Bæjarráð

2837. fundur 15. september 2016 kl. 08:15 - 10:35 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir varafulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1412117 - Ósk um athugasemdir og gögn vegna beiðni Lauga ehf. um rannsókn á meintum brotum Kópavogsbæjar á ákv

Frá bæjarlögmanni, lögð fram til kynningar tilkynning frá Samkeppniseftirlitinu, dags. 12. september, um lok máls í tilefni af kvörtun Lauga ehf. að því er snertir samninga Kópavogsbæjar vegna líkamsræktarstöðva sem reknar eru í húsakynnum sundlauga Kópavogs.
Lagt fram.

2.1609328 - Hamraborg 7, Iceland Comfort Apartments. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis f. gististað í fl.

Frá lögfræðideild, dags. 8. september, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 6. september, þar sem óskað er umsagnar um umsókn CPLA ehf., kt. 440407-2420, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, að Hamraborg 7, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að umfang rekstrarleyfisins samrýmist stefnu skipulags.

3.1609330 - Hlíðarsmári 3, Café Atlanta. Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 5. september, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 5. september, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Café Atlanta ehf., kt. 700112-0390, um endurnýjað rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Hlíðasmára 3, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að umfang rekstrarleyfisins samrýmist stefnu skipulags.

4.1607295 - Boðaþing 18-20. Heimild til veðsetningar

Frá aðstoðarbyggingarfulltrúa, dags. 16. ágúst, lagt fram erindi vegna beiðni lóðarhafa Boðaþings 18-20 um heimild til veðsetningar lóðarinnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins þann 28. júlí sl. og óskaði eftir upplýsingum um stöðu framkvæmda umsækjanda í Boðaþingi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðna veðheimild.

5.16031125 - Sorphirða í Kóp - Framtíðarsýn

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 7. september, lögð fram kostnaðargreining við breytingu á sorphirðukerfi Kópavogsbæjar sem bæjarstjórn óskaði eftir á fundi þann 22. mars sl. Um er að ræða greiningu á kostnaði við að bæta við þriðju tunnunni til að hirða plast við hýbýli í Kópavogi og/eða kostnaði við að flokka plast í sérpoka með pappír í bláu tunnuna, ásamt nánari úttekt á kostum og göllum.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

6.16011146 - Mánaðarskýrslur 2016

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 7. september, lagt fram svar við bókun í bæjarráði þann 25. ágúst sl. þar sem óskað var nánari skýringa á skiptingu frístundastyrkja eftir íþróttafélögum.
Lagt fram.

Ása Richardsdóttir þakkar framlagt svar.

7.1609434 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2016

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 6. september, lagt fram boð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2016 sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 21. september nk. Vænst er til þess að fulltrúi frá sveitarfélaginu sitji ársfundinn.
Lagt fram.

8.1609433 - Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2017, nýbúafræðsla.

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 8. september, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsóknum frá sveitarfélögum um framlög vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2017. Umsóknir skulu hafa borist sjóðnum seinni hluta októbermánaðar nk.
Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra til afgreiðslu.

9.1609433 - Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2017, sérþarfir fatlaðra nemenda.

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 8. september, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsóknum frá sveitarfélögum um framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2017. Umsóknir skulu hafa borist sjóðnum í pósti fyrir 21. september nk.
Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra til afgreiðslu.

10.1609433 - Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2017, rekstur grunnskóla.

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 6. september, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsóknum frá sveitarfélögum um almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla fjárhagsárið 217. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 21. september nk.
Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra til afgreiðslu.

11.1609433 - Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2017, skólaakstur úr dreifbýli.

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 6. september, lagt fram erindi vegna umsókna sveitarfélaga um framlög vegna skólaaksturs úr dreifbýli fjárhagsárið 2017. Umsóknir skulu hafa borist eigi síðar en 21. september nk.
Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra til afgreiðslu.

12.1604031 - Forsetakosningar 2016 - utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Frá innanríkisráðuneyti, dags. 29. ágúst, lagt fram erindi um áframhaldandi tilraunverkefni um utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi alþingiskosninga. Einnig lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um utankjörfundaratkvæðagreiðslu hjá sveitarfélögum vegna forsetakosninga 2016, ásamt greinargerðum sveitarfélaga og byggðasamlaga sem tóku þátt í tilraunverkefninu.
Lagt fram.

13.1302390 - Ytra mat á grunnskólum - þróunarverkefni. Álfhólsskóli valinn.

Frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 6. september, lagt fram erindi um eftirfylgni með úttekt á starfsemi Álfhólsskóla þar sem óskað er eftir upplýsingum um mat sveitarstjórnar á framkvæmd umbóta skv. umbótaáætlun verkefnisins.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til úrvinnslu.

14.1609530 - Dómsmál. Krafa um leiðréttingu launa.

Frá Mörkinni lögmannsstofu, dags. 6. september, lögð fram stefna í máli Guðjóns Más Sveinssonar gegn Kópavogsbæ þar sem mál er höfað til leiðréttingar á launum.
Bæjarráði vísar málinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

15.1609531 - Dómsmál. Krafa um ógildingu áminningar.

Frá Mörkinni lögmannsstofu, dags. 3. september, lögð fram stefna í máli Halldóru Maríu Hauksdóttur gegn Kópavogsbæ þar sem mál er höfðað til ógildingar ákvörðunar um áminningu í starfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

16.1609653 - Ársskýrsla Reykjavíkurprófastsdæmis (KGRP) 2015

Frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma, dags. 8. september, lögð fram ársskýrsla vegna ársins 2015.
Lagt fram.

17.1607016 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 26. júlí 2016.

194. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 11. liðum.
Lagt fram.

18.1608005 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. dags. 12. ágúst 2016.

195. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 13. liðum.
Lagt fram.

19.16011140 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 2. júní 2016.

840. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í 1. lið.
Lagt fram.

20.16011140 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 24. júní 2016.

841. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í 17. liðum.
Lagt fram.

21.16011140 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 2. september 2016.

842. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í 35. liðum.
Lagt fram.

22.16011135 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 5. september 2016.

433. fundur stjórnar SSH í 7. liðum.
Lagt fram.

23.16061133 - Aðstaða endurvinnslustöðvar Sorpu og sveitarfélaganna að Dalvegi í Kópavogi.

Frá SSH, dags. 7. september, lögð fram bókun SSH vegna erindis Sorpu til Kópavogsbæjar frá 16. júní sl. um endurvinnslustöðina við Dalveg í Kópavogi. Bæjarráð samþykkti á fundi þann 30. júní sl. að senda erindi til SSH vegna málsins.
Lagt fram.

24.1609629 - Tillaga að nýjum samstarfssamningi um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

Frá SSH, dags. 7. september, lögð fram tillaga að nýjum samstarfssamningi um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins sem SSH samþykkti fyrir sitt leyti og vísaði til umfjöllunar og efnislegrar afgreiðslu aðildarsveitarfélaga á fundi þann 5. september sl.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

25.1609758 - Opin bókhald Kópavogsbæjar. Hvert fara peningarnir?

Frá forstöðumanni UT-deildar, kynning á nýjum vef þar sem bókhald bæjarins verður opnað almenningi.
Lagt fram.

26.1609763 - Málefni leikskóla. Bókun frá Birki Jóni Jónssyni.

Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég óska eftir því að á næsta fundi bæjarráðs verði fjallað um mönnunarvanda á leikskólanum Austurkór í Kópavogi og hvernig bregðast megi við til framtíðar litið. Óska er eftir því að fulltrúar menntasviðs komi á fundinn.
Birkir Jón Jónsson"

Hlé var gert á fundi kl. 10.15. Fundi var fram haldið kl. 10.20.

Fulltrúar meirihlutans í bæjarráði lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Sjálfsagt að verða við beiðni um að ræða mönnun leiksskóla á næsta fundi bæjarráðs en um leið vill meirihluti bæjarráðs Kópavogs lýsa yfir furðu sinni á framsetningu frétta Ríkisútvarpsins og Ríkissjónvarpsins í kvöldfréttum í gær þann 14/9. Eins og fram kom í fréttinni þá eru 31 af 64 leikskólum í Reykjavík undirmannaðir en samt er eini leikskólinn í Kópavogi sem hefur þurft að senda börn heim látinn bera uppi fréttina nánast í beinni útsendingu. Austurkór er yngsti leikskólinn í Kópavogi og það er alltaf erfiðast að manna leiksskóla meðan þeir eru að slíta barnskónum auk þess sem þar komu upp langtímaveikindi starfsfólks í ágúst þannig að ekki var hægt að bregðast við fyrir þann tíma. Kópavogur er það sveitarfélag sem hefur lagt hvað mest af mörkum við að sporna við fækkun í stétt leikskólakennara á Íslandi. Fjöldi manns hefur stundað nám með styrk frá Kópavogi síðustu 2-3 ár og fékk Kópavogsbær Orðsporið fyrir aðgerðir við að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla og/eða fjölga leikskólakennurum í sínum leikskólum en verðlaunin eru veitt þeim sem skara framúr í málefnum leikskólanna. Að lokum er starfsfólki þakkað fyrir góð störf um leið og foreldrar geta treyst því að það munu allir leggjast á eitt til að leysa úr vanda leikskólans Austurkórs.
Theódóra Þorsteinsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson"

27.1609764 - Ályktun um Arnarnesveg.

Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi tillögu að ályktun bæjarráðs:
"Bæjarráð Kópavogs brýnir fyrir yfirvöldum samgöngumála að ljúka við gerð Arnarnesvegar hið fyrsta. Fyrri áfanga verksins er nú að ljúka en alls óvíst um lok seinni áfanga sem er tenging við Breiðholtsbraut. Með tilliti til umferðaröryggis og styttingu vegalengda er um brýnustu framkvæmd í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu að ræða. Það er óásættanlegt að samkvæmt fyrirliggjandi samgönguáætlun 2016-2018 sé ekki gert ráð fyrir að ljúka þessari framkvæmd og skorar bæjarráð Kópavogs á Alþingi að setja seinni hluta verks Arnarnesvegar inn á samgönguáætlun.
Sent umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og þingmönnum höfuðborgarsvæðisins."

Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:35.