Frá jafnréttisráðgjafa, dags. 8/3, niðurstaða athugunar á kynjaskiptingu í nefndum, sbr. lið 2 í fundargerð jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 7/3 sl. þar sem eftirfarandi var bókað:
"Niðurstaða athugunar á kynjaskiptingu í nefndum, ráðum og stjórnum eftir meirihlutaskipti og kosningar í nefndir leiðir í ljós að 65% nefndarmanna eru karlar og 35% nefndarmanna konur.
Jafnréttis- og mannréttindaráð skorar á bæjarstjórn Kópavogs að jafna hlut kynjanna í nefndum, ráðum og stjórnum bæjarins. Ráðið vísar til þess að samkvæmt jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar ber að hafa 2:3 skiptingu í fimm manna nefndum og 1:2 í þriggja manna nefndum.
Ráðið óskar eftir skýringum á ástæðum þess að jafnréttisstefnunni var ekki fylgt við kosningar í nefndir."
Lagt fram.