Bæjarráð

2530. fundur 15. desember 2009 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.912008 - Atvinnu- og upplýsinganefnd 10/12

320. fundur

 

2.912615 - Undirbúningsnefnd um Tónlistarsafn Íslands 22/3 2007

1. fundur, sem frestað var í bæjarráði 10/5 2007.

 

3.912615 - Undirbúningsnefnd um Tónlistarsafn Íslands 11/4 2007

2. fundur, sem frestað var í bæjarráði 10/5 2007.

4.912615 - Undirbúningsnefnd um Tónlistarsafn Íslands 18/4 2007

3. fundur, sem frestað var í bæjarráði 10/5 2007.

5.811293 - Boðaþing 5-7

Frá félagsmálastjóra, dags. 11/12, óskað heimildar bæjarráðs til að skoða möguleika á flutningi sambýla aldraðra í Gullsmára og á Skjólbraut yfir í Boðaþing í samráði við félags- og tryggingamálaráðuneytið.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

6.911228 - Varðar stjórnsýslu starfsmanna Kópavogbæjar.

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 10/12, afrit af bréfi til Helga Jóhanns Haukssonar, varðandi kæru hans á synjun Kópavogsbæjar á rökstuðningi fyrir riftun á leigusamningi við hann.

Lagt fram.

7.811293 - Boðaþing 5-7

Frá félags- og tryggingamálaráðuneyti, dags. 7/12, varðandi tilflutning rekstrarheimilda milli hjúkrunarheimila til að unnt sé að taka hjúkrunarrými við Boðaþing í notkun á næsta ári.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra til úrvinnslu.

8.701022 - Vatnsendi. Eignarnám á landi úr jörðinni Vatnsenda

Frá Sigurbirni Þorbergssyni, dags. 10/12, fyrirspurn vegna ársreikninga Kópavogsbæjar.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

9.912616 - Heiðaþing 2-4

Frá Önnu Þórdísi Bjarnadóttur, dags. 10/12, varðandi hreinsun á lóðinni að Heiðaþingi 2-4.

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

 

Bæjarráð samþykkir erindið.

10.912585 - Aðalskipulag Ölfus 2002-2014.

Frá sveitarfélaginu Ölfusi, ódagsett, athugasemdir og umsagnir við auglýsta tillögu að aðalskipulagi Ölfuss 2002 - 2014 og svör sveitarstjórnar við þeim.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar.

11.912601 - Sótt um leyfi fyrir áramótabrennu.

Frá Breiðabliki, dags. 10/12, sótt um leyfi fyrir áramótabrennu á sama stað og sl. ár þ.e. í Smárahvammi.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

12.912571 - Flugeldasala við Vallakór 12.

Frá HK, dags. 8/12, óskað eftir leyfi fyrir flugeldasölu við Vallakór 12 í ófrágengnu húsnæði KAÍ.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

13.912544 - Klukkuþing 3, lóðarskil.

Frá Guðjóni Magnússyni og Sigríd Guðrúnu Hálfdánardóttur, dags. 8/12, lóðinni að Klukkuþingi 3 skilað inn.

Lagt fram.

14.912609 - Álmakór 20, lóðarskil.

Frá Garðari S. Vestfjörð, ódagsett, lóðinni að Álmakór 20 skilað inn.

Lagt fram.

15.912611 - Ársskýrsla 2007.

Frá Vinnumálastofnun, ársskýrsla 2007.

Lagt fram.

16.912612 - Ársskýrsla 2008.

Frá Vinnumálastofnun, ársskýrsla 2008.

Lagt fram.

17.912645 - Fjárhagsáætlun 2010

Tillaga að fjárhagsáætlun 2010 lögð fram.

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 17:15.