Bæjarráð

2670. fundur 17. janúar 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1301011 - Félagsmálaráð, 15. janúar

1344. fundur

Lagt fram.

2.1301009 - Leikskólanefnd, 15. janúar

34. fundur

Lagt fram.

3.1208715 - Reglur um innritun og dvöl í leikskólum

Reglur um innritun og dvöl í leikskólum samþykktar í leikskólanefnd, sbr. lið 2 í fundargerð 15/1.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Kl. 8:20 mætti Guðríður Arnardóttir til fundar.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð óskar eftir því að afgreiðslu þessa máls verði vísað til bæjarstjórnar og rætt undir sér lið skv. nýjum drögum af bæjarmálasamþykkt.  Þá er það skoðun mín að leikskólagjöld skuli tekjutengja í stað þess að veita skilgreindum hópum fólks afslætti óháð tekjum.

Guðríður Arnardóttir"

4.1301007 - Skipulagsnefnd, 15. janúar

1221. fundur

Lagt fram.

5.1209463 - Austurkór 3, deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

6.1210574 - Austurkór 98. Breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

7.911897 - Langabrekka 5, umsókn um byggingarleyfi.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu, ásamt umsögn skipulagsstjóra, og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

8.1210144 - Dalaþing 3 - breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd hafnar tillögunni á grundvelli umsagnar skipulags- og byggingadeildar og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

9.1301005 - Skólanefnd, 14. janúar

53. fundur

Lagt fram.

10.1301050 - Stjórn Sorpu bs, 14. janúar

311. fundur

Lagt fram.

11.1301008 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 14. janúar

29. fundur

Lagt fram.

12.1107040 - Framtíðarhópur SSH-verkefnahópur 17 Byggðasamlög

Umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 22/11 sl. Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við drög að eigendastefnu Strætó bs. annars vegar og Sorpu bs. hins vegar, sbr. lið 2 í fundargerð 14/1.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

13.1212244 - Sameiginleg stjórn Bláfjalla- og Reykjanessfólkvanga

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu SSH um sameiginlegan fulltrúa í stjórnum Reykjanes- og Bláfjallafólkvangs og leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að kosinn verði nýr sameiginlegur fulltrúi í báðar nefndir, sbr. lið 5 í fundargerð 14/1.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ef á annað borð er verið að breyta fyrirkomulagi á stjórnum Reykjanes- og Bláfjallafólksvangs þá tel ég eðilegt að tveir fulltrúar komi frá hverju sveitarfélagi til að tryggja aðkomu bæði meiri- og minnihluta.

Guðríður Arnardóttir"

 

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

14.1212132 - Ný rétt fyrir afrétt Seltjarnarneshrepps hins forna í lögsagnarumdæmi Kópavogs

Umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 13/12, ásamt tillögu sviðsstjóra umhverfissviðs, sem afgreidd var í umhverfis- og samgöngunefnd, sbr. lið 14 í fundargerð 14/1.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til umsagnar um hvort samþykkt leiði til fjárútláta fyrir Kópavogsbæ.

 

Afgreiðslu frestað.

15.1301131 - Ákvörðun Samkeppniseftirlits um misnotkun Sorpu bs. á markaðsráðandi stöðu sinni.

Til fundar mætti Ingi B. Poulsen, hdl. f.h. Sorpu bs.

Lagt fram.

16.1301033 - Skálaheiði, íþróttahús HK. Beiðni um umsögn vegna umsóknar HK um að mega halda árshátíð

Frá bæjarlögmanni, lagt fram erindi sýslumannsins í Kópavogi dags. 31. desember 2012 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Handknattleiksfélags Kópavogs, kt. 630981-0269, um tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi til að mega halda árshátíð HK með áfengisveitingum, laugardaginn 19. janúar 2013, frá kl. 19:00 ? 2:00, í íþróttahúsi HK Digranesi, að Skálaheiði, Kópavogi, skv. 17. gr. og 18. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

17.1205409 - Fundargerðir starfshóps um Kópavogstún, Kópavogsbæinn og Kópavogshælið.

Tillögur starfshóps um Kópavogstún, Kópavogsbæinn og Kópavogshælið.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég geri athugasemd við hversu seint þessar tillögur eru lagðar fyrir bæjarráð.

Hjálmar Hjálmarsson"

Arnþór Sigurðsson tekur undir bókun Hjálmars Hjálmarssonar.

 

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

18.1212276 - Dimmuhvarf 9b. Heimild til framsals lóðarréttinda

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14. janúar, tillaga um að heimilað verði að framselja lóðina að Dimmuhvarfi 9b skv. beiðni frá Íslandsbanka.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

19.1208544 - Digranesvegur 12 - sala.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 16. janúar, tillaga um að taka tilboði Bjarna Björnssonar, kt. 060570-5699 um kaup á Digranesvegi 12.

Guðríður Arnardóttir lagði til að málinu verði vísað til framkvæmdaráðs til úrvinnslu.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að málinu verði vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu bæjarstjórnar til afgreiðslu með fjórum atkvæðum gegn einu.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er augljóst að framkvæmdaráð þessa meirihluta er bara upp á punt eða vegtylla fyrir þá meirihlutamenn sem ekki fengu sæti í bæjarráði.  Mál sem framkvæmdaráð á að fara með eru oftlega afgreidd í bæjarráði án umræðu í framkvæmdaráði svona eftir því hvernig vindar blása. Bendi jafnframt á að ekki hafa fengist svör við spurningum undirritaðrar um hvaða fasteignasölum var boðið að sjá um sölu eignarinnar.

Guðríður Arnardóttir"

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Mál þetta hefur verið til umfjöllunar í framkvæmdaráði. Með því að vísa málinu til bæjarstjórnar fá allir bæjarfulltrúar tækifæri til þess að afgreiða málið en allir fulltrúar framkvæmdaráðs sitja jafnframt í bæjarstjórn. Með því að vísa málinu aftur í framkvæmdaráð myndi málið frestast um tæpan mánuð.

Ármann Kr. Ólafsson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Nú tek ég undir með bæjarstjóra - þegar hann bendir á þá lýðræðislegu leið sem felst í því að fullnaðarafgreiða mál í bæjarstjórn.

Guðríður Arnardóttir"

20.1201055 - Boðaþing þjónustumiðstöð. Samkomulag Kópavogsbæjar og Hrafnistu um rekstur og starfsemi í Þjónustumi

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs og sviðsstjóra menntasviðs, dags. 14. janúar, tillaga um að framlengja samkomulagi milli Kópavogsbæjar og Hrafnistu um rekstur sundlaugarinnar í Boðaþingi til 31. desember 2014.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

21.1301294 - Beiðni um 6 mánaða launað leyfi

Frá forstöðumanni Gerðarsafns, dags. 15. janúar, beiðni um launað orlof til að undirbúa sýningu í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

22.1301255 - Óskað eftir leyfi frá störfum bæjarfulltrúa frá 17.1.- 10.4. 2013

Frá Ólafi Þór Gunnarssyni, dags. 17. janúar, óskað eftir að vera í leyfi frá og með 17. janúar til og með 10. apríl 2013.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég óska Ólafi Þór Gunnarssyni velfarnaðar á vettvangi Alþingis.

Guðríður Arnardóttir"

23.1106098 - Vatnsendablettur 5, v. yfirtöku Kópavogsbæjar

Frá Sigurbirni Þorbergssyni, dags. 8. janúar, óskað svara við áður innsendum erindum varðandi Vbl. 5.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

24.1002162 - Vatnsendablettur 132. Krafa um upptöku/endurskoðun á samkomulagi dags. 12. sept. 2001.

Frá Sigurbirni Þorbergssyni, dags. 9. janúar, óskað svara við áður innsendum erindum varðandi Vbl. 132.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

25.1301169 - Kynning á hraðvagnakerfum (Bus Rapid Transit). Erindi til SSH

Frá Strætó bs., dags. 9. janúar, kynning á hugmyndum um hraðvagnakerfi.

Lagt fram.

26.1301171 - NORDJOBB sumarstörf í Kópavogi 2013

Frá Norræna félaginu, dags. 8. janúar, óskað eftir þátttöku Kópavogs í verkefni Nordjobb, með því að bjóða upp á vinnu fyrir unglinga frá hinum Norðurlöndunum sumarið 2013.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

27.1301303 - Beiðni um styrk vegna fyrirhugaðs sunds yfir Ermasund

Frá Sækúnum, dags. 27. nóvember, óskað eftir styrk til fyrirhugaðs sjósunds yfir Ermarsund.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

28.1301039 - Hamraendi 32-34. Umsókn um lóð undir hesthús

Á síðasta fundi bæjarráðs var samþykkt tillaga framkvæmdaráðs um úthlutun lóðarinnar Hamraendi 32-34 og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð afturkallar fyrri ákvörðun um að vísa úthlutuninni til bæjarstjórnar þar sem lóðinni hefur þegar verið úthlutað.

Fundi slitið - kl. 10:15.