Bæjarráð

2731. fundur 15. maí 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Erla Karlsdóttir varafulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1405006 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, 7. maí

26. fundargerð í 9 liðum.

Lagt fram.

2.1401107 - Stjórn SSH, 7. apríl

401. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

3.1401098 - Stjórn Sorpu bs., 12. maí

335. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

4.1405199 - Nýbýlavegur 4, Tokyo sushi og sticks. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi.

Frá laganema, dags. 12. maí, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi frá 8. maí, þar sem óskað er eftir eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Tokyo veitingar ehf., kt. 670710-0920, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veitingahús í flokki II, á staðnum Tokyo sushi og sticks, að Nýbýlavegi 4, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

5.1405209 - Vallakór 12, Kórinn. Par ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá laganema, dags. 12. maí, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi frá 8. maí þar sem óskað er umsagnar Kópavogsbæjar um umsókn Par 3 ehf., kt. 630410-0960, um tímabundið áfengisleyfi, á tónleikum Justin Timberlake, á staðnum Kórinn íþróttahús, að Vallakór 12, Kópavogi, skv. 18. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag en afgreiðslutími er lengri en ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir gerir ráð fyrir.  Skv. reglugerð er afgreiðslutími áfengis til kl: 23:30 en umsóknaraðili óskar eftir leyfi til kl: 24:00. 

6.1405215 - Rjúpnasalir 1, Chopperinn. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt/breytt rekstrarleyfi

Frá laganema, dags. 12. maí, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi frá 8. maí, þar sem óskað er umsagnar umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Ljósborgar ehf., kt. 600575-0319, um nýtt/breytt rekstrarleyfi til að mega reka veitingastað/greiðasölu í flokki I, á staðnum Chopperinn, að Rjúpnasölum 1, Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

 

7.1405200 - Nýbýlavegur 8, NAM. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá laganema, dags. 12. maí, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi frá 8. maí sl. þar sem óskað er umsagnar Kópavogsbæjar um umsókn Nam ehf., kt. 630911-1410, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veitingastað/greiðasölu í flokki II, á staðnum NAM, að Nýbýlavegi 8, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag en afgreiðslutími er lengri en ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir gerir ráð fyrir. Umsóknaraðili óskar eftir opnunartímanum til kl: 23:00 alla daga, þó til kl. 01:00 aðfararnótt laugardags, sunnudags eða almennra frídaga.

 

8.1405014 - Smiðjuvegur 11, Bangkok. Praxis ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt og breytt rekstrarleyfi

Frá laganema, dags. 12. maí, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi frá 30. apríl þar sem óskað er umsagnar Kópavogsbæjar um umsókn Praxis ehf., kt. 550414-2010, um nýtt og breytt rekstrarleyfi til að mega reka veitingastað og skemmtistað í flokki III, á staðnum Bangkok, að Smiðjuvegi 11, Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

 

9.1404203 - Óskað eftir stuðningi við 100. Íslandsmótið í skák

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 14. maí, umsögn um styrkbeiðni Skáksambands Íslands.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 150.000 til Skáksambandsins.

10.1405299 - Frumvarp til laga um opinber fjármál, 508. mál. Beiðni um umsögn

Frá fjárlaganefnd Alþingis, dags. 13. maí, óskað umsagnar um frumvarp til laga um opinber fjármál, 508. mál.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til úrvinnslu.

11.1405327 - Áskorun á samninganefnd

Frá Þórdísi Sævarsdóttur f.h. félagsmanna KMSK, dags. 9. maí, áskorun til samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðum við félag grunnskólakennara.

Guðríður Arnardóttir vék af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð hvetur samninganefndir til að leggja allt kapp á að semja þannig að skólastarf geti haldið áfram með eðlilegum hætti.

12.1405329 - Nýliðun í hestamennsku

Frá hestamannafélaginu Spretti, dags. 29. apríl, hugmyndir um eflingu í nýliðun í hestamennsku og óskað eftir afnotum af hesthúsi að Heimsenda 1.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarritara að ganga frá samningi við hestamannafélagið.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég fagna þessu máli innilega.

Guðríður Arnardóttir"

13.1103160 - Kosningar í hverfakjörstjórnir

Bæjarstjórn samþykkti einróma að veita bæjarráði umboð til að kjósa fulltrúa í hverfiskjörstjórnir. Kosning aðalmanns í hverfisstjórn í Smáranum í stað Birnu Bjarnadóttur og aðalmanns í hverfisstjórn í Kórnum í stað Gísla Rúnars Gíslasonar.

Frestað.

14.1402235 - Sveitarstjórnarkosningar 2014

Á fundi bæjarstjórnar þann 13. maí var samþykkt að fela bæjarráði einróma að fara með umboð sitt varðandi kjörskrá og önnur mál er upp kunna að koma vegna sveitarstjórnarkosninga þann 31. maí 2014.

Bæjarráð Kópavogs verður reiðubúið að koma saman á kjördag til afgreiðslu á breytingum á kjörskrá komi til þess.

15.1405341 - Íbúakosningar um sameiningu sveitarfélaga. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi tillögu um íbúakosningu um sameiningu sveitarfélaga:

"Bæjarráð samþykkir að láta fara fram á þessu ári íbúakosningu þar sem hugur bæjarbúa til sameiningar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu verður kannaður. Kosningin fari fram með rafrænum hætti. Spurt verði um 5 kosti:

1)      Sameiningu Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar

2)      Sameiningu Kópavogs og Reykjavíkur

3)      Sameiningu Kópavogs og Garðabæjar

4)      Annan valkost að tillögu íbúa

5)      Óbreytt ástand

Greinargerð:

Á kjörtímabilinu sem er að líða var samþykkt tillaga um sameiningu til suðurs að frumkvæði VG.  Þá var ekki leitað álits íbúanna, en með vilja þeirra fengi málið meiri slagkraft.  Umræða um íbúakosningar er mikil um þessar mundir. Samvinna sveitarfélaganna hefur aukist, og stór hluti íbúa lítur á svæðið sem eina heild.  Mikilvægt er að eftir því sem sveitarfélögin takast á við fleiri verkefni að staða íbúanna verði jöfn á öllu svæðinu, og þjónusta og þjónustuframboð jöfnuð. Réttindi allra íbúanna til þjónustu eiga að vera þau sömu á öllu svæðinu og því mikilvægt að skoða hug íbúa til sameiningar.

Ólafur Þór Gunnarsson"

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

Fundi slitið - kl. 10:15.