojchiech Bajek f.h. Trip Campes ehf. um að reka ökutækjaleigu að Askalind 8 í Kópavogi
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

18.1604344 - Ársreikningur og ársskýrsla 2015.

Frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, lagður fram ársreikningur og ársskýrsla 2015.
Lagt fram.

19.1509321 - Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2016. Umsóknir, áætlanagerð, endanleg framlög.

Frá innanríkisráðuneyti, dags. 4. apríl, lagt fram erindi þar sem vakin er athygli á að umsóknarfrestur til að sækja um framlög vegna nemenda sem þurfa að sækja tónlistarskóla utan síns sveitarfélags skólaárið 2015-2016 er til 15. apríl nk.
Bæjarráð vísar málinu til fjármálastjóra til afgreiðslu.

20.1604386 - Kæra til Úrskurðarnefndar um uppl. mál v. synjunar um aðgang að gögnum.

Frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál, dags. 8. apríl, lögð fram tilkynning um að úrskurðarnefndinni hafi borist kæra frá Þórði Clausen Þórðarsyni vegna synjunar um aðgang að gögnum, þar sem Kópavogsbæ er veittur frestur til 22. apríl nk. til að veita rökstuðning fyrir ákvörðun.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

21.1604007 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 8. apríl 2016.

185. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 13. liðum.
Lagt fram.

22.1603021 - Hafnarstjórn, dags. 5. apríl 2016.

102. fundur hafnarstjórnar í 1. liðum.
Lagt fram.

23.1512817 - Gjaldtaka í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum.

Á fundi bæjarráðs þann 12. febrúar sl. var lögð fram uppfærð gjaldskrá fyrir Kópavogshöfn með nýju ákvæði um gjaldtöku vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipun í samræmi við reglugerð nr. 1201/2014. Bæjarráð vísaði málinu til hafnarstjórnar til umsagnar. Hafnarstjórn mælti með því við bæjarráð að verðskráin yrði samþykkt.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum uppfærða gjaldskrá fyrir Kópavogshöfn 2015.

24.1604004 - Íþróttaráð, dags. 7. apríl 2016.

58. fundur íþróttaráðs í 4. liðum.
Lagt fram.

25.1603019 - Skipulagsnefnd, dags. 11. apríl 2016.

1275. fundur skipulagsnefndar í 22. liðum.
Lagt fram.

26.1512566 - Aflakór 23. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Tangram arkitekta, f.h. lóðarhafa, dags. 16.12.2015 vegna breytts deiliskipulags Aflakórs 23. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Aflakórs 20 og 21; Akrakórs 14; Almannakórs 8 og 11. Kynningu lauk 14.3.2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust við kynnta tillögu. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

27.1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði.

Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, með tilvísan í erindi Skipulagsstofnunar dags. 24. febrúar 2016 og í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að deiliskipulagi fyrir hluta þróunarsvæðis Auðbrekku, svæði 1, 2 og 3 lagt fram að nýju og hafa eftirfarandi leiðréttingar verið gerðar á framlögðum gögnum; Skipulagsuppdrætti, greindargerð skipulagsskilmálum, skýringarhefti og umsögn.
1. Afmörkun deiliskipulags hefur verið samræmt afmörkun deiliskipulags Hafnarfjarðarvegar - Skeljabrekku og Nýbýlavegar.
2. Á skipulagsuppdrætti hafa verið teknar út fyrirhugaðar breytingar sbr. skipulagslýsingu þróunarsvæðis Auðbrekku.
3. Þau hús sem fyrirhugað er að fjarlægja eru auðkennd á skýringarmyndum.
4. Leiðbeinandi lína hæðarskila er auðkennd í skýringum en tákn um manir tekið út.
5. Texti í greinargerð og skilmálum um viðmið, skilti og gerð húsagatna, vistgötur, torg og þróunarsvæði hefur verið lagfærður.
Með breyttri tillögu Auðbrekku var einnig lagt fram á fundi skipulagsnefndar breytt mörk deiliskipulags Hafnarfjarðarvegar - Skeljabrekku og Nýbýlavegar samþykkt í bæjarstjórn 14. september 2004. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

28.1603467 - Austurkór 163 og 165. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lögð fram að nýju tillaga Benjamíns Magnússonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 18.2.2016 að breyttu deiliskipulagi Austurkórs 163-165. Á fundi skipulagsnefndar 21.3.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 151, 153, 161, 167, og 169. Lagt fram ásamt skriflegu samþykki allra tilgreindra lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

29.1603657 - Gnitaheiði 8 og 8a. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lagt fram að nýju erindi Ólafs V. Björnssonar, f.h. lóðarhafa, dags. 7.3.2016, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Gnitaheiðar 8 og 8a. Á fundi skipulagsnefndar 21.3.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gnitaheiðar 1, 3, 4a, 4b, 5, 6a og 6b. Lagt fram ásamt skriflegu samþykki allra tilgreindra lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

30.1403473 - Gunnarshólmi. Oddfellowblettur. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lagt fram að nýju erindi Hjalta Steinþórssonar hrl. dags. 18.3.2014, f.h. Konráðs Adolphssonar. Í erindi er óskað eftir heimild skipulagsnefndar til að leggja inn tillögu að deiliskipulagi Oddfellowbletts við Hólmsá. Í tillögu fælist að reisa íbúðarhús ásamt hesthúsi á lóðinni. Skipulagsnend hafnaði erindinu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

31.1502119 - Hafnarbraut 12. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lögð fram útfærsla Arkís að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 12, dags. 11.4.2016, sbr. meðfylgjandi greinargerð dags. 11.4.2016. Arnar Þór Jónsson, frá Arkís, gerði grein fyrir bygginaráformum. Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í samþykktu deiliskipulagi fyrir Hafnarbraut 12 og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

32.1604224 - Hafnarfjarðarvegur, Skeljabrekka og Nýbýlavegur. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, með vísan í erindi Skipulagsstofnunar dags. 24. febrúar 2016 er lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Hafnarfjarðarvegar - Skeljabrekku - Nýbýlavegar dags. 11.4.2016. Í tillögunni felst að mörkum deiliskipulagssvæðisins er breytt í samræmi við ný mörk deiliskipulags þróunarsvæðis Auðbrekku.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

33.1602444 - Hófgerði 2. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lagt fram að nýju frá byggingarfulltrúa að lokinni kynningu erindi Péturs Örns Björnssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 1.2.2016 þar sem óskað er eftir breytingum á bílskúr við Hófgerði 2. Á fundi skipulagsnefndar 15.2.2016 var samþykkt með tilvísan til. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hófgerðis 4; Holtagerðis 1 og 3. Kynningu lauk 31.3.2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

34.1604201 - Kambavegur / Turnahvarf / Tónahvarf. Spennistöðvar.

Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Vatnsendahvarfs - athafnasvæði, svæði IV. Í breytingunni felst að stofnuð er ný lóð fyrir dreifistöð OR á bæjarlandi. Tillagan er sett fram í deiliskipulagsuppdrætti ásamt greinargerð dags. 11.4.2016 í mkv. 1:1000. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

35.16011135 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 4. apríl 2016.

428. fundur stjórnar SSH í 6. liðum.
Lagt fram.

36.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 4. apríl 2016.

241. fundur stjórnar Strætó í 8. liðum.
Lagt fram.

37.1406247 - Kosningar í hverfakjörstjórnir 2014-2018

Í hverfiskjörstjórn í Smára voru kjörnir
Aðalmenn
Af A-lista:
Haukur Guðmundsson
Ragnheiður Bóasdóttir

Af B-lista:
Guðbjörg Sveinsdóttir

Varamenn
Af A-lista:
Gunnlaugur Snær Ólafsson
Karl Einarsson

Af B-lista:
Gísli Baldvinsson

Í hverfiskjörstjórn í Kór voru kjörnir
Aðalmenn
Af A-lista:
Sveinn Gíslason
Anna María Bjarnadóttir

Af B-lista:
Jörundur Þórðarson

Varamenn
Af A-lista:
Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir
Andrés Pétursson

Af B-lista:
Björg Eyþórsdóttir

38.1604579 - Skoðun á hraðhleðslustöðvum. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarráð samþykkir að fela umhverfissviði að meta kosti og galla þess að bærinn setji upp s.k. hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla á helstu starfstsöðvum bæjarins og/eða við grunnskóla eða í hverju hverfi. Jafnframt verði metinn kostnaður og gerð áætlun um uppsetningu ef fýsilegt þykir.
Ólafur Þór Gunnarsson"
Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.
Næsti fundur bæjarráðs verður miðvikudaginn 20. apríl 2016.

Fundi slitið.