Kópavogsbær er með í sölu skuldabréfaeign sína sem hann hefur eignast vegna úthlutunar á byggingarétti að undanförnu. Þessi veðskuldabréf hafa alltaf borið þá áritun að bærinn gangist í einfalda ábyrgð vegna þeirra, sem falli niður þegar fokheldisvottorð er gefið út vegna eignarinnar. Gildir þessi áritun gagnvart framsalshöfum þegar bréf hafa verið seld. Sá banki sem bauð best í bréfin núna hefur óskað eftir staðfestingu á þessari yfirlýsingu. Því er óskað eftir neðangreindri staðfestingu:
Bæjarstjóri óskar eftir að bæjarstjórn staðfesti eftirfarandi:
Það staðfestist, að veðskuldabréf í eigu bæjarins, sem hann hefur eignast vegna úthlutunar á byggingarétti bera eins og hingað til, einfalda ábyrgð bæjarins og fellur ábyrgðin niður þegar fokheldisvottorð er gefið út vegna viðkomandi eignar.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.