Bæjarráð

2545. fundur 15. apríl 2010 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1003239 - Birkigrund 65. Kæra vegna úrskurðar Fasteignaskrár Íslands

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, umsögn sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 8/4, varðandi erindi Yfirfasteignamatsnefndar þar sem óskað er umsagnar um kæru fasteignamats á Birkigrund 65.

Lagt fram.

2.911381 - Fornahvarf 1, breytt deiliskipulag.

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, dags. 13/3, varðandi lið 15 í fundargerð skipulagsnefndar 15/12 2009, Fornahvarf 1, breytt deiliskipulag, en skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði málinu til bæjarráðs. Á fundi sínum 22/12 frestaði bæjarráð afgreiðslu. Lagt er til að bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar frá 15/12 2009.

Bæjarráð hafnar erindinu.

3.1004263 - Endurbætur á íþróttagólfi Digraness

Frá deildarstjóra íþrótta- og tómstundamála, dags. 14/4, lagt er til að framkvæmda- og tæknisviði verði falið að óska eftir tilboðum í nýjan dúk fyrir aðalsal íþróttahúss Digraness sem allra fyrst.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar málinu til framkvæmda- og tæknisviðs til úrvinnslu.

4.1004243 - Elísabet B. Sveinsdóttir segir upp störfum

Frá Elísabetu Sveinsdóttur, markaðs- og kynningarstjóra Salarins, sem segir starfi sínu lausu frá og með 1. júlí nk.

Bæjarráð þakkar Elísabetu Sveinsdóttur fyrir störf sín.

5.1004161 - Skýrsla um samræmd könnunarpróf haustið 2009

Frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 29/3, varðandi skýrslu um samræmd könnunarpróf, sem komin er út á vegum Námsmatsstofnunar.

Lagt fram.

6.911180 - Stjórnsýslukæra

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 31/3, stjórnsýslukæra vegna ráðningar í starf húsvarðar í Lindaskóla, tilkynning um að vegna mikilla anna í ráðuneytinu muni uppkvaðning úrskurðar dragast enn um sinn.

Lagt fram.

7.704100 - Fróðaþing 20. Bótakrafa til Kópavogsbæjar vegna tafa við byggingu á lóð Fróðaþings 20

Frá íbúum Fróðaþings 20, dags. 12/4, varðandi samanburð bæjarlögmanns á málsmeðferð Fróðaþings 20 og Heiðaþings 2 - 4.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

8.1004248 - BSRB vegna starfsmannamála

Frá BSRB, dags. 30/3, afrit af bréfi til leikskólastjóra leikskólans Fífusala, varðandi starfsmannamál.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til úrvinnslu.

9.1004198 - Listar yfir skipulagsfulltrúa

Frá Skipulagsstofnun, dags. 8/4, listar yfir skipulagsfulltrúa, þá sem sinna skipulagsgerð og byggingarfulltrúa.

Lagt fram.

10.1004032 - Endurskoðun aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030.

Frá Grindavíkurbæ, dags. 30/3, beiðni um umsögn vegna endurskoðunar aðalskipulags Grindavíkurbæjar 2010 - 2030.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

11.1004231 - Þrúðsalir 15, lóðarskil

Frá Sveini Halldórssyni og Láru Aradóttur, ódags., ósk um að skila inn lóðinni að Þrúðsölum 15.

Lagt fram.

12.812050 - Austurkór 5, lóðarleigusamningur

Frá Mótanda ehf., dags. 14/4, varðandi greiðslu lóðargjalda fyrir Austurkór 5.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns og fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar.

13.1004229 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis

Frá heilbrigðiseftirliti, dags. 7/4, ársskýrsla og ársreikningur fyrir árið 2009.

Lagt fram.

14.1004158 - ÍSOR

Frá ÍSOR, ársskýrsla 2009.

Lagt fram.

15.1004008 - Félagsmálaráð 13/4

1281. fundur

 

16.1004071 - Þjónusta við fatlaða; reglur

Ólafur Þór Gunnarsson, áheyrnarfulltrúi VG, og Guðríður Arnardóttir Samfylkingu lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Félagsmálaráð hefur staðfest að reglur varðandi liðveislu eru óbreyttar og upplýsingar á heimasíðu bæjarins verið leiðréttar.

Ólafur Þór Gunnarsson  Guðríður Arnardóttir""

17.905193 - Yfirfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaga

Bæjarráð óskar eftir að félagsmálastjóri mæti til næsta fundar ráðsins vegna málsins.

18.1004004 - Forvarnanefnd 14/4

23. fundur

19.1004002 - Lista- og menningarráð 8/4

354. fundur

20.1004006 - Skólanefnd 12/4

7. fundur

21.1001157 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 12/4

137. fundur

22.1003035 - Sameining Digranesskóla og Hjallaskóla

Lögð fram tillaga framkvæmdahóps frá 7. apríl sl.:
Á grundvelli faglegrar úttektar Ellerts Borgars Þorvaldssonar sem lögð var fyrir fund framkvæmdahóps þann 7. apríl, áréttar framkvæmdahópur fyrri tillögu sína að farið verði í sameiningu Digranes- og Hjallaskóla í nýjan skóla sem taki til starfa haustið 2010.

 Bæjarráð samþykkir tillöguna.

23.1001252 - FEBK mótmælir vegna gjalds í sundlaugar Kópavogs.

Frá bæjarstjóra, dags. 14/4, tillaga að svari til FEBK, varðandi gjald eldri borgara í sundlaugar Kópavogs.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari. Gunnar Ingi Birgisson sat hjá við afgreiðslu málsins.

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Undirritaður er á móti sundskatti á eldri borgara og þessi umsögn breytir engu þar um.

Gunnar Ingi Birgisson""

 

24.1004244 - Rekstrarstjórn Kórsins

Frá bæjarstjóra, dags. 14/4, varðandi þriggja manna rekstrarstjórn yfir mannvirkjum í Vallakór 16. Lagt er til að stjórnina skipi Páll Magnússon, bæjarritari, Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs og Gunnar Guðmundsson, íþróttafulltrúi.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

25.1003185 - Fyrirspurn frá VG um húsnæði Héraðsskjalasafns Kópavogs

Frá bæjarstjóra, dags. 14/4, svör við spurningum Ólafs Þórs Gunnarssonar í bæjarráði 18/3 sl., varðandi húsnæði Héraðsskjalasafns Kópavogs.

Lagt fram.

 

Hlé var gert á fundi kl. 16.03. Fundi var fram haldið kl. 16.07.

 

Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi tillögu:

""Héraðsskjalasafn Kópavogs er nú í 330 fm lélegu húsnæði í Hamraborg. Leiguverð er ekki í nokkru samræmi við markaðsleigu eða tæpar 480.000 kr/mánuði. Miðað við þetta gæti jafnvel reynst ódýrara fyrir bæinn að fjármagna byggingu undir Héraðsskjalasafn en leigja áfram núverandi húsnæði. Því leggjum við til að leigunni sé sagt upp nú þegar og kannað með aðra og ódýrari kosti.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson.""

 

Ólafur Þór Gunnarsson, áheyrnarfulltrúi VG, óskaði eftir að gerast meðflutningsmaður tillögunnar.

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar. Óskað er eftir samanburði á leigusamningnum við aðra húsaleigusamninga sem bærinn hefur gert.

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

""Hvernig var háttað útboði og leigu á húsnæðinu að Hamraborg 14a?  Óskað er eftir að athugunin nái til ársins 1990.

Gunnar Ingi Birgisson""

26.1004239 - Samningur um lánshæfismat Kópavogsbæjar

Frá bæjarritara, dags. 14/4, lögð fram samningsdrög um að Kópavogsbær verði þátttakandi í lánshæfismati IFS Reitunar ehf.

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

27.1002033 - Akralind 7, beiðni um lækkun fasteignagjalda.

Frá bæjarritara, umsögn, dags. 14/4, um erindi Kristjáns Jóhannessonar varðandi beiðni um lækkun fasteignagjalda. Talið er að erindið falli ekki undir reglur bæjarins og því lagt til að erindinu verði hafnað.

Bæjarráð hafnar erindinu.

28.1003273 - Kæra vegna Félagsþjónustu Kópavogs.

Frá bæjarlögmanni, umsögn dags. 14/4, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 8/4, um erindi íbúa í bænum vegna samskipta hans við félagsþjónustu Kópavogs. Ekki er talin ástæða til frekari umfjöllunar bæjarráðs um erindið.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni afgreiðslu málsins.

29.1003181 - Dalvegur 16c, Bara ehf., Smári. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, dags. 14/4, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 16. mars 2010, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Bara ehf., kt. 690304-3170, um rekstarleyfi fyrir Smára, veitingastofu og greiðasölu að Dalvegi 16c í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007. Þegar liggja fyrir jákvæðar umsagnir byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlits.


Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

30.1004061 - Nýbýlavegur 30, Gistiheimilið Lily. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, dags. 14/4, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 6/4 2010, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Gistiheimilisins Lily ehf., kt. 710310-0760, um rekstrarleyfi fyrir Gistiheimilið Lily að Nýbýlavegi 30 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir gistiheimili í flokki II, gististaður án veitinga, sbr. 3. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

31.1004241 - Hlíðarsmári 15, Italiano ehf. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, dags. 14/4, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 12. apríl 2010, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Italiano ehf., kt. 441209-0960, um rekstarleyfi fyrir veitingastaðinn Italiano að Hlíðarsmára 15 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.


Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

32.1003118 - Þrúðsalir 5. Endurskoðun á lóðarverði.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 13/4, umsögn sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 18/3, varðandi beiðni um endurskoðun á lóðarverði að Þrúðsölum 5. Lagt er til að erindinu verði hafnað.

Bæjarráð hafnar erindinu.

33.806241 - Ósk eftir aðstöðu fyrir útvarpssenda á Smalaholti.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 14/4, bæjarráð óskaði eftir frekari úrvinnslu á fundi sínum 25/3, á erindi Hans Konrad Hansen, þar sem óskað er eftir aðstöðu á Rjúpnahæð fyrir útvarpssenda. Ekki er mælt sérstaklega með að heimilað verði að setja upp senda á þessum stað.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

34.1002273 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2010 ætluð ungmennum 17 ára og eldri.

Frá garðyrkjustjóra og forstöðumanni vinnuskóla Kópavogs, dags. 15/4, lagðar fram tillögur um ráðningar í sumarstörf hjá Kópavogsbæ, enda séu viðkomandi með lögheimili í Kópavogi, einnig er lagt til að samþykkt verði að taka áfram við skráningum vegna sumarstarfa á umsóknarvef án þess að í því felist vilyrði um vinnu.

Bæjarráð samþykkir tillögu um ráðningar. Þá samþykkir bæjarráð að áfram verði tekið við skráningum.

35.1004026 - Álfhólsvegur 111. Kvörtun vegna yfirgefins húss

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, dags. 13/4, umsögn sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum um erindi íbúa við Álfhólsveg 113, varðandi slæmt ástand húss og lóðar að Álfhólsvegi 111. Lagt er til að bæjarráð feli byggingarnefnd að ganga í málið.

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs um að byggingarnefnd taki málið til úrvinnslu.

Fundi slitið - kl. 17:15.