Bæjarráð

2517. fundur 17. september 2009 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.901303 - Fundargerð byggingarnefndar 15/9

1308. fundur

Bæjarráð staðfestir fundargerðina ásamt fylgiskjali.

2.909009 - Fundargerð félagsmálaráðs 15/9

1268. fundur

Liður 13. Bæjarráð óskar eftir að greinargerð um heimgreiðslur verði sendar bæjarfulltrúum fyrir næsta bæjarstjórnarfund.

3.901305 - Fundargerð leikskólanefndar 15/9

8. fundur

Liður 1. Bæjarráð staðfestir afgreiðslu leikskólanefndar.

4.909002 - Fundargerð lista- og menningarráðs 9/9

344. fundur

Kl. 15.26 mætti Ármann Kr. Ólafsson til fundar.

5.909005 - Fundargerð skipulagsnefndar 15/9

1170. fundur

6.811098 - Lundur 2, 4 og 6. Breytt deiliskipulag

Bæjarráð samþykkir erindið.

7.905202 - Kópavogsgerði 1, 3, 5 og 7, breytt deiliskipulag

Bæjarráð samþykkir erindið.

8.802210 - Kópavogsbrún 2-4. Breytt deiliskipulag

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

9.701069 - Gnitaheiði 4-6, breytt deiliskipulag

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

10.902150 - Austurkór 161, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

11.903148 - Grundarsmári 16, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

12.909003 - Fundargerð skólanefndar 7/9

14. fundur

13.909215 - Snjómokstur á stofn-, tengi- og safngötum 2009 - 2012

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 16/9, óskað heimildar til að bjóða út í opnu útboði snjómokstur á götum austan Reykjanesbrautar, samtals ca. 40 km. Verktími er 2009 - 2012.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

14.901042 - Landsendi 25 (lóð nr. 27)

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 16/9, umsögn um erindi varðandi skipti á lóðum. Lagt er til að Kópavogsbær taki aftur við lóðinni að Hlíðarenda 13 og úthluti Garðari Gíslasyni, kt. 030152-3959 og Böðvari Guðmundssyni, kt. 280465-5779, lóðinni að Landsenda 25.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

15.906162 - Ítrekun á kröfu Quiznos Sub um kaup á matarmiðum

Frá bæjarritara, dags. 15/9, umsögn um erindi frá Hirti Aðalsteinssyni, varðandi sölu á matarmiðum upp í skuld vegna fasteignagjalda, þar sem lagt er til að erindinu verði hafnað.

 Bæjarráð hafnar erindinu.

16.909212 - Ný heiti sviða í skipuriti bæjarins

Frá bæjarritara, dags. 16/9, tillaga um ný heiti sviða og samræmingu stöðuheita yfirmanna.

 Bæjarráð vísar tillögu um heiti sviða til ÍTK, lista- og menningarráðs, skipulagsnefndar, umhverfisráðs og byggingarnefndar til umsagnar.

17.902002 - Beiðni frá Ekron um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 15/9, umsögn um styrk til greiðslu fasteignaskatts af Smiðjuvegi 4b, þar sem starfsemi félagsins var áður til húsa.

Bæjarráð samþykkir tillögu um að fyrri ákvörðun um styrk til greiðslu fasteignaskatts verði afturkölluð.

18.904229 - Umsókn um styrk til starfsemi félagsins UMIAQ.

Frá bæjarritara, dags. 15/9, umsögn um erindi UMIAQ, þar sem óskað var eftir styrk til reksturs Grænlandshúss í Odense.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

19.907105 - Umsókn um styrkveitingu vegna yfirlitssýningar Högnu Sigurðardóttur arkitekts.

Frá bæjarritara, dags. 15/9, umsögn um erindi sýningarnefndar Arkitektafélags Íslands. Ekki er mælt með að veittur verði styrkur til verkefnisins.

Bæjarráð hafnar erindinu.

20.909225 - Afleysing forvarna- og jafnréttisfulltrúa

Frá bæjarritara, dags. 16/9, tillaga um tímabundnar ráðningar vegna afleysinga.

Bæjarráð staðfestir að Jón Júlíusson sinni störfum forvarnafulltrúa á meðan námsleyfi Arnars Ævarssonar stendur og að Þorsteinn Einarsson sinni störfum jafnréttisfulltrúa til áramóta, þegar Kristín Ólafsdóttir snýr til baka úr fæðingarorlofi.

21.804133 - Suðurlandsvegur. Tvöföldun frá Hólmsá að Hveragerði

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 7/9, staðfesting breytinga á svæðisskipulagi hbsv. 2001-2024, tvöföldun Suðurlandsvegar.

Lagt fram.

22.909162 - Almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla 2010.

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, óskað upplýsinga á þar til gerðum eyðublöðum fyrir 28. september nk.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra fræðslusviðs til afgreiðslu.

23.909161 - Umsóknir um framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2010

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 9/9, óskað eftir að umsóknir berist fyrir 28. september nk.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra fræðslusviðs til afgreiðslu.

24.909224 - Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2010 vegna nýbúafræðslu.

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 9/9, óskað eftir upplýsingum vegna úthlutunar framlaga úr sjóðnum vegna nýbúafræðslu á árinu 2010.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra fræðslusviðs til afgreiðslu.

25.905298 - Meðferð og afgreiðsla ársreiknings sveitarfélaga.

Frá samgönguráðuneytinu, dags. 4/9, ítrekun varðandi skil á gögnum til ráðuneytisins.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

26.908005 - Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórnar, 149. mál, persónukjör. Sent til umsagnar.

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 14/9, afrit af umsögn til Alþingis varðandi frumlag til laga um breytingar á fyrirkomulagi við sveitarstjórnarkosningar.

Bæjarráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

27.909180 - Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dags. í september, umsókn um styrk vegna Eldvarnarátaksins 2009, sem fram fer 20. - 28. nóvember nk.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

28.909165 - Skíðaskáli Lækjarbotnum.

Frá skíðadeild ÍR, dags. 10/9, umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts af skíðaskálanum í Bláfjöllum.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

29.909211 - Sumarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga

Frá Bandalagi íslenskra leikfélaga, dags. 10/9, óskað eftir hentugu húsnæði undir sumarstarf leiklistarskóla bandalagsins til að tryggja fötluðum aðgengi að skólanum.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

30.909160 - Krókaþing 14. Lóðaskil.

Frá Einari Þór Sigurjónssyni og Rögnu Lilju Garðarsdóttur, dags. 10/9, óskað eftir endurgreiðslu kostnaðar vegna lóðarinnar að Krókaþingi 14, þar eð engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar af hálfu bæjarins um óákveðinn tíma.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

31.909214 - Iðuþing 16, lóðaskil.

Frá Friðþjófi K. Eyjólfssyni, dags. 14/9, lóðinni að Iðuþingi 16 skilað inn, þar sem engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar af hálfu bæjarins um óákveðinn tíma.

Lagt fram.

32.909221 - Kópavogsbrún 2, lóðaskil

Frá T.S.H. verktökum hf., dags. 15/9, lóðinni að Kópavogsbrún 2 skilað inn.

Lagt fram.

33.909139 - Hæðarendi 6 (lóð nr. 36). Lóðaskil.

Frá Þorkeli Jónssyni, dags. 30/8, óskað eftir að skila lóðinni B-36 að Hæðarenda 6, enda fái hann að taka yfir lóðina B-41 að Hæðarenda 16 frá núverandi lóðarhöfum Rafnari Karli Rafnarssyni og Regínu Sólveigu Gunnarsdóttur.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

34.909136 - Hlíðarendi 4 (lóð nr. 53). Lóðarumsókn

Frá Rafnari Karli Rafnarssyni, Þorvarði Gísla Guðmundssyni, Ísólfi Ásmundssyni og Haraldi Jens Guðmundssyni, umsókn um C lóð nr. 53 að Hlíðarenda 4.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

35.909149 - Hæðarendi 16 (lóð nr. 41).

Frá Rafnari Karli Rafnarssyni og Regínu Sólveigu Gunnarsdóttur, dags. 30/8, lóðarhafar að B lóð nr. 41 að Hæðarenda 16 óska eftir að gefa eftir lóðarrétt sinn til Þorkels Jónssonar, núverandi lóðarhafa að B lóð nr. 36 að Hæðarenda 6, sem mun þá skila inn þeirri lóð.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

36.901067 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 22. september

I. Fundargerðir nefnda

II. Skipulagsmál

III. Kosningar

37.909151 - Árshlutareikningur SORPU bs 2009.

Árshlutareikningur Sorpu bs. janúar - júní 2009, sem samþykktur var á stjórnarfundi byggðasamlagsins 31/8 sl.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:15.