Bæjarráð

2608. fundur 15. september 2011 kl. 12:00 - 13:45 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Sigurjón Ingvason skrifstofustjóri
Dagskrá

1.1109009 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 13/9

21. fundur

Bæjarráð staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

2.1108020 - Hafnarstjórn 8/9

75. fundur

3.1109006 - Umhverfis- og samgöngunefnd 25/8

7. fundur

4.1109007 - Umhverfis- og samgöngunefnd 12/9

8. fundur

5.1102336 - Hæfing fyrir fatlað fólk. Húsnæðismál

Frá bæjarstjóra, á fundi bæjarstjórnar 13/9, sbr. lið 2 í fundargerð, var samþykkt að vísa tillögu um viðræður við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga til úrvinnslu bæjarráðs.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með eftirlitsnefndinni um fyrirhuguð kaup bæjarins á fasteignum vegna málefna fatlaðra.

6.1103354 - Húsnæði fyrir fatlaða. Viðræður við jöfnunarsjóð.

Frá bæjarstjóra, á fundi bæjarstjórnar 13/9, sbr. lið 2 í fundargerð, var samþykkt að vísa tillögu um viðræður við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga til úrvinnslu bæjarráðs.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með eftirlitsnefndinni um fyrirhuguð kaup bæjarins á fasteignum vegna málefna fatlaðra.

7.1104004 - Stofnskrá fyrir Náttúrufræðistofu Kópavogs

Frá bæjarstjóra, á fundi bæjarstjórnar 13/9, sbr. lið 3 í fundargerð, var samþykkt að vísa stofnskrá fyrir Náttúrufræðistofu Kópavogs ásamt breytingartillögum til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.

Hlé var gert á fundi kl. 12:30. Fundi var fram haldið kl.12:35

 

Breytingartillaga Sjálfstæðisflokks sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar 13.9.2011 var felld með 3 atkvæðum gegn 2.

 

Guðríður Arnardóttir leggur fram svohljóðandi breytingartillögu á 6. gr. stofnskrárinnar:

""6. gr.

Menningar- og þróunarráð Kópavogsbæjar fer með stjórn fyrir Náttúrufræðistofuna. Skal ráðið vinna að viðgangi hennar í samræmi við siðareglur Alþjóðaráðs safna (ICOM), annast stefnumörkun, fjalla um fjárhagsáætlanir og fylgjast með fjárhag og starfsemi hennar.  Menningar og þróunarráð skal hafa samráð við Umhverfis og samgöngunefnd vegna rannsóknarhluta safnsins.""

 

Tillagan er samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2.

 

Stofnskrá Náttúrufræðistofu Kópavogs er samþykkt með áorðnum breytingum með 3 atkvæðum. 2 sátu hjá.

8.1103264 - Ráðningarbréf. Samningur um verkefni á sviði áhættuþjónustu

Frá bæjarstjóra, mál sem frestað var á fundi bæjarráðs 8/9 sbr. lið 13 í fundargerð, varðandi skýrslu Deloitte hf.

Svör við fyrirspurn lögð fram.

 

Hlé var gert á fundi kl. 13:05. Fundi var fram haldið kl.13:08 

 

Gunnar Ingi Birgisson óskar bókað að hann ætli að kynna sér svörin og muni leggja fram bókun og frekari fyrirspurnir á næsta fundi.

9.1108165 - Vatnsendablettur 241a

Frá bæjarstjóra, tillaga að svari til Sigurbjörns Þorbergssonar vegna Vatnsendabletts 241a.

Samþykkt.

10.1108090 - Ósk um launalaust námsleyfi

Frá bæjarritara, dags. 13/9, umsögn vegna óskar starfsmanns um launalaust leyfi skólaárið 2011 - 2012. Þar sem starfsmaður uppyllir ekki þau skilyrði að hafa starfað hjá Kópavogsbæ í þrjú ár, er lagt til að bæjarráð synji beiðninni.

Bæjarráð synjar starfsmanni um umbeðið leyfi á grundvelli umsagnarinnar.

11.1011166 - Umgengni á atvinnusvæðum Kársnesi.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14/9, upplýsingar sem óskað var eftir á fundi bæjarstjórnar 13/9, varðandi hreinsunarverkefnið á Kársnesi.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs að koma með frekari upplýsingar, m.a. um stöðu málsins um sl. mánaðarmót, fyrir næsta fund bæjarráðs.

12.1105309 - Kórsalir 5. Stjórnsýslukæra vegna samskipta Kópavogsbæjar og húsfélagsins að Kórsölum 5

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, afrit af bréfi til innanríkisráðuneytisins, dags. 8/9, greinargerð Kópavogsbæjar vegna stjórnsýslukæru húsfélagsins að Kórsölum 5.

Lagt fram.

13.1109003 - Fjárhagsleg staða íþróttafélaga

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 13/9, svar við fyrirspurn um fjárhagsstöðu íþróttafélaganna.

Sviðsstjóra menntasviðs falið að leggja fram sambærilegt yfirlit með upplýsingum um tekjur og gjöld vegna barna og unglingastarfs annars vegar og meistaraflokka hins vegar.

14.1109053 - Umsókn um launað námsleyfi á vorönn 2012

Frá sviðsstjóra menntasviðs, beiðni frá starfsmanni leikskóla, dags. 7/9, um launað námsleyfi í tvo mánuði á þessu skólaári.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til umsagnar. 

15.1109080 - Framlög úr Jöfnunarsjóði til eflingar tónlistarnámi

Frá innanríkisráðuneytinu, Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 5/8, varðandi framlög úr sjóðnum til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda ásamt umsóknareyðublöðum.

Lagt fram.

16.1109086 - Beiðni um skipan fulltrúa í sameiningarnefnd

Frá hestamannafélögunum Andvara og Gusti, dags. 7/9, beiðni um að Kópavogsbær skipi tvo fulltrúa í sameiningarnefnd félaganna tveggja og uppbyggingu á Kjóavöllum.

Bæjarstjóri leggur til að bæjarstjóri og sviðsstjóri umhverfissviðs verði skipuð í sameiningarnefnd.

 

Samþykkt.

17.1106098 - Vatnsendablettur 5, v. yfirtöku Kópavogsbæjar

Frá Sigurbirni Þorbergssyni, dags. 12/9, varðandi Vatnsendablett 5.

Vísað til bæjarstjóra til umsagnar.

18.1106098 - Vatnsendablettur 5, v. yfirtöku Kópavogsbæjar

Frá Sigurbirni Þorbergssyni, dags. 9/9, varðandi Vatnsendablett 5.

Vísað til bæjarstjóra til umsagnar.

19.1109118 - Ósk um áframhaldandi samstarf

Frá Hjartavernd ódagsett, ósk um áframhaldandi samstarf á alþjóðlegum hjartadegi í september 2011.

Vísað til bæjarstjóra til afgreiðslu.

20.910434 - Urðarhvarf 12, lóðarskil

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 13/9, vegna óskar um lóðarskil Urðarhvarfs 12. Lagt er til að gert verði upp við lóðarhafa á sama hátt og aðra lóðarhafa sem skiluðu lóðum í sama hverfi.

Samþykkt.

21.910229 - Vallakór 2, lóðarskil

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 13/9, vegna óskar um lóðarskil Vallakórs 2. Lagt er til að gert verði upp við lóðarhafa á sama hátt og aðra lóðarhafa sem skiluðu lóðum í sama hverfi.

Samþykkt.

 

Gunnar Ingi Birgisson leggur til að lóðin Vallakór 2 verði auglýst.

 

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

22.1109039 - Árshlutareikningur Sorpu bs.

Frá Sorpu bs., dags. 1/9, árshlutareikningur Sorpu bs., janúar - júní 2011.


Lagt fram.

23.1109148 - Kynning á afgreiðslum skipulagsnefndar.
Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs leggja fram eftirfarandi bókun:


""Bæjarfulltrúum gefst tækifæri á að fara yfir afgreiðslur skipulagsnefndar með skipulagsstjóra kl 15:30 miðvikudag eftir að fundur er haldinn í skipulagsnefnd.""


 


Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja fram eftirfarandi bókun:


"Lagt er til að skipulagsstjóri kynni afgreiðslur skipulagsnefndar á fundum bæjarráðs. Hér er verið að tala um að bæjarráðsmenn fái greinargóðar upplýsingar þegar verið er að afgreiða skipulagsmál í bæjarráði. Meirihluti gagnsæis og opinnar stjórnsýslu hafnar þessu með ofbeldi. Fyrir þeim fyrrgreindu góðu vinnubrögðum er hins vegar löng hefð.


Ármann Kr. Ólafsson


Gunnar I. Birgisson


Ómar Stefánsson"


 Fulltrúar meirihluta leggja fram eftirfarandi bókun:


"Skipulagsstjóri hefur mætt á fundi bæjarráðs og svarað spurningum bæjarráðsmanna sé þess óskað.  Öllum kjörnum fulltrúum stendur nú til boða sérstök kynning á skipulagstillögum þeim sem skipulagsnefnd fjallar um fyrir bæjarráðsfundi sbr. ofangreinda bókun auk þess sem öll gögn eru fundarmönnum aðgengileg í fundarmannagátt bæjarins.


Guðríður Arnardóttir


Ólafur Þór Gunnarsson


Rannveig Ásgeirsdóttir"


 


Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi bókun:


"Skipulagsstjóri hefur ekki fengið að varpa skipulagstillögum upp á tjald á fundum bæjarráðs. Þetta lýsir helstu áherslumálum þessa meirihluta."

24.1109149 - Fyrirspurn varðandi gróðursetningu í Lækjarbotnalandi.
Ómar Stefánsson óskar eftir upplýsingum um eftir hvaða verklagsreglum er unnið við plöntun trjáa í Lækjarbotnalandi og hvort það sé stefnt að því að drepa allt berjalyngið þar.


Vísað til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

25.1109152 - Lækjarhjalli. Tillaga um fjölgun bílastæða.


Ármann Kr. Ólafsson leggur fram eftirfarandi tillögu:Bæjarráð feli skipulagsstjóra að leita leiða til að fjölga bílastæðum við Lækjarhjalla.


Vísað til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

26.1010309 - Gunnar I. Birgisson óskar eftir upplýsingum varðandi dagsektir af VindakórGunnar I Birgisson leggur fram eftirfarandi fyrirspurn til bæjarstjóra:


"a. Hve háar dagsektir hefur Íbúðarlánasjóður greitt vegna byggingar í Vindakór?


b. Hvenær mun Íbúðalánasjóður hefja framkvæmdir við frágang bygginganna?"

Hjálmar Hjálmarsson leggur til að bæjarráð hvetji bæjarbúa til að kynna sér þá viðburði sem verða á dagskrá samgönguviku og taka þátt í bíllausa deginum.

Fundi slitið - kl. 13:45.

Fara efst
á síðu
Heim
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Opna / loka snjalltækjavalmynd