Bæjarráð

2719. fundur 13. febrúar 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1402005 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 11. febrúar

104. fundargerð í 11 liðum.

Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

2.1402281 - Húsnæðismál

Frá bæjarstjóra, dags. 11. febrúar, umsögn um viðauka við fjárhagsáætlun.

Lagt fram.

3.14011106 - Reykjavíkurskákmótið 2014. Styrkbeiðni

Frá bæjarritara, dags. 12. febrúar, umsögn um styrkbeiðni frá Skáksambandi Íslands. Ekki er mælt með því að Kópavogsbær veiti styrk til verkefnisins.

Bæjarráð sér sér ekki fært að styrkja verkefnið.

4.1312427 - Beiðni um styrk til uppgræðslu í beitarhólfinu á Mosfellsheiði, milli Lyklafells og Hengils

Frá bæjarritara, dags. 12. febrúar, umsögn um styrkbeiðni Landgræðslu ríkisins vegna uppgræðsluverkefnis á árinu 2014. Lagt er til að erindinu verði vísað til stjórnar SSH til úrvinnslu.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til stjórnar SSH til úrvinnslu.

5.1312421 - Beiðni um styrk til starfsemi Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Frá bæjarritara, dags. 12. febrúar, umsögn um styrkbeiðni Krabbameinsfélags Reykjavíkur.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 150.000,- til fræðslustarfs Krabbameinsfélagsins.

6.1312346 - Nordisk Forum - óskað eftir stuðningi Kópavogsbæjar

Frá bæjarritara, dags. 12. febrúar, umsögn um styrkbeiðni frá Starfsmannafélagi Kópavogs til að sækja ráðstefnu.

Bæjarráð hafnar erindinu með tveimur atkvæðum en þrír bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins.

7.1312090 - Umsókn um styrk vegna þinghalds Kiwanisumdæmisins Ísland- Færeyjar 2014

Frá bæjarritara, dags. 12. febrúar, umsögn um styrkbeiðni Kiwanisklúbbsins Eldeyjar þar sem lagt er til að veittur verði styrkur að upphæð 250.000 kr. vegna kostnaðar við þinghald í Salnum ásamt kaffiveitingum.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk til leigu á Salnum ásamt kaffiveitingum að upphæð allt að 250.000 kr.

8.1402412 - Auðbrekka 3-5 og 13-15. Beiðni um lóðaframsal

Frá bæjarlögmanni, dags. 12. febrúar, umsögn um beiðni um framsal á lóðunum Auðbrekku 3-5 og 13-15.

Bæjarráð heimilar framsal lóðarinnar en bæjarráð áréttar að endurnýja þarf tímafresti hvað uppbyggingu varðar.

9.1402343 - Styrktarsjóður EBÍ. Umsókn úr sjóðnum 2014

Frá eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands, dags. 4. febrúar, upplýsingar varðandi umsóknir í sjóðinn, en umsóknarfrestur rennur út í lok apríl.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

10.1402363 - Leiðrétting á skráningu jarðarinnar Vatnsenda í Lögbýlaskrá

Frá Cato lögmönnum, dags. 7. febrúar, athugasemdir varðandi skráningu Vatnsenda.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

11.1402403 - Endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda 2014 á greiddum lífeyri úr sjóðnum

Frá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, dags. 10. febrúar, upplýsingar um endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri úr sjóðnum.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

12.1402456 - Þríhnúkar. Bókun frá Ómari Stefánssyni.

"Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn 3H travel og Þríhnúka ehf. varðandi framtíðarhugmyndir um uppbyggingu og starfsemi á svæðinu og skila minnisblaði þar um á næsta fundi bæjarráðs.

Ómar Stefánsson"

13.1402454 - Samantekt um fyrirspurnir. Bókun frá Guðríði Arnardóttur.

"Undirrituð óskar eftir því að bæjarritari taki saman lista af ósvöruðum fyrirspurnum sem fulltrúar Samfylkingarinnar hafa lagt fram í bæjarráði og enn hefur ekki verið svarað.

Guðríður Arnardóttir"

14.1311106 - Fjármál stjórnmálasamtaka. Bókun frá Guðríði Arnardóttur

"Undirrituð óskar eftir áliti bæjarlögmanns á því hvort eðlilegt er að greiða styrk til stjórnmálaframboða á vorönn 2014 sem hafa opinberlega lagt niður starfsemi sína.

Guðríður Arnardóttir"

15.1402457 - Staða byggingarframkvæmda. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni.

"Undirritaður óskar eftir yfirliti yfir þau fjölbýlishús sem eru á byggingarstigi og á undirbúningsstigi þar sem lóðaúthlutun liggur fyrir í Kópavogi.

Hjálmar Hjálmarsson"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Framkvæmdaráð óskaði eftir að byggingarfulltrúi mætti á næsta fund ráðsins til að gera grein fyrir stöðu byggingarframkvæmda í bænum. Gera má ráð fyrir að gögn vegna málsins verði jafnframt hægt að leggja fram í bæjarráði.

Ómar Stefánsson"

16.1311106 - Fjármál stjórnmálasamtaka. Bókun frá Guðríði Arnardóttur

"Á fundi bæjarráðs þann 30. janúar var upplýst að listi Kópavogsbúa hefði skilað núna í janúar ársreikningum fyrir árin 2011 til 2013. Óskað er eftir því að þeir reikningar verði lagðir fyrir næsta fund bæjarráðs.

Guðríður Arnardóttir"

Fundi slitið - kl. 10:15.